<$BlogRSDURL$>
[ Gestabók ]
bók fyrir gesti

Thursday, November 30, 2006

Feðraorlof

Í dag er síðasti vinnudagurinn mins fyrir orlofið mikla. Ég hélt að yrði að tryllast úr tilhlökkun en raunin er önnur. Þetta er bara einhverskonar doði. 6 mánuðir heima. Maður áttar sig bara ekkert á þessu ennþá. Trúi þessu eiginlega ekki. Sama ástæða og ég er ekki hræddur í flugvélum. Í raun og veru trúi ég því ekki að þær geti flogið og enn síður að ég sé á flugi, þannig að það meikar ekkert sens að vera hræddur.

Á morgun ætla ég taka til. Þá eru 5 mánuðir og 29 dagar eftir.

Kannski spilar inn í þennan doða að vinnan er búin að vera allsvakaleg síðustu dagana. Maður er hreinlega búinn að streða baki brotnu til að ganga frá öllum lausum endum og geta farið sæmilega samvikusbitslaus í langt og gott orlof. Ég er þó það ómissandi að ég mun sinna einu verkefni áfram í orlofinu. Enda er ég verkefnisstjóri þekkingarstöðvar um málefni fatlaðra barna og sú skúta stýrir sér sko ekki sjálf. Eða, svona. Reyndar myndi hún örugglega gera það. En best að taka ekki sénsinn á því. Aðallega sjálfsmyndar minnar vegna.

Ég hef stundum haft á orð á því að Belle and Sebastian sé leiðinleg hljómsveit og gerði það aftur nú nýlega. Ég vill skýra mál mitt. Belle and Sebastian er tónlist sem samsvarar tómatsósu sem matvælum. Fínasta meðlæti en ef það er aðalrétturinn torgar maður ekki nema oggulitlu í einu. Og ef maður reynir að borða meira en hefðbundinn meðlætisskammt þá gubbar maður.

Bob Dylan, til aðgreiningar, samsvarar soðinni ýsu með rúgbrauði og kartöflum. Kjarngóður, hollur og besti matur í heimi, sé maður í skapi fyrir hann.

Leoncie, í sömu samlíkingu, er augljóslega djúpsteiktur banani. Sérstök, sennilega óholl en afar næringarrík á sinn hátt.

Wednesday, November 29, 2006

Geðlæknar

Geðlæknir: We don´t make a lot of friends in my business.
Hinn gaurinn: Oh, I see. Professional detachment and all that..
Geðlæknir: No…..we just don´t have the knack.

Þetta er útdráttur úr viðtali við uppáhalds bókmenntakarakterinn min, Gag Halfrunt. Fyrir ykkur sem ekki eruð úbernörd þá er Gag Halfrunt karakter úr Hitchikers guide to the galaxy. Hann er nánar tiltekið geðlæknir Zaphod Beebelbrox, forseta alheimsins. Alltaf þegar Zaphod gerir eitthvað flippað þá taka fjölmiðlar viðtal við Gag og hans skýring er alltaf þessi: Vell, Zaphod iz juzt zis guy, you know.

Reyndar titlar Gag Halfrunt sig “private brain care specialist” en ég hef barist fyrir þessum titli sjálfur, með engum árangri.

Geðlæknum og sálfræðingum er oft ruglað saman. Á ensku er það enn auðveldara enda psychiatry og psychology afar lík orð. Stundum sér maður meira að segja talað um hluti eins og abnormal psychiatry eða reverse psychiatry. Sem er bara fyndið ef maður þekkir þessi hugtök. Abnormal psychiatry er sennilega lýsing á geðlækni sem hagar sér undarlega við störf sín. Reverse psychiatry er sennilega geðsjúklingur að sprauta geðlækni með geðlyfjum.

Sálfræðingar vinna á mun breiðara sviði. Við höfum áhuga á og rannsökum klikkaða og heilbrigða, börn og fullorðna, dýr og menn, þroska, hugsun, hegðun, samskipti og geðraskanir. Geðlæknar eru fyrst og fremst læknar. Þeir hafa bara áhuga á greiningu og meðhöndlun geðsjúkdóma. Það hafa sálfræðingar líka, en ekki bara.

Í praxís er munurinn á því að leita til sálfræðings og geðlæknis með geðrænan vanda sá að læknirinn má gefa lyf en það má fræðingurinn ekki.

