<$BlogRSDURL$>
[ Gestabók ]
bók fyrir gesti

Thursday, October 28, 2004

Don´t Panic

Ég var staddur í geðdeildarhúsi Landspítalans. Ég fann að mig byrjaði fyrst að svima lítillega. Ég fékk yfirliðstilfinningu. Ég fann hvernig hjartað barðist um í brjóstinu. Öndunin varð grunn og hröð. Ég fann fyrir dofa í öllum útlimum og í andlitinu. Mér varð kallt á höndunum en samt svitnaði ég í lófunum. Öllu þessu fylgdi undarleg óraunveruleika tilfinning, eins og mig væri að dreyma. Ég fann sáran verk fyrir brjóstinu. Ég var að fá ofsakvíðakast.

Hvað var svona hræðilegt að ég fékk panic kast? Ekki neitt. Við vorum bara að æfar okkur. Jú, rétt er það sálfræðinemar eru svo klárir að þeir geta kallað fram hjá sér og öðrum panic kast hvar og hvenar sem er. Sniðugt ha??

Hvernig fer maður af því? Ýtir maður á dulda takka í undurmeðvitundinni? Eða endurupplifa menn áföll úr æsku? Er kannski notuð dáleiðsla?

Nei, krakkar mínir. Maður bara ofandar þangað til manni liggur við yfirliði. Fólk sem fær panic köst vegna kvíða í sínu daglega lífi heldur yfirleitt að það sé að deyja í hvert skipti sem það fær kast. Þegar sálfræðingur sér til skemmtunar sýnir sjúklingum að hann getur kallað fram hjá sér slíkt kast án þess að verða meint af og lætur sjúklingin gera slíkt hið sama, sér sá sjúki að þetta er ekki bannvænt. Ekki einu sinni hættulegt.

Og þess vegna vorum við að æfa okkur. 14 manns að ofanda á fullu, leitandi að næsta stól áður en líður yfir það. Hlýtur að hafa verið afar fyndið að sjá.........ég sá það ekki þar mér sortnaði svo fyrir augun.

Tilvinun dagsins á Freud, eða Kókaín Siggi eins og ég kýs að kalla hann:

By nature, I am an artist.
By demand, I am a scientist.

Ég og Siggi Kók eigum samleið.


Monday, October 18, 2004

Smáblogg

I killed a rabbit on my way over here. I didn´t hit with my car or anything. I just got out and punched the fucker.

Friday, October 15, 2004

Hvur andskotinn gengur hér í gangi....

Best að blogga ekkert meira um fótbolta í bili. Það leiðir bara til kaldhæðinna athugasemda og úthrópanna. Ég er of viðkvæmur fyrir slíkt.

Þekkti einu sinni mann sem var með áráttu-þráhyggju röskun (eða OCD eins og við köllum það í bransanum). Hans helsta vandamál var "compulsive checking", það er að segja hann, þurfti að alltaf að tékka á öllu áður en hann fór að heiman. Hann þurfti að tékka alla vaska, öll rafmagnstæki, alla ofna og síðast en ekki síst eldavélina. Og honum nægði ekki að tékka einu sinni heldur þurfti að tékka á öllu 5 sinnum og í ákveðinni röð. Ef hann tékkaði óvart í vitlausri röð þurft hann að byrja upp á nýtt. Afleiðing alls þessa er sú að hann komst aldrei út úr húsi nema eftir nokkra klukkutíma af tékki.

Svo ákveður maðurinn að takast á við vandann sinn. Hann lærir kvíðastillandi aðferðir, bæði slökun og æfir sig að stjórna kvíðaaukandi hugsunum, og svo fer hann að prófa sig áfram. Fyrst gleymir hann viljandi að tékka á einu rafmagnstæki, það veldur honu miklum kvíða en honum gengur vel að takast á við það og færir sig upp á skaftið, prófar næst að tékka á öllu 3 sinnum í stað 5 sinnum (fjórum sinnum gekk alls ekki enda slétt tala........). Og svo koll af kolli tékkar hann minna og minna og verður flinkari og flinkari að stjórna kvíðanum. Síðan er komið að síðasta víginu. Að fara út án þess að tékka á eldavélinni. Einn góðan veðurdag tekkst það. Jibbí stór sigur unninn. Og það kviknar í húsinu hans út frá eldavéla hellu.

Boðskapur dagsins: Stundum er öruggast að vera bara geðveikur.

Ekki gleyma að tékka.

Thursday, October 07, 2004

England

Englendingar eru íhaldssöm þjóð. Núna er landsleikjahelgi í fótbolta, þar sem ekkert er leikið í deildum vegna landsleikja. Í enskum fótboltanettsíðum er mikið rifist um hverjir það eru sem eigi að skora mörk fyrir enska landsliðið og hverjir það eru sem eigi að búa þau til.

