<$BlogRSDURL$>
[ Gestabók ]
bók fyrir gesti

Thursday, May 18, 2006

Hvar er rokkið?

Var í ræktinni um daginn að horfa á hlaupabrettissjónvarp. Á VH1 var svona "then and now" þáttur þar sem sýnd voru gömul myndbönd/tónleikaupptökur og ný myndbönd/tónleikaupptökur með einni og sömu hljómsveitinni. Viðfangsefnið var mitt gamla uppáhald Pearl Jam. Fyrsta sem ég sá var tónleikaupptaka frá ´93 þar sem þeir tókyu Even flow í einhverjum klúbbi í Seattle. Það var dásamlegt!! Þeir voru allir með sítt hár, Vedderinn í engu nema hnésíðum buxum, mökkölvaður, staulaðist um sviði og hrasaði um snúrur og monitora en söng af öllum lífs og sálarkröftum. Í lok lagsins var hljóðfærum og græjum hennt hingað og þangað og gítarar brottnir. Þetta var svo mikið rokk!! Svo mikil gredda og angist eitthvað...Hvernig var annað hægt að dýrka þetta þegar maður var unglingur.

Svo kom lag af nýjustu plötunni. Hágæða lagasmíð, vel flutt. En engin gredda eða angist. Allir með stutt hár. Vedderinn í fullt af fötum og með alskegg. Rólegir, miðaldra fjölskyldumenn. Þroskaðir.

Ég er móti þessum helvítis þroska. Hvar er rokkið??? (Ef einhver nefnir skrímslahljómsveitina í Eurovision sem hugsanlegt svar.....þá.......nei, ekki gera það.....ok?)
--
Annars er ég einni plötu á eftir með Pearl Jam, er nýbúinn að fá mér Riot Act og fíla hana ansi vel.....
--
Nú fer ég að flytja. Það er leiðinlegt þegar á því stendur en gaman þegar það er búið. Eins og svo margt.

Tuesday, May 16, 2006

Bloggggggedí

blogg

Monday, May 08, 2006

Rykrugsa

Ákvað í gær að gleðja betri helmingin meðan hún brá sér í sund. Tók mig til og ryksugaði hýbílin. Þegar ég ryksuga þá fer það ekki fram hjá neinum. Það er gert af kappi, nánast offorsi.

Skemmdi hljómflutningstæki, braut eitt glas og sendi augnmaskara í innyfli ryksuguskrímslisins. Nokkuð áfallalaust semsagt.

Konan mín var ánægð með þetta. Til að slá endanlega í gegn gekk ég svo frá þvotti og það án þess að skemma nokkurn skapaðan hlut. Geri aðrir betur.

Þegar maður á ólétta konu sem er í próflestri þá verður maður að taka heimilisstörfin föstum tökum, sjáiði til.
_

Las bók um zen. Núna er ég alltaf "mindful" og í æðislegu jafnvægi og svona. Nema kannski þegar ég ryksuga. Mjög heitt í sálfræðinni núna, mindfulness based cognitive therapy. Minnkar relapse á þunglyndi niðrí ekki baun og virkar betur en prozac. Geri aðrir betur.
_

Það er allt í lagi að vera með fíflasprell svo lengi sem það fer ekki út í vitleysisgang, var mér sagt. Best að muna það.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?