<$BlogRSDURL$>
[ Gestabók ]
bók fyrir gesti

Thursday, February 05, 2009

Duglegur

Það þarf ekkert að fjölyrða um það hversu ótrúlega duglegur ég er. Ekki nóg með að ég vinni eins og skeppna, undir ómanneskjulegu álagi, í hlutverki ritara, skipuleggjara, símadömu og bílstjóra ásamt þessu hinu sem ég eyddi rúmum áratug í háskóla til að mega gera, kenni námskeið og held fyrirlestra fram á kvöld oft í viku, heldur hef auk þessa ekki borðað nammi á virkum degi síðan 5. janúar. Bara laugardagar eru nammidagar. Ég hef aukið neyslu á ávöxtum, grófu korni og skyri, allverulega. Ég hef pantað þolgræju frá vörutorgi og svo geri ég armbeygjur, magaæfingar og ýmislegt fleira, annan hvern dag. Ég er duglegur.

Ég veit hvað þið eruð að hugsa. Enn eitt heilsuátakið sem stendur í mánuð og deyr svo út. Þið hafið rangt fyrir ykkur. Ég stefni ekki að kjörþyngd. Ég stefni að því að komast úr offitu, í ofþyngd. Svo sjáum við til.

Núna má ég ekkert vera að því að blogga meira í bili. Góðar heilsur og ekki gleyma að dansa.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?