<$BlogRSDURL$>
[ Gestabók ]
bók fyrir gesti

Friday, November 25, 2005

Hausverkur...

Einu sinni fór vinur minn, sem var þá að læra að verða sálfræðingur alveg eins og ég, til læknis. Hann fór þangað út af því að hann var oft með hausverk. Það er vont að vera með hausverk. Hann sagði lækninum að hann væri oft með hausverk.

Ummmmmmm, sagði þá læknirinn.

Vinur minn reyndi að segja honum eitthvað meira um þetta og læknirinn var bara spekingslegur á svipinn og sagði annað slagið: Ummmmmmm.

Svo kom þögn. Svo sagði læknirinn: Guðmundur, getur verið að þú sért þunglyndur?

Tuesday, November 22, 2005

Félagsstarf

Það sem maður lendir ekki í. Ég hef nú aldrei tekið mikinn þátt í formlegu félagsstarfi, bara alltaf átt mína vini og hangið með þeim og stundum dólað í einhverjum hljómsveitum og svona. Ekkert verið í nemendafélögum í skólunum mínum eða neitt svoleiðis. Fundist það frekar púkó bara.

Er að vísu í einu snilldar félagi sem heitir Hreðjólfur og var það upphaflega félag meistaranema í sálfræði af karlkyni. Það félag hittist og ræddi fræðileg málefni sálfræðinörda yfir ungverskum gúlassúpum og vodka og whiskyi. Síðan útskifast menn og fundir verða færri......

Uppá síðkastið hef ég þó mikið verið í svona starfi þar sem ég var skipaður í skemmtinefnd Þjónustmiðstöðvar Laugardals- og Háaleitis. Nú er nefndin að skipuleggja jólagleði með hlaðborði og skemmtilegheitum. Ég verð veislustjóri.

Vinnufélagar mínir eru haldnir þeirri undarlegu hugmynd að ég sé kjörinn í allt svona skipulagningar á skemmtiviðburðum og veislustjórnunar og tækifærisræðu dótarí. Allir sem þekkja mig eitthvað vita að það er þvæla. Ég er andfélagslegur í eðli mínu, kýs frekar að umgangast minn litla afmarkaða frávikshóp furðurfulga og sérvitringa en að synda með hinum félagslega straumi. Svo er maður allt í einu orðinn hinn félagslegi straumur, þarf ekki einu sinni að synda með.

Maður lætur alltaf plata sig.

Ætli maður verði ekki kominn í pólitík áður en maður veit af. Nei, andskotinn.

Svo er óþolandi að tapa alltaf fyrir konunni sinni í skvassi. Hún er líka alveg hætt að trúa því að ég sé alltaf meiddur. Hvaða afsakanir eru þá eftir?

Monday, November 21, 2005

Að lækna geðveiki…

Einu sinni héldu menn að geðveikt fólk væri haldið illum öndum. Það var hægt að lækna það með því að gera gat á hauskúpuna og hleypa illu öndunum út. Það svínvirkaði.

Portúgalskur læknir sem hét Egas Moniz læknaði líka geðveika með því að gera gat á hausinn á þeim. Byrjaði á því árið 1935 eftir að aðferðin hafði dottið úr tísku í nokkra áratugi vegna upphafs “nútíma læknisfræði”. Enn það svínvirkaði ennþá.

Dr. Walter Freeman fattaði svo að það þyrfti ekki að gera stórt gat á hausinn fólki til að lækna geðveikina í þeim. Það eru nefnilega hálfgerð göt á hauskúpinni fyrir, nefnilega augntóftirnar. Hann stakk stórri nál í gegnum augntóftirnar og upp í ennisblöð heila fólks, svo hreyfða hann nálina fram og aftur. Hrærði soldið í heilanum. Kallaði aðferðina “transorbital lobotomy”. Það svínvirkaði svo rosalega að hann fékk nóbelsverðlaun. Fólk sem var snarvitlaust lagðist á bekkinn hjá meistaranum, fékk rafstuð til að það missti meðvitund og svo var nálinni stungið framhjá báðum augum, upp í heila og hrært duglega í sullinu. Svo þegar fólk vaknaði var það ljúft sem lömb. Sat bara og glotti út í annað, slefaði kannski pínu, en hafði ekki áhyggjur af neinu og angraði ekki neinn. Fín lækning á geðveiki. Nóbelsverðlaun!

Svo er ekki eins og þetta sé eitthvað frá því í eldgamla daga. Síðast lobotamya Freemans var árið 1967. Sá sjúklingur lést í kjölfarið af heilablæðingu. Því miður.

Ég var að lesa viðtal við mann sem fékk einmitt lobotomy hjá Freeman þegar hann var tólf ára. Pælið í því að tala um lobotomyuna sína…..

"I'll never know what I lost in those 10 minutes with Dr. Freeman and his ice pick. By some miracle it didn't turn me into a zombie, crush my spirit or kill me. But it did affect me. Deeply. Walter Freeman's operation was supposed to relieve suffering. In my case it did just the opposite. Ever since my lobotomy I've felt like a freak, ashamed."