Mér finnst brandarar um geðlækna fyndnir eins og sá sem er í upphafi þessa bloggs. It´s funny cause it´s true. Geðlæknar eru lúðar og það er gaman að gera grín af þeim. Það er líka ekki séns að þeir hafi húmor fyrir sjálfum sér, enda vandir að virðingu sinni.

Mín reynsla af geðlæknum er þessi: Þegar sálfræðingur í kjölfar ítarlegrar greiningar kemst að þeirri niðurstöðu að ástæða sé til að meta hvort lyfjameðferð sé viðeigandi hringir hann í geðlækninn. Geðlæknirnn skrifar svo lyfseðilinn, alvarlegur á svipinn. Það er basically það sem þeir gera. Skrifa lyfseðla eftir pöntunum sálfræðinga og eru alvarlegir á svipinn. Það er líka mjög mikilvægt starf.

Nei, nei, Láttu ekki svona. Ég þekki marga úrvalsgeðlækna. Eða a.m.k. svona tvo.

Tuesday, November 14, 2006

Hljómsveitir

Frá því að ég var fimm ára og við Róbert stofnuðum blokkflautu og Macintoshdollu dúetinn Og svo sveiflast frænkan hef ég alltaf verið í hljómsveit. Oft fleiri en einni og fleiri en tveimur á sama tíma.

Sá myndina Rockstar um helgina og einhverja hluta vegna rifjuðust upp nokkrar spaugilegar hljómsveitarsögur. Blogg Jóns Knúts um Kúpuna jók enn á minningaflóðið.

Útúrdúr: Ég komst að því að við sonur minn höfum sennilega svipaðan húmor. Hann sat í fanginu á mér og horfði stjarfur á Rockstar með pabba sínum. Alveg þögull og einbeittur. Svo kom atriði þar sem aðalsöguhetjan dettur niður stiga sem er hluti af sviðsmynd og endar í hrúgu á gólfinu. Haldiði að litla kvikindið tæplega 4 mánaða gamall hafi ekki hlegið af þessu! Hehe, sagði hann og brosti allan hringinn. Það er nefnilega ekkert fyndnara en einhver sem dettur. Við erum sammála þarna feðgarnir.

Anyways, allar þessar hljómsveitir. Ég hef verið í djazz, popp, þjóðlaga, rapp og rokk hljómsveitum. Ýmist sem trommu, bassa eða gítarspilari. Sumar af þessum hljómsveitum komu aldrei opinberlega fram. Sumar hafa spilað nokkuð reglulega í fjölda ára. Sumar gefið út kassettur og geisladiska, eða einstök lög. Ein var alltaf í sjónvarpinu. Fjölbreytt en samt ekki. Yfirleitt verið nokkuð svipaður mannskapur í þessum hljómsveitum.

Einu sinni var ég í hljómsveit þar sem bassaleikari nokkur hætti fjórum sinnum á sömu æfingunni. Ef ég man rétt var þetta líka fyrsta æfingin hans, eftir að fyrri bassaleikari var rekinn. Í fjórða skiptið sem hann hætti kom hann ekki aftur. Hann var lélegur á bassa og kunni svona svakalega illa við að vera leiðréttur af meðspilurum sínum þegar hann gerði mistök. Hætti nánast í hvert skipti sem það gerðist.

Talandi um að reka og ráða. Á tímabili voru menn allir í þessu. Einn rekinn í dag og annar á morgun. Maður vissi aldrei hver var í hljómsveitinni sinni. Stundum tóku tveir meðlimir sig meira að segja til og ráku hvorn annan. Þvílíkt fjör! Good times. Einu sinni var nýr meðlimur ráðinn og rekinn eitt og sama kvöldið án þess að nóta væri sleginn, ekki á hljómsveitaræfingunni heldur bara á kvöldvöku í Neskóla.

Í einni hljómsveitinni samanstóð lagalistinn einfaldlega af öllum þeim lögum sem gítarleikarinn kunni. Þegar hann lærði nýtt lag bættist það sjálfkrafa inn á lagalista hljómsveitarinnar. Eitt lag, sem hann kunni ekki, spilaði ég á gítar. Það fannst honum fúllt. Í hvert sinn sem það slitnaði strengur á gítarnum var það mér að kenna því ég spilaði að hans mati ekki af nægilegri nærgætni.

