<$BlogRSDURL$>
[ Gestabók ]
bók fyrir gesti

Monday, May 19, 2008

Bíli

Ég er kominn austur. Búinn að vera hér í rúmar 3 vikur, reyndar með einni 4 daga ferð suður. Er að koma mér fyrir í vinnunni og það gengur vel. Lýst vel á þetta. Er mikið á ferðinni og hef verið að kynnast nýja bílnum mínum afar náið. Fíni bíli, stóri bíli, pabba bíli, eins og sonur minn myndi orða það. Hann er með æði fyrir bíli. Bíli hitt og bíli þetta.

Guðný og Einar Smári eru enn fyrir sunnan. Ég fer suður á fimmtudaginn, við hendum búslóðinni í gám og svo verður keyrt aftur austur á föstudaginn, þá verð ég með Guðnýu og Einar með mér. Þá verðum við óffissjalí flutt. Um helgina verður okkur hleypt inní húsið sem við erum að kaupa til að hefja framkvæmdir. Rífa niður veggi, mála, nýtt gólf hér og þar, nýtt eldhús, gjaldþrot, plötur á veggi, teppi, og meira skemmtilegt tilheyrandi. Það verður gaman þegar það er búið. Einar Sveinn og Madda, tengdaforeldrar mínir, ætla að koma með okkur austur og vera hjá okkur í júní, sem barnapíur og vinnuafl. Það verður auðvitað bara snilld.

Allir sögðu við mig að það yrðu viðbrigði fyrir mig að koma aftur til Nesk. Að ég væri ekki að flytja í sama bæ og ég flutti úr. Það er auðvitað bara þvæla. Í aðalatriðum er þetta sami bær, með mikið til sama fólkinu og sömu stemningunni. Finnst mér allavega. Þetta eru engin viðbrigði fyrir mig. Eins og að fara í gömul uppáhaldsföt sem bara passa. Kannski vegna þess að ég bý ennþá hjá pabba og mömmu. Viðbrigðin verða kannski mest við því að búa allt í einu í meira en 52 fermetrum. En ætli ég jafni mig ekki á því.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?