Ég segi nú bara við Svíana sem sjá um Nóbelinn: “Strákar! Þið verðið að passa ykkur á þessu….þessi verðlaun mega ekki bara fara út í eitthvað bull, sko”.

Held ég nú.

Annars er ég að hugsa um að bjóða upp á þetta. Nýjung í meðferð geðsjúkdóma á Íslandi. Kaupa mér nál og hvítan slopp. Svo verður þetta bara á svörtu sko….ríkið fær ekkert að vera með.

Þið megið panta tíma.

Tuesday, November 15, 2005

Krossinn

Ég sótti um daginn brúðkaup hjá ættingjum í Krossinum í Kópavogi. Það var spes.

Fyrsta sem ég sá þegar ég kom inn í salinn voru græjur. Almættið hefur séð Gunnari og félögum fyrir risastóru mixerborði með tölvum og tækjum sem ég kann ekki að nefna. Hef þó verið í nógu mörgum hljómsveitum til að sjá að þetta var talsvert flottara en gengur og gerist hér á skerinu. Semsagt topp græjur.

Svo var líka hljóðmaður sem fiktaði í tölvunni og nostraði við græjurnar allan tímann. Það var bara þriggja manna hljómsveit (2 gítarar og hljómborð) en samt hljóðmaður á fullu á flottu og dýru græjunum. Það voru líka fjórir söngvarar og þau voru öll virkilega góð. Held að þrjú af þeim fjórum myndu vinna Idol ef þau vildu.

Inn á milli þess sem Gunnar æðstiprestur blaðraði einhverja þvælu voru flottu græjurnar notaðar og voru það á köflum fínustu gospel tónleikar. Sándið var með því besta sem ég hef heyrt og allir spiluðu og sungu af einlægni og innlifun.

Ég hef heyrt margar sögur af syndaselum sem hafa farið á samkundu í þessum sal Krossins og frelsast. Séð ljósið og fundið guð og allt það.

Það hvarflaði að mér að þetta fólk sem þarna frelsast sé að rugla saman því að finna fyrir nánd almættisins og því að heyra live tónlist flutta í virkilega, virkilega góðu sándi.

Hljómar kannski fáránlega en það má ekki gera lítið úr virkilega, virkilega góðu sándi. Ég skil alveg að fólk rugli því stundum saman við Guð.

Annars er það í fréttum að streitu levelið í vinnunni er orðið þvílíkt að ég er nánast hættur að drekka kaffi. Og jólaengjaþykknið með súkkulaði hrískúlunum er að koma ansi sterkt inn.

Tuesday, November 08, 2005

Fuglaflensa….
Nú hafa margir áhyggjur af því að fuglaflensi verði heimsfaraldur og drepi fullt af okkur, vesalings fólkinu, eins og plágan og spænska veiknin og svarti dauði og AIDS og ebóla og hanta og fleira….

Aumingja við.

Kannski er Jörðin búinn að fá nóg okkur eftir krossferðirnar, helförina, kjarnorkusprengjur, mengun lofts, láðs og lands og prófkjör sjálfstæðisflokksins.

Kannski eru allir þessir sjúkdómar hluti af ónæmiskerfi jarðarinnar. Hún er, mjög skiljanlega, að reyna að losna við okkur. Eins og við værum kvef. Plánetukvef.

Brandari á ensku:

In the late 19th century, supposedly, there was this tribe of Indians, see, who had become nomadic. They were forced off their ancestral lands by pioneers, peace treaties and the United States Cavalry.

OK?

So an agent from the Bureau of Indian Affairs was sent to interview them at one of their temporary encampments, to learn who and what they are -- or to be more exact -- who and what they used to be. He asked the name of the tribe. They said, "We are the Fuh-kar-wee."

The agent wanted to know if the name had a special meaning. They said it had in fact been adopted only recently and was based on what their chief, who had just died, wailed in despair at sunset on every day of their aimless wandering:

"Where the Fuh-kar-wee?"

Wednesday, November 02, 2005

Hámarkslaun

Það er búið að kitla mig sem þýðir víst að ég eigi nefna 7 atriði sem lúta að hinu og þessu. Ég byrjaði svona:

7 hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey

Skrifa bók
Byggja mér kastala (alvöru miðaldakastala með turnum og síki….)
Fara til Galapagos-eyja
Gleyma því að ég hafi verið í Gleðisveit Ingólfs
Taka doktorspróf í sálfræði

Nenni ekki meiru. Þetta er hrikalega leiðinlegt.

Anyways.

Hvernig væri að í staðinn fyrir lágmarkslaun þá væru hámarkslaun? Enginn má fá meira en miljón á mánuði og ekkert fyrirtæki né stofnun má græða meira en milljarð á mánuði. Restin tekur ríkið.

Lítið hægt að kvarta með milljón í laun eða milljarð í gróða en tekjur ríkisins samt það miklar að besta velferðar-, heilbrigðis- og menntakerfi í gervallri veröldinni væri hægðarleikur.

Þetta átti að vera djók en mér er í alvöru farið að finnast þessi hugmynd ansi góð. Sannfærði sjálfan mig.

Við heimtum löggjöf um hámarkslaun og gróða !

This page is powered by Blogger. Isn't yours?