<$BlogRSDURL$>
[ Gestabók ]
bók fyrir gesti

Monday, July 26, 2004

Usssss.........
 

Jæaja jájájá og jammsarbimmbarabú.  Þá hef ég lokið mánaðarlöngu bloggsumarfríi.  Það var ekki planað fyrir fram,  það bara svona gerðist.  Sumt bara svona gerist, nefnilega,  án þess að neinn ætli að láta það gerast.  Og þannig var það nú með þetta. 

Ég fór í útilegu um helgina og í staffapartý.  Staffapartý Kleppsstarfsmanna.  Það var fínt,  sérstaklega gaman fyrst þegar allir voru að spjalla um vinnuna en minna gaman þegar allir voru orðnir fullir og farnir að dansa á stofugólfinu við smelli frá níunda áratugnum.  Útilegan sem var daginn eftir var snilld.  Fyllerí og stuð og tjöld og fjallgöngur og karatekennsla og fótbolti og gítarspil.   

Síðan tekur við vinna og daglegt amstur þar til á fimmtudaginn er ek flýg austur á bóginn til að spila með Búálfum á barnum í Neskaupstað og starta þannig verslunarmannhelginni sem ég mun að sjálfsögðu eyða í Nesk í góðu stuði,  spilandi bæði með Búalfum og Rufuz.  Ætti að vera skrambigott..........

að loknum sumarfríum er gott að koma aftur.  Ég bíð mig velkominn......

This page is powered by Blogger. Isn't yours?