<$BlogRSDURL$>
[ Gestabók ]
bók fyrir gesti

Thursday, September 28, 2006

Come over to the darkside....

http://www.myweb.is/virkjum/virkjum.php

Skrifiði undir börnin góð.

There are two types of people in the world. Those who divide the world into two types of people, and those who don't.

Tuesday, September 26, 2006

TA DA!!

Klárlega eru enginn takmörk fyrir því hvað það er hægt að vera sætur.

Verulega er ég sáttur við nýju Survivor seríuna. Survivor: Apartheid Island, eins og ég kýs að kalla hana. Fólk aðskilið eftir kynþáttum. Ég legg til, í beinu og röklegu framhaldi, að í næstu seríu verði konum bannað að kjósa á Tribal counselum.

Ég hef verið aðeins að vinna í sambandi mínu og tónlistar upp á síðkastið með þónokkrum árangri. Hlustaði á sólóplötu Dave Matthews, sem heitir Some Devil, í gær og var upprifinn af snilldinni. Sérstaklega kom titillag plötunnar mér til. Svo var ég að keyra heim úr vinnunni og Tommy the cat með Primus var í útvarpinu. Svei mér þá ef það bjargaði ekki deginum hjá mér. Svei þér þá, líka.

Óþolandi við það að kunna eitthvað pínu á hljóðfæri að hvergi má fólk koma saman til að skemmta sér án þess að það þyki rakið að knýja mann með hópþrýstingi og hótunum í að sjá um skemmtiatriði. Ætti að mæta með trommusettið, droppa sýru og taka 45 mínútna trommusóló. Það væri þá skemmtiatriðið. Eða, og þetta var mér að detta í hug, mæta með kassagítarinn og syngja eitthvað ömurlega vont og skelfilega einlægt frumsamið lag, þannig að allir fengu gríðarlegarn aulahroll og yrðu heiftarlega vandræðalegir. Svo myndi ég ganga um og spyrja alla, enn með tár á hvarmi, í fullri einlægni og alvöru hvað þeim hefði fundist um lagið mitt. Eða, nei, nei. Læt örugglega undan þrýstingi og geri eins og mér er sagt.

Reyndar hef ég í seinni tíð orðið flynkari í að segja nei. Hef til dæmis fallist á að halda tvo fyrirlestra í næsta mánuði en hafnaði þremur. Fyrir ári síðan hefði ég sagt jamm og jájá við öllu.
Það er svo gott að segja stundum nei.

Til er sjónvarpsþáttur sem heiti Arrested Development og er hann fádæma mikil snilld.

Hvað finnst ykkur um samhengislausar bloggfærslur?

Ég er nánast alveg hættur að drekka kaffi. Núna drekk ég grænt te.

Tuesday, September 19, 2006

Stolt

Aldrei hef ég verið jafn stoltur og þessar 8 vikur og 4 daga sem ég hef verið pabbi einhvers. Í gær náði stoltið alveg nýjum hæðum.

Litla fjölskyldan var á leið í Bónus. Guðný keyrði, Einar Smári sat í stólnum sínum í framsætinu og ég í aftursætinu. Við Einar vorum að spjalla og hlæja saman. Allt í einu, eins og ekkert sé eðlilegra, tekur litli maðurinn vísifingur hægri handar og rekur hann á bólakaf í aðra nösina sína. Við þetta tryllist ég náttúrulega af gleði, sonurinn að bora í nefið!! Í fyrsta sinn!! Og svo, bara til að taka allan vafa af með það að þetta gæti hafa verið einhverskonar tilviljun, tekur hann fingurinn út og smeygir honum fagmanlega í hina nösina!! Hann boraði í báðar nasir. Eins og atvinnumaður.

Svo tók hann puttann út og otaði honum framan í foreldra sína, eins og til að segja: Já. Þetta kann ég. Takiði nú horið af puttanum mínum.

Stolt.

Þar sem mamma hans er með hann heima alla daga á meðan ég vinn tel ég nokkuð ljóst hvar drengurinn lærði að bora svo fagmannlega í nebbann sinn.