Einfaldar staðreyndir málsins eru þessar. Sá enski leikmaður sem hefur skorað flest mörk í úrvaldeildinni á þessu ári er Andy Johnson framherji C. Palace (ein 5 kvikindi). Sá leikmaður sem hefur lagt upp flest mörk í ensku úrvalsdeildinni er hinn 19 vetra gamli Wayne Routledge einnig hjá C. Palace (ein 4 kvikindi).

Staðreyndirnar tala sínu máli. Palace menn í lendsliðið!

Ekki gleyma að kaupa K-lykilinn til styrktar geðsjúkum börnum. Þeim veitir ekkert af því....

Wednesday, October 06, 2004

Aki

Uppáhalds fótboltaleikmaðurinn minn leikur að sjálfsögðu með Crystal Palace. Hann heitir því stórkostlega nafni Aki Rihiilahti. Hann er frá Finnlandi og er baráttujaxl á miðjunni. Hann er með heimasíðu sem er Akirihiilahti.com og hann bullar og bullar þar.

Og þá vitiði það.

Á laugardaginn er alþjóða geðheilbrigðisdagurinn. Viðeigandi að ég skuli einmitt vera að verða geðveikur úr álagi vegna skólans einmitt um þessar mundir. Kiwanis mann eru að selja einhvern lykil og rennur ágóði sölunnar til Geðhjálpar og BUGL. Það eiga því allir að kaupa svoleiðis. Ég er einmitt núna í starfsþjálfun á BUGL og það væri fínt ef hér væru til meiri peningar. Mjög fínt.

Þrátt fyrir brjálað álag og yfirvofandi sturlunarástand hef ég hugsað mér að sækja einkasamkvæmi hjá konungi Færeyja á laugardaginn. Hans hátign heldur þá lítið boð til að fagna afmæli John Lennons. Það ætti að verða gaman....

Friday, October 01, 2004

Fyrirsögn

Kennarverkfall dauðans. Ég styð kjarabaráttu kennara. Þeir mega alveg frá betri laun. Ég er hins vegar algjörlega á móti verkfallsframkvæmd kennara.

Verkföll eiga að vera lokaúrræði. Neyðarúrræði. Ekki eitthvað sem er gert í hvert sinn sem menn vilja semja upp á nýtt. Kennarar eru of verkfallsgjörn stétt. Sem gengisfellir verkfallsaðgerðir þeirra.

Einnig er þetta verkfall illa framkvæmt. Sum börn eru ekki í stakk búin til að takast á við þá röskun sem svon verkfall orsakar. Áður en farið er í verkfall á vera BÚIÐ að ganga frá nauðsynlegum undantekningum, eins og fyrir einhverf börn. Rútína og regla skipta einhverf börn ÖLLU máli. Eina meðferðin við einhverfu sem skilar teljandi árangri er meðferð Lovaas sem byggir á hagnýtri atferlisgreiningu og er afar intensíf, meðferð á sér stað 40 klukkustundir á viku, það að þessi börn, sem geta náð gríðarlegum árangri, verði fyrir skaða sem er hugsanlega óbætanlegur vegna þess að einhver undanþágunefnd situr með þumalputtana upp í rössunum á sér er vægast sagt ósanngjarnt. Í raun hneykslanlegt...

Öll börn eiga rétt á menntun. Verkfallið er að brjóta þau grundvallarmannréttindi allra barna að fá árangursríka kennslu. Þau eru þriðji aðili sem verða útundan í deilu sem í raun kemur þeim ekkert við. Bæði sveitarfélögin og kennara eiga að bera hag barnanna fyrir brjósti. Þetta verkfall bendir þó til þess að svo sé alls ekki.

Að auki settu kennarar sig upp á móti því að fyrirtæki og aðrir skipuleggji barnapössun. Sumir kalla það jafnvel verkfallsbrot. Hér eru kennarar enn og aftur að gengisfella sig sjálfir. Kennarar eru ekki barnapassarar!! Þeirra hlutverk er annað og mikilvægara, þeir eiga að sjá til þess að börn læri og taki framförum......afar mikilvægt og þarft starf.

Ég er því svekktur út í báða samningaaðila fyrir þetta verkfall. Það bitnar mest á þeim sem minnst mega við því.

Ég vil þó enda eins og ég byrjaði: Ég styð kjarabaráttu grunnskólakennara. Ég styð þó alls ekki þær aðferðir sem þeir nota í barátunni. Hvaða aðferðir á að nota? Allt annað en verkfall....

Hvernig væri til dæmis að hafa í höndunum gögn sem sýndu fram á auknar framfarir hjá börnum sem hljóta kennslu hjá kennaramenntuðum grunnskólakennara samanborið við ómenntaðan leiðbeinanda??

Síkt mundi ég telja áhrifameiri og ódýrara kjarabaráttuaðferð......

This page is powered by Blogger. Isn't yours?