Ein hljómsveitin var afar vinsæl í nágrannasveitarfélögum Norðfjarðar, sérstaklega meðal unglingsstúlkna og gekk bandið undir viðurnefninu Fallega hljómsveitin. Við þóttum varla meðalmenn meðal stúlknanna á Nesk en það vissu þær ekki þarna í kring og ljóminn sem stafaði af strákum sem kunnu að spila Guns ´n´ roses klárlega ómótstæðilegur. Einu sinni á balli, þar sem stúlkurnar slógust um alla hluti sem hljómsveitarmeðlimir höfðu snert eða horft á lengur en 10 sekúndur, hennti bassaleikari sveitarinnar skóreimum sínum út í áhorfendaskaran. Við það brutust úr slagsmál. Nokkrum árum seinna var umræddur bassaleikari staddur í partýi í þessum bæ og tók þá eftir því að skóreimar héngu á vegg í húsnæði stúlkunnar sem hélt partýið. Hún hafði þá unnið slaginn og skóreimarnar hlotið heiðursess og skreytt vegg hennar í mörg ár.

Underlagasta hljómsveit sem ég var í var þó sú sem var í sjónvarpinu. Í heilt sumar fékk ég ókeypis bjór, því bjórfyrirtæki styrkti þáttagerðina. Við áttum að helst alltaf að vera fullir og að sýna þeim sem á horfðu að við vorum fullir vegna drykkju á tiltekinni bjórtegund. Einnig fékk ég frítt að borða á Hard Rock þetta sumar. Eins og ég gat í mig látið af öllu saman. Sem reyndist vera talsvert. Við fengum að fara framfirir í röðum á skemmtistöðum. Sundlaugar voru opnaðar sérstaklega fyrir okkur. Einu sinni var lokun á skemmtistað frestað vegna þess að við mættum á svæðið. Í þrjá mánuði vorum við VIP. Fengum samt aldrei útborgað frá helvítis sjónavarpsstöðinni. Gátum sjálfum okkur um kennt. Gerðum heimskulega samninga sem voru hriplekir. Og enginn peningur lak til okkar. En það var oft helvíti gaman.

Síðasta ballið sem sú hljómsveit spilaða á var í menntaskóla á Akranesi. Á því balli var söngvarinn fluttur á spítala eftir bara örfá lög. Í miðju Psycho killer byrjaði hann að haga sér undarlega. Hallaði til hægri og ráfaði reikulum skrefum í sömu átt. Ég man að mér fannst þetta bara fjandi kúl sviðsframkoma hjá honum. Svo kom hann að drasli á sviðinu, hátölurum eða einhverju, og labbaði bara á það. Hann hélt áfram að reyna að labba þó svo að draslið væri augljóslega fyrir honum. Þarna var hegðun hans orðin svo undarleg og líkamsstaðan svo skökk og skrumskæld að mig grunaði að það væri eitthvað að. Svo hneig kappinn niður og fékk einhverskonar flog eða krampa. Lá á sviðinu í dágóða stund og hristist og skalf með augun hvít og slef á hökunni. Það sem ég mundi úr skyndihjálp var að halda ekki fólki með krampa, bara passa að þau ræku ekki hausinn í. Ég gerði það. Söngvarinn missti svo meðvitund og var fluttur á spítala. Hljómsveitin fylgdi honum á spítalann, þar vaknaði söngvarinn og vissi ekki hvar hann var né hvað við vorum að gera þar, sem benti til þess að andlegt ástand væri eðlilegt þar sem hann var oftast ekki viss um þessa hluti. Restin af hljómsveitinni fór aftur á ballið og kláraði það með stæl. Hver þarf söngvara?

Í kjölfarið fóru náttúrulega dópsögur af stað. Hann átti að hafa óverdósað á sviðinu og ég veit ekki hvað og hvað. Ég veit reyndar fyrir víst að hann var bláedrú þetta kvöld eins og allir meðlimir hljómsveitarinnar. Hafði að vísu verið slappur og drukkið mikið af orkudrykkjum til að reyna að gíra sig upp fyrir ball.

Endalaust margar svona sögur til. Hver veit nema maður rifji upp fleiri við tækifæri. Það er gaman að vera í hljómsveit.

Friday, November 03, 2006

Blandali

What's the difference between a psychologist and a magician?
A psychologist pulls habits out of rats

This page is powered by Blogger. Isn't yours?