Wednesday, September 13, 2006

Alþjóðlegur forvarnardagur gegn sjálfsvígum

Síðasti sunnudagur, 10. sept., var World Suicide Prevention Day. Sem einhver sem lætur sig geðheilbrigðismál varða ætla ég að blogga aðeins um það.

Á bilinu 20 til 60 milljón manns reyna sjálfsvíg á hverju ári að mati WHO. Um það bil 1 milljón af þeim tekst ætlunarverkið. Fleiri falla fyrir eigin hendi á ári hverju en falla samanlagt í stríðum og morðum á heimsvísu.

Sjálfsvíg eru algengust meðal tannlækna, lækna og dýralækna. Af hverju? Þeir hafa aðgang að efnum sem virka vel í þessum tilgangi og kunna að nota þau.

Um það bil einn þriðji af öllum sjálfsvígum eru framinn með skordýraeitri. Takmarkaðri aðgangur að skordýraeitri og byssum myndi stórfækka sjálfsvígum.

Það er mat WHO að á síðusti 45 árum hafi tíðni sjálfsvíga á ári hækkað um 60% yfir allan heiminn. Sjálfsvíg er núna ein af þremur algengustu dánarorsökum hjá aldurshópnum 15-44 ára.

Það eru til góðar meðferðir við þunglyndi, geðklofa, geðhvörfum og alkóhólisma. Ekkert myndi fækka sjálfsvígum jafn mikið og að tryggja þeim sem á þurfa að halda aðgang að slíkri meðferð.

Næsta blogg verður örugglega á léttari nótum.

Tuesday, September 12, 2006

Vísindamaðurinn í vöggunni

Vísindamaður hallar sér yfir vögguna og starir á smágerða undrið sem þar liggur. Af persónulegum ástæðum hefur hann sérstakan áhuga á þessu eintaki. Hann er að leyta svara við stórum spurningum, hvernig hugurinn virkar, hvernig heimurinn virkar, hvernig tungumál virkar.

Litli vísindamaðurinn í vöggunni starir til baka. Hann er líka að leyta svara við nákvæmlega sömu spurningum.

Er það nema von að þeir brosi til hvors annars.

Friday, September 01, 2006

Músík!

Það er óhætt að segja að tónlist hafi lengi verið mitt helsta áhugamál. Ég hef hlustað á tónlist, spilað tónlist og talað um tónlist út í eitt. Í mörg ár. Haft miklar skoðanir, hampað sumum og gert lítið úr öðrum, aðhyllist sumar stefnur eða listamenn og er á móti öðrum stefnum eða listamönnum. Pælt mikið í þessu.

En ekki síðustu mánuði. Það verður að viðurkennast að heillengi hef ég lítið sem ekkert hlustað á tónlist. Þá er ég ekki bara að tala um síðustu daga, ég er að tala um eitthvað í kringum heilt ár. Bara lítið verið að hlusta og pæla og tala um músík. Sem eitt sinn var mínar ær og kýr. Lítið spilað líka. Hef ekkert vit á því sem er að gerast í bransanum. Fáar og ómerkilegar skoðanir og meiningar.

Hvað er málið? Ég man ekki, í fullri alvöru, hvaða geisladisk ég keypti síðast. Það er það langt liðið. Síðasta plata sem ég downlaodaði var nýj Tool platan. Hlustaði á hana einu sinni.

Gömul uppáhöld eins og Chili Peppers og Pearl Jam hafa nýlega gefið út plötur sem ég hef ekki einu sinni heyrt.

Neistinn í ástarsambandi mínu við tónlist hefur verulega dofnað…….

Ég er ekki einu sinni viss um að ég sakni tónlistar. Hef sjaldan verið jafn ánægður með lífið og tilveruna.

Kannski þurftum við bara hlé hvort frá öðru, ég og tónlist. Kannski er eitthvað þarna úti sem kveikir aftur neistann sem lífið snérist einu sinni um.

Mælið þið með einhverju?

This page is powered by Blogger. Isn't yours?