<$BlogRSDURL$>
[ Gestabók ]
bók fyrir gesti

Wednesday, October 31, 2007

Kominn heim

Þá er maður lentur. Dvaldi í 5 daga við Niagara fossa á landamærum Kanada og USA. Svaf Kanadameginn. Þessir fossar eru ágætir. Frekar tilkomumiklir en samt ekki stórkostlegir. Ég myndi allavega segja að þeir eru mjög vel markaðssettir. Nature´s greatest wonder segja kanarnir um þessa fossa sína. Hafa greinilega aldrei hitt Dóra Sturlu.

Tilgangur ferðarinnar var að sækja ráðstefnu á vegum Division for Early Childhood eða DEC eins og við segjum í bransanum. Við erum afskaplega hrifinn af skammstöfunum. Þær eru eitthvað svo vísindalegar og kúl.

Ráðstefnan var dúndur. Þarna voru flestallar stjörnurnar í bransanum. Gaman að komast að því að flestar stjörnunar í bransanum eru bara ansi kammó fólk. Maður hressist við og peppast upp á svona samkomum. Kemur heim uppfullur af hugmyndum og hugsjónum sem endast alveg í nokkra daga áður en meingallað kerfi og kjánalegir pólitíkusar ná að draga mann aftur í svaðið til sín. Djók. Eða ekki. Reyndar kemst maður að því á svona ráðstefnu að kerfið er gallað hjá flestöllum.

Hápunktar ráðstefnunar voru meðal annars að vera boðið að taka sæti í nefnd á vegum DEC sem er viss upphefð og líka að vera hvattur til þess af Michealene Ostorsky (eða Micky vinkonu minni eins og ég kalla hana núna...) að skoða það koma til hennar í doktorsnám í Illinois. Það er svipað og ef Eiður Smári myndi biðja mig að skoða það að smella mér á kantinn hjá landsliðinu. Eða svona næstum því. Annar hápunktur er langt spjall við doktorsnema frá Suður Kóreu um uppbyggingu skólakerfa í löndum okkar beggja. Þau eru nánast eins, skólakerfin það er að segja. Með þeim fyrirvari að ég skildi ekki helminginn af því sem hún sagði.

En að öðru, mikilvægara.

Á morgun mun Hlynur Ben gefa út fyrsta síngúl af væntanlegri breiðskífu sinni. Lagið heitir Monster og mun myndband fylgja með. Ég sé um trommuleik í þessu lagi. Mér skilst að þetta sé staðurinn til að nálgast snilldina: www.myspace.com/hlynurben.

Wednesday, October 10, 2007

Ljós

Ég sá Yoko í sjónvarpinu í gær að kveikja á friðarsúlunni sinni. Fyrst þegar ég heyrði af þessu fannst mér þetta vera vitleysa. Bara eitthvað bruðl og vesen. Klikkuð helvítis kelling sem eyðilagði Bítlana að brölta með ljóskastara út í Viðey. Til fjandans með það.

En svo horfði ég á þetta í gær og allir voru bara að tala um ást og frið. Rosa góður stemmari á liðinu. Ég er sökker fyrir ást og friði. Alltaf verið svolítið væminn. Mér fannst þetta æðislegt. Fór út og horfði á ljósið í 5 mínútur. Bara æðislegt. Ég er líka sökker fyrir John Lennon og þetta er tengt honum. Það er æðislegt.

Bill Hicks var fyndinn gaur og hann vildi meina að eiturlyf væru ekki alslæm þar sem þau höfðu aðstoðað ýmsa menn við semja mikið af mögnuðustu músík sem til er í veröldinni. Hann sagði til dæmis, máli sínu til stuðnings: The Beatles were so high they even let Ringo sing a few songs. Þess vegna hlæ ég alltaf þegar ég sé Ringo. Kannski gerði það friðarsúlubröltið bara enn æðislegra.

Í dag er ég búinn að vera að brölta á netinu við að ganga frá ferðalagi til Kanada, eða Könödu ef við viljum vera fávitar sem tala eins og fífl. Ég er að fara á ráðstefnu um snemmtæka íhlutun sem verður haldin í Niagara Falls, Ontario, Kanada. Á þessu hóteli: http://www.sheratononthefalls.com/.

Not too shabby.

Ég er nefnilega verkefnisstjóri þekkingarstöðvar í málefnum fatlaðra barna og við leggjum áherslu á snemmtæka íhlutun. Því þarf ég að þvælast til útlanda á svona ráðstefnur með útlendingum í svipuðum pælingum. Hluti af vinnunni sko. Þetta verður ekkert frí. Skítadjobb, ég veit, en einhver þarf að sinna því.

Ég reikna fastlega með því að skella mér niður fossana í tunnu.

Svo erum við hér í vinnunni að fara að halda málþing um snemmtæka íhlutun nú á föstudaginn. Sjá hér: www.rvk.is/desktopdefault.aspx/tabid-27/171_read-8426/.

Það er ekki of seint að skrá sig! Það er erfitt að ímynda sér skemmtilegri byrjun á góðri helgi en hressilegt málþing.

Annars er ég bara í ágætis fíling.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?