<$BlogRSDURL$>
[ Gestabók ]
bók fyrir gesti

Wednesday, October 26, 2005

Crystal Palace eru bestastir!!!

Ég veit að það fer í taugarnar á sumum þegar ég blogga um fótbolta en þeir geta bara bitið í kynkirtlana á sér.

Mínir menn gerður sér lítið fyrir og unnu Liverpool, evrópumeistara og sigursælasta knattspyrnulið Bretlandeysja frá uppahfi tíðar, í gær.

Samkvæmt nýju áskorendafyrirkomulagi knattspyrnunar sem ég hef ákveðið að ímynda mér að sé við líði eru því Crystal Palace nýkríndir Evrópumeistarar!! VEI!

Lengi lifi meistararnir!

Athyglisvert að hinir margrómuðu og reynslumikli landsliðsmenn Dietmar Hamann og Steven Gerrard litu út eins og einfættir viðvaningar í baráttunni við Ben Watson og Tom Soares á miðju vallarinns. Watson og Soares eru 19 og 20 ára. Já, framtíðin er björt hjá nýkríndum Evrsópumeisturum Crystal Palace. Unnu L´Pool með besta manninn sinn meiddan og hvaðeina.

Leikurinn fór 2-1 fyrir þá sem búa á Júpíter og/eða hafa ekki rænu á að fylgjast með stórviðburðum í íþróttaheiminum.

Thursday, October 20, 2005

Trekkies

Sá hluta af mynd í sjónvarpinu í gær um Trekkara, fólk sem elskar Star Trek og lifir fyrir að hittast á raðstefnum um Trekkið og safna Trekdrasli.

Mér fannst þetta bara fallegt.

Ég fæ ekki séð að þessi gríðarlegi áhugi hafi neitt með Star Trek að gera per se, Star Trek er bara átilla, umræðuefnið.......Það sem er að eiga sér stað er augljóslega fjölskyldumyndun. Þetta fólk er að sækja í þá dásemd að eiga stóra, stóra fjölskyldu þar sem allir passa upp á hvorn annan, dæma ekki hvorn annan, bera virðingu hvor fyrir öðrum og hafa sameiginlegt áhugamál sem alltaf er hægt að tala um. Ef það er ekki næs, þá veit ég ekki hvað.....

Sama ástæða og við förum í saumaklúbba, stofnum hljómsveitir og myndum hjólabrettagengi. Stórar og góðar fjölskyldur sem hafa eitthvað meira sameiginlegt en DNA og meðlimirnir passa uppá hvorn annan. Á einhverju fundamental leveli viljum við það öll.....

Bara fallegt. Og fyrst ég er væminn í dag ætla ég að enda á væminni tilvitnun í KV:

A purpose of human life, no matter who is controlling it, is to love whoever is around to be loved.

Næs.

Wednesday, October 19, 2005

Náðargáfan...

Var að reyna að finna út hvers vegna í ósköpunum fullt af foreldrum og kennurum borga formúgu af peningum til að fræðist um Davis námtæknina sem á að redda lesblindu. Fann heimasíðu Davis-fyrirtækisins og vildi skoða rannsóknir og gögn sem réttlætti það að borga 170-250 þús. fyrir einnar viku leiðréttingu. Fann þar eftirfarandi setningu:

We do not have studies comparing Davis with other methods, nor do we plan to do such studies.

Hvað er fólk að pæla????? Ef fyrirtækið sem markaðsetur kerfið vill ekki gera rannsóknir á því hvort það í raun og veru virkar, EKKI GEFA ÞEIM PENING!! Ef kerfið virkaði myndu þeir glaðir gera slíkar rannsóknir því það væri gott í markaðsetninguna.

Held ég verði bara að vitna í Kurt Vonnegut til að róa mig niður:

The big trouble with dumb bastards is that they are too dumb to believe there is such a thing as being smart.

og líka:

Beware of the man who works hard to learn something, learns it, and finds himself no wiser than before. He is full of murderous resentment of people who are ignorant without having come by their ignorance the hard way.

ein í viðbót og þá er ég góður:

Laughter and tears are both responses to frustration and exhaustion. I myself prefer to laugh, since there is less cleaning up to do afterward.

Ég líka.

Wednesday, October 12, 2005

Ídríttir

Einu sinni rotaðist ég í fótboltaleik. Var þá markmaður að keppa á Selfossi með Þrótti. Var að spila með eldri strákum því flokknum fyrir ofan minn vantaði markmann. Í stöðunni 2-1, fyrir þeim, slapp sóknarmaður þeirra í gegn og ég lagði af stað í frækið úthlaup. Varði glæsilega og fékk spark í hausinn í leiðinni. Steinrotaðist.

Rankaði við mér við það að bæði lið stóðu í kringum mig og þjálfarinn spurði mig hvort væri í lagi með mig. Ég vissi hvorki í þennan heim né annan og sagði bara jájá.
Þurfti svo að klára að spila leikinn, ruglaður og með hausverk. Við töpuðum 11-1.

Var að lesa rannsóknir á höfuðmeiðslum kanttspyrnumanna og taugasálfræðilegum áhrifum þess að fara jafn illa með hausinn á sér og fótboltakallar gera. Inn í hausnum ku jú vera um 1 og hálft kíló af grárri klessu sem flýtur þar um í vatni. Klessa þessi þolir illa högg og annað áreiti. Það sem meira er virðist þessa klessa almennt mikilvægari en flestar aðrar klessur líkamans fyrir líkamsstarfsemina. Og allt andlegt atgerfi.

