<$BlogRSDURL$>
[ Gestabók ]
bók fyrir gesti

Thursday, December 30, 2004

2004-2005

Síðasta bloggeddíblogg ársins. Jólin voru góð. Nú er maður kominn heim á Nesk og lifir í vellistingum hjá mömmu og pabba. Maður er nú bara sáttur við það skal ég sko segja ykkur.......

Ansi hreint viðburðaríkt ár sem nú er að líða undir lok. Erfitt ár. Ég hef aldrei misst jafn marga á jafn skömmum tíma og ég hef gert á þessu ári. Erfið en þroskandi lífsreynsla. Ég trúlofaði mig á þessu ári, fór í fyrsta skipti til Danmerkur og Ítalíu, vann á Kleppi og fór að starfa sem sálfræðingur í fyrsta skipti eftir 5 ára nám, fór í fyrsta sinn á alvöru rokktónleika (Muse og Placebo), borðaði dádýrkjöt í fyrsta sinn, skrifaði mína fyrstu pistla í héraðsfréttablað og prófaði heróín í fyrsta skipti. Nei, ég lýg því.

Viðburðarríkt kvikindi semsagt. Næsta ár ætti að verða gott. Vonandi betra. Ég pant að enginn nákominn mér og mínum deyi á næsta ári. Búinn með þann kvóta. Einnig útskrifast ég næsta sumar og fæ plagg frá heilbrigðis- og tryggingamálráðuneytinu sem stendur á að ég megi kalla mig sálfræðing í framtíðinni, ef mér svo sýnist. Vonandi fæ ég þá líka í kjölfar þess vinnu sem verður hrikalega vel borguð og spennandi. Semsagt næsta ár ætti að verða best. Hugsanlega langbest. Vonandi.

Kanski verður líka kanski comeback hjá Og svo sveiflast frænkan. Macintosh dósirnar, gítanóið og blokkflauturnar verða kanski teknar fram og ef það er götuparí einhversstaðar þá myndi hljómsveitin íhuga öll raunhæf tilboð. Það held ég nú.

Allavega, kæru vinir, félagar og fávitar, nær og fjær, hér og þar, þó aðallega þar, dömur og herrar. Takk fyrir allt liðið. Takk fyrir mig. Takk.

Megið þið eiga gleðilega ölvun um áramótin og þolanlega þynnku á nýársdag. Megi árið í kjölfar þess einnig verða ykkur all bærilegt og megi Crystal Palace vinna ykkar lið í enska boltanum.

Góðar heilsur.



Tuesday, December 21, 2004

Glasur glasur honum vantar glasur

Nú er maður bara kominn í jólafrísur og er það vel. Mitt uppáhalds frí held ég bara. Gott gott gott frí. Maður dandalast bara við að þrífa hér og þar í íbúðinni sinni og hlusta á jólalög. Svo verður bakað í kvöld, það verður bakað brauð sem kennt er við dýrasta krydd í veröldinni sem heitir saffran og er mikilvægt í bakstri saffranbrauðs eins og nafnið gefur til kynna.

Hvað er alltaf verið að semja ný jólalög? Það er glatað. Gömlu jólalögin eru æðisleg en öll ný jólalög eru rusl. Maður verður bara pirraður þegar maður sér einhvern náriðil og saurþjöppu gaula eitthvað um jesúbarnið í sjónvarpinu. Fólk á hafa meira vit en þetta.

En hvað með það, maður lætur svoleiðis ekki skyggja á jólagleðina, ó sei sei nei! Ég ætla að fá mér konfekt mola núna og taka einn fótboltaleik í Playstation. Það er gott plan fyrir eftirmiðdaginn. Já já já.

Gleðileg jól lömbin mín.




Sunday, December 19, 2004

Jólaskein.......

Einn fundur. Eitt viðtal. Þetta stendur á milli míns og dásamlegs jólafrís sem, ef allt fer eftir áætlun, hefst klukkan 15.00 á morgun. Happy happy, joy joy.

Ég var að pæla í því hvernig megi skilgreina starf sálfræðings. Hér er ein tillaga: Ég er atvinnumaður í að þegja yfir leyndó.

Ekki fjarri lagi. Fimm ára háskólanám og þetta er niðurstaðan, ég er flinkur að þegja yfir leyndó.

Annað sem mér datt í huga var æðruleysisbænin, sem er einhvern veginn svona: Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég get ekki breytt, styrk til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þarna á milli. Skiptið orðinu guð út fyrir sálfræðing og þarna er kominn jafn góð lýsing á hugrænni atferlismeðferð eins og ég hef nokkurn tímann séð.

Er ég að lýkja sálfræðingum við guð? Nei. Ef einhver heldur það er hann asni.

Misjafnt hvernig fólk heldur upp á jólin. Flestir leyfa sér meira en vanalega í mat og drykk. Flestir reyna að umgangast sýna nánustu meira en vanalega og næstum allir reyna að fremsta magni að slappa duglega af. Gott og blessað.

Á mínu heimili hefur, í tilefni jólanna, verið keyptur sá allra mjúkast og þægilegasti (og dýrasti) klósettpappír sem ég hef nokkurn tíma kynnst. Fátt kemur manni í jafn mikið jólaskap og að vita að klósettferðir verða enn ánægjulegri en vanalega. Maður nýtir hvert tækifæri til að stökkva inn á klósett, ekki bara til að skeina sér, stundum vill maður bara horfa á mýktina, strjúka henni eða skoða pakkann sem klósettrúllurnar yndislegu koma í, en á honum er mynd af fallegum hvolpi. Ég mæli með því að menn íhugi að betrumbæta klósettupplifun sína yfir jólin.

