<$BlogRSDURL$>
[ Gestabók ]
bók fyrir gesti

Saturday, July 22, 2006

Einar Smári Orrason

Að verða pabbi er magnaðasta og dásamlegasta tilfinning í öllum heiminum. Afkvæmið kom í heiminn 01:57 þann 21.júlí. Það ferli að koma drengnum út út kviðnum hófst aðfaranótt þriðjudagsins 18.júlí. Þetta voru þrír erfiðustu sólarhringar sem ég hef upplifað. Segi þá sögu alla seinna.

Aðalmálið er að móður og barni heilsast vel og við foreldarnir erum vægast sagt í skýjunum með krílið okkar.

Ekkert barn telst að fullu fætt í dag fyrr en það er komið með heimasíðu. Okkar er barnanet.is/einarsmari

Þar má sjá myndir af litla kallinum og örþreyttum foreldrum.

Thursday, July 06, 2006

Súrrealísk stemning....

Í dag hef ég verið hundeltur um allan bæ af tveimur tælenskum túlkum. Afleiðing samskiptaörðugleika mín og túlkaþjónustu Alþjóðahúss. Ég hugsa að það væri einfaldast fyrir mig í stöðunni að læra bara tælensku og láta samskiptum við túlkaþjónustu lokið.


Krakkinn í bumbuni á Guðnýju harðneitar ennþá að koma þaðan út, þrátt fyrir skýr fyrirmæli frá foreldrum sínum þar að lútandi. Ég hef í kjölfarið greint hann með mótstöðuþrjóskuröskun og er að íhuga lyfjagjöf, samanber síðasta blogg.


Væntanlegt stórveldi enskrar knattspýrnú, C. Palace, fer mikinn á leikmannamarkaði. Hefur nú selt besta sóknarmanninn og varnarmanninn í liðinu og losað sig við tvo byrjunarliðs miðjumenn. Í staðinn hefur liði keypt óþekktan miðvörð. Frá Hull. Og ráðið nýjan markmannsþjálfara.

Þetta tel ég mjög vænlegt til árangurs og spái því að mínir menn mali 1. deildina næsta vetur.


Í dag kl 16:00 hefst langþráð sumarfrí. Ég ætla að sofa þangað til að barnið fæðist.

Tuesday, July 04, 2006

Að bæta lífsgæði með lyfjum....

Ný könnun hjá áströlskum háskólafávitum leiddi í ljós að við íslendingar erum hamingjusamasta þjóð í gervallri veröldinni. Hvað svo sem það þýðir. Við erum einnig sú þjóð sem hámar í sig mest að geðlyfjum, per höfðatölu. Orsök og afleiðing?

22 milljónir Bandaríkjamanna taka geðlyf á hverjum degi. Er það ekki fínt? Erum við ekki hjálpa þeim sem eru lasnir? Nei.

Felst allar rannsóknir sýna að u.þ.b. tæplega helmingur þeirra sem haldnir eru alvarlegum geðröskunum fá enga meðferð við sínum kvilla. Oftast vegna þess að þeir einfaldlega leita sér ekki meðferðar.

Hverjir eru þá að taka öll þessi geðlyf? Pétur og Páll?

Þegar okkur lýður illa förum við læknis, fáum brjóstastækkun, fitusog, andlistliftingu eða Prozac. Cosmetic psychiatry mætti kalla þessa nýju grein. Af hverju að vera óhamingjusamur þegar það er til pilla sem hjálpar?

Flest notum við geðlyf til að bæta líðan og auka lífsgæði. Ég drekk kaffi á morgnanna. Fæ mér stundum bjór að kveldi. Neurotrópísk efni sem hafa áhrif á skynjun, líðan og dómgreind. Hversu stórt er skrefið frá því að taka efni sem blokkar adenósín viðtaka í heilanum (koffín) yfir í efni sem hamlar endurupptöku á serótóníni í taugamótum (Prozac t.d.)? Ekki rosalega stórt líffræðilega en risastórt félagslega.

Nú er ég alls ekki á móti geðlyfjum. Hef sjálfur komið fólki (já, meira að segja litlum börnum) upp á að taka slík lyf. Oft með góðum árangri. Ég er bara að vekja máls á óhjákvæmilegum spurningum framtíðarinnar. Lyfin eru að verða betri, aukaverkanir færri. Ef við getum öll verið glaðari, hressari, framfærnari, gáfari o.s.frv. með því einu að taka réttu pillurnar......á einhver eftir að spyrja, af hverju ekki?

Sumir eru talsmenn þess að óhamingja sé eðlileg og engin ástæða til að lækna hana með lyfjum. Aðrir eru talsmenn þess beita eigi öðrum aðferðum en beinum inngripum í taugakerfi viðkomandi ef eitthvað bjátar á í hegðun-, líðan- eða þroska viðkomandi. Sérstaklega hvað varðar þau frávik sem aðrar aðferðir virka vel á. Slíkar aðferðir eru til við mörgum kvillum. Ég hef atvinnu af þessum aðferðum aðallega. En stundum eru lyf bara nauðsynleg.

Ef við flokkum blóðþrýstingslyf sem geðlyf (en orsakir blóðþrýstingsvanda eru langoftast streita...) er ég nokkuð viss um að meirihluti hins vestræna heims taki á einhverjum tímapunkti lífs síns lyfseðilskyld geðlyf. Það á bara eftir að aukast og áðurnefnd spurning, afhverju ekki?, á eftir að verð áleitnari.

Rétt upp hönd sem tekur geðlyf. Og, af hverju ekki?

This page is powered by Blogger. Isn't yours?