Það er samt ekkert hættulegt að skalla bolta, þó það sé gert milljón sinnum. Það sem er hættulegt er að skalla annað fólk, til dæmis fæturna á því og hausinn á því. Þá getur maður fengið heilhristing eða rotast.

Lítið þekkt staðreynd úr taugsálfræðinni: í hvert skipti sem þú rotast eða færð heilahristing er nokkuð víst að þú stendur aftur upp örlítið vitlausari en þú varst áður en þú fékkst höggið.

Tilvitnun dagsins er í Kurt Vonnegut, út af því að hann er bestur og allar tilvitnanir sem eru ekki í hann eru ómerkilegri fyrir vikið:

“There is no reason why good cannot triumph as often as evil. The triumph of anything is a matter of organization. If there are such things as angels, I hope that they are organized along the lines of the Mafia.”

Thursday, October 06, 2005nei

Wednesday, October 05, 2005

Þegar spádómarnir rætast ekki

Árið 1956 kom út bókin When prophecy fails. Hún er skrifuð af félagssálfræðingum. Þeir stúderuðu sértrúarsöfnuð sem trúði því að ákveðinn dag myndi heimurinn farast. Söfnuðurinn hafði einhverjar “trúarlegar ástæður” fyrir þessu og trúðu þessu nægilega mikið til að selja allar eignir sínar, kveðja alla ættingja og allt það áður en stóri dagurinn rynni upp. Eins og gengur og gerist með cult þá voru þeir vissir um að “hinir trúuðu” myndu fara til einhverjar paradísar eða eitthvað en hin svíninn öll til fjandanns.

Svo kom stóri dagurinn. Judgement day, apocalypse osfrv. Menn voru ekki lítið hissa þegar það varð ljóst að heimurinn endaði bara ekki baun. Dagurinn leið sinn gang eins og hver annar. Skynsamt fólk hefði hugsað með sér: “Æ, nú var ég kjáni! Trúði tómri þvælu og svo endar bara heimurinn ekkert. Úppsidúpps. Best að fara í Hagkaup og fá sér jógúrt.”.

En nei, nei, nei. Sértrúarsöfnuðurinn er með skýringar á reiðum höndum: “Heiminum var bjargað frá glötun vegna trúar okkar. Við trúðum svo heitt að almættið ákvað að verðlauna okkur með því að slökkva ekki strax á heiminum. Jibbí fyrir okkur!” Svo var hafist handa við að lokka til sín fleiri meðlimi.

Þessi saga segir eitthvað alveg dásamlega mikið um mannlegt eðli.

Tuesday, October 04, 2005

Allt að verða snargeðveikt í sálfræðinni

Um daginn hélt Sigursteinn Másson fyrirlestur upp í HÍ þar sem hann gagnrýndi sálfræðiskor háskólans fyrir að vera ómannúðlegt, mannskemmandi og geðraskandi umhverfi. Hann gagnrýndi reyndar HÍ í heild sinni fyrir að vera umhverfi sem stuðlaði að geðröskunum og taldi hann rök fyrir því að harðræðið og illskan væri einna mest í læknisfræði, lögfræði og sálfræði. Hann benti síðan á að menn sem kenna læknisfræði og sálfræði ættu að vita betur en að skemma svona krakkagreyin sem lærðu hjá þeim.

Hann er einfaldlega að nefna fög sem allir vita að eru fjári strembinn og beita þeirri aðferð að gera miklar kröfur á nemendur til að sigta út þá sem skera sinnepið frá hinum sem ættu frekar erindi í félagsfræði eða Kennó (djók, hehe….eða?).

Í kjölfar erindis Sigursteins birtast á netinu (og víðar…) stuðningur við þessar skoðanir hans, mönnum finnst illa farið með fólk í sálfræðinni og sumir lýsa mikilli vanlíðan sinni við það að hafa reynt að stunda þar nám. Flestir sem lýsa þessum stuðningi er fólk sem féll á sínum tíma í sálfræði og stundar nú nám í póstmódernískum hjáfræðum með áherslu á eigindlega orðræðu….

Nú vill svo til að ákveðnir nemendur í sálfræðinni kippa sér upp við svona málflutning og þeim til mikils sóma skrifa greinar í Moggann (og víðar…) þar sem rök Sigursteins eru
hrakin með málefnalegum hætti. Einnig stofna þeir til undirskriftasöfnunar á heimasíðu Animu, félagi sálfræðinema, þar sem þeir sem vilja geta lýst yfir stuðningi sínum við námið og kennara í deildinni og vitnað um að geðheilsa þeirra sé ekki áberandi verri þrátt fyrir nám í sálfræði.

Nú vill svo til að ákveðið fólk (jafnréttisfulltrúi stúdentaráðs) kippir sér upp við þetta tiltæki nemanna og heimtar að undirskriftarlistinn verði fjarlægður af heimasíðu Animu. Sem er og gert. Jafnréttisfulltrúi stúdentaráðs er í Röskvu ásamt Sigursteini Mássyni. Samsæri!

Menn eru ósáttir við það og telja að heimasíða Animu sé vettvangur fyrir óritskoðuð skoðanskipti sálfræðinema og þar með talið undirskriftarsafnanir. Menn eru ósáttir við valdníðslu sem þessa. Málinu er ekki lokið.

Ætli sálfræðinám hafa skaðað mig andlega? Fyrir utan það að fylla mig hroka gagnvart minni og ómerkilegri fræðigreinum…..

This page is powered by Blogger. Isn't yours?