Fátt betra en að finna hinn sanna anda jólanna og skeina sér með honum.



Thursday, December 09, 2004

Hádegismunkareglan

Ég á góðan vin frá Reydarfjordur City sem ég hef brallað ýmsilegt með í gegnum tíðina. Húmor okkar félaga er álíka lélegur og eru afleiðingar þess húmors oft skelfilegar og torskildar.

Eitt sinn stofnuðum við trúfélag. Og gerðumst munkar í því trúfélagi.

Við trúðum því að alveg eins og hádegið er miðpunktur venjulegs vinnudags ætti hádegið (og ekki síst hádegisverður) einnig að vera miðpunktur alls andlegs lífs. Við vorum Hádegismunkar.
Við dýrkum að sjálfsögðu hina heilögu samloku og vottum dýrðlegu skyri takmarkalausa lotningu. Við fórum að í kjölfarið að taka afar löng hádegishlé frá námi okkar við Verkmenntaskóla Austurlands. Sum hádegishléin enntust jafnvel í nokkra daga. Enda bera ríkuleg hádegishlé vott um ríkulegt andlegt atgerfi, samkvæmt okkar kennisetningum.

Öll trúarbrögð eiga sér serímóníur eða trúarathafnir sem ætlaðar eru til iðka trúarbragðið. Hádegismunkareglan var engin undantekning. Að smyrja samloku var okkar bæn og þegar við átum vorum við bænheyrðir......

Æðsta athöfn sem hádegismunkur getur iðkað í nafni trúar sinnar er þó að kveikja í hári annarar manneskju. Flóknar trúarlegar áðstæður liggja þar að baki.

Sem fyrr segir, afar undarlegir hlutir gerast þegar maður umgengst Reyðfirðinga. En þetta fannst okkur fyndið........

Eftir á að hyggja er samt ekki hægt að neyta því að við vorum alveg "totally out to lunch" á þessum tíma.

Tuesday, December 07, 2004

Skammdegiðððððððððð

Nú er hafin jólafastan. Kominn desember, styttist í jól og nýtt ár. Mér lýst vel á það.

Allt gott að frétta. Manni farið að hlakka til jólafrís, fara að sofa meira og borða meira. Ekki það að ég hafi vanrækt það hingað til, maður er bara alltaf til í að bæta við sig á þessum sviðum og stefni ég á að ná áður ókönnuðum hæðum í leti, áti og svefn í jólafríinu. Hana nú.

Nú er alltaf dimmt úti. Bara svona ef þið vissuð það ekki. Eruð kanski blind eða eitthvað. Þá væruð þið nú sennilega ekki að lesa bloggið er þið væruð blind......æj....vottever mar...

Á þriðjudögum er kjörið að fara í Bónus og borða svo hamborgara. Kanski horfa á meistaradeildina ruglaða líka.

Hefur einhver séð tilgangslausara blogg?? Mér er spurn.

Er þér svarn?



Wednesday, December 01, 2004

Pro

Kláraði prófin mín í dag. Var í 24 tíma heimaprófi og svaraði tveimur spurningum á þeim tíma. Það kalla ég sko afköst. Þó er ekki komið jólafrí, ooooo sei sei nei. Enn er eftir eitt stórt verkefni og enn er maður að lækna geðveiku börnin á BUGLinu. Lækni, lækni lækn.

Þegar ég var að vinna á Kleppi (allar góðar sögur virðast byrja á þessum orðum) þurfti ég einu sinni að fylgja katatónískum geðklofasjúklingi niðrá bráðamóttöku. Við fengum að fara í sjúkrabíl sem mér fannst dáldið gaman en geðsjúklingnum líkað ekki vistin og var á endanum ólaður niður. Þegar á bráðamóttöku er komið upphefjast mikil skrípalæti þar sem reynt er að ná blóðprufu og þvagprufu og ýmsu öðru smálegu úr geðveika vini mínum. Það gekk brösulega en hafðist fyrir rest. Þegar beðið var eftir niðurstöðum blóðprufu spurði vingjarnleg hjúkka hvort við vildum eitthvað að drekka á meðan við biðum. Ég sagði "já takk, ég vil kaffi". Svo fór ég að reyna að ná sambandi við katatóníska geðklofasjúklingi, sem er afar skemmtilegt sport en krefjandi. "Heyrðu vinur villtu eitthvað að drekka, kannski kaffi eða djús?" Geðsjúki vinur minn horfði á mig með sturlaðasta aungaráði sem hægt er að ímynda sér. En það var ekkert óeðlilegt í hans tilviki. Ég reyndi aftur " Félagi, hvað viltu að drekka?" Hann horfði á mig kunnuglegum en algjörlega sturluðum augum, hugsaði sig um og sagði svo "Tuborg".

Hann fékk djús. Svo drakk hann kaffið mitt og pissaði á gólfið.

Í samhengi við ástand mannsins, það sem á undan var gengið, vinalega hjúkrunarfræðinginn og staðsetninguna á sjúkrastofu bráðamóttökurnar er þetta orð, "Tuborg", það fyndnasta sem ég hef nokkurn tímann heyrt.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?