<$BlogRSDURL$>
[ Gestabók ]
bók fyrir gesti

Wednesday, March 31, 2004

Rokk

Ég sá myndband áðan með The Darkness í sjónvarpinu og það var æðislegt. Svona á rokk að vera, Les Paul og Thunderbird gítarar, spandex gallar, sítt hár, fullt af gítarsólóum, ruslatunnuendir og ég veit ekki hvað og hvað.......dásamlegt. Þeir voru beðnir um að spila á næstu Glastonbury-hátíð.....þeir sögðu jájá við spilum en það kostar ykkur milljón pund.....hahaha!! það er rokk!

Ég elska rokk. Ég er að hugsa um að heiðra The Darkness með því að gera snilldarsmellin þeirra "i belive in a thing called love" að hringitón í nýja sony-ericson pólófóníska gemsanum mínum. Þess má geta að nýji gemsinn minn inniheldur myndavél. Það er að vísu lélegasta myndavél sem ég hef komið nálægt. Það skiptir engu máli hvert myndefnið er niðurstaðan er alltaf marglit ólöguleg klessa, sem er ekki nógu gott.......en allt í lagi ég var hvort eð er að kaupa mér síma en ekki myndavél...

Nýji bíllinn er einnig að reynast okkur Guðnýju afar vel.......hann hefur undartekningalaust komið okkur frá A til B og hann eyðir ekki meira bensíni en meðalstór saumavél. Draumakerra.

Það hefur þó ekki enn náðst samkomulag um nafngift á faraskjótann........konur vilja náttúrulega dúlluleg nöfn eins og Trítill eða Nissi eða eitthvað slíkt, ekki að ræða það......ég hef hallast frekar að Lúsífer eða Stalín kanski..........tillögur eru vel þegnar.....

Wednesday, March 24, 2004

Ha nebbla ha

Það er nefnilega það.

Trýtilbuxi er orðin bloggóður og hefur auk þess að lita síðuna sína eiturgræna skorað á mig að kveðast á við sig. Ég mæli með að fólk skoði grænu síðuna hans og jafnramt ljóðlistina sem hann fremur þar. Henni svara ég svona:

Að berja bumbur er afar gaman
og best er að lemja fast og lengi
Trommuspil er þó tilþrifamest
þegar ´buxi plokkar með bassastrengi

Takið eftir að ekki er einungis stuðst við endarím í 2 og 4 línu heldur einnig stuðla og höfuðstafi sem gefur kvæðinu ákveðin rytma. Einnig er atkvæðafjöldi nánast sá sama á millri allra lína sem tryggir óþvingaðan hljómblæ....stórfenglegt......ég er viss um að margt stórskáldið dauðskammast sín þegar það les svona snilld. Ég ímynda mér líka að allir fyrrverandi íslensku kennarar mínir klökkni af gleði þegar ef þeir berja þetta augum.

Til að halda kveðskapnum gangandi skora ég á Burra Sólheim.......hef mikla trú á honum í þessu.

Einhverja hluta vegna hafa fest í minni mínu nokkrar skemmtilegar vísur sem einhverjir aðrir en ég hafa samið, ein af mínum uppáhalds er þessi:

Að tala hátt er heimskra rök
hæst í tómu glymur.
Oft er viss í sinni sök
sá sem ekkert skilur.

helv...góð. Svo er önnur sem ég vil tileinka öllum málfræðipervertum sem leiðrétta mann þegar maður tala virlaust. Hafiði þetta!!

Nonni littli datt í dý
og meiddi sig í fótnum.
Hann varð aldrei uppfrá því
jafngóður í fótnum.

hahahaha! Bara málfræðipervertar meiða sig í "fætinum".

Friday, March 19, 2004

Sumarjobb


hlutirnir gerast hratt um þessar mundir. Fyrr í vikunni keypti ég bíl og í dag var ég að ráða mig í sumarvinnu. Ég hafði ákveðið að vinna ekki í banka næsta sumar þar sem ég er kominn með leið á því og helst vildi ég fá vinnu sem tengdist eitthvað sálfræðinni. Það tókst heldur betur, ég verð starfsmaður við deild 12 á Kleppi í sumar. Það er mótttökudeild fyrir schizophreniu sjúklinga......aðallega þá sem eru að relapsa eða leggjast inn aftur........verður líka í fyrsta skipti sem ég vinn á vöktum......

Á mánudaginn er ég að fara í greiningarviðtal inn á BUGL......það á ekki að fara að greina mig, enda er ég ímynd fullkominnar geðhilbrigði, heldu verð ég hinum megin við borðið............það gæti orðið mjög spennandi......vonandi að ég lendi á athyglisverðu "casei"...

Ég er löngu hættur að hugsa um fólk sem manneskjur eða einstaklinga....ég hugsa bara um fólk sem "case", samansafn af geðrænum einkennum og mögulega skjólstæðinga.....

Ráð dagsins: Aldrei stinga neinu í eyrun á ykkur.


Tuesday, March 16, 2004

Varúð

Ég er orðinn stoltur bifreiðareigandi. Eitt stykki vínrauður Nissan Micra GX 1,3 ´96 módel situr í hlaðinu og ég skulda bankanum mikinn pening.....

VEI!!

Og hvað varðar getraun dagsins þá gladdi það mig að einlægur aðdáandi hafði tekið nekt minni síðasta sumar. Jú bossinn kom í einum Gleðisveitarþætti, en aðeins einum þætti. Í þeim þætti sýndu allir Gleðisveitarmeðlimir botna sína og meira var af brjóstum í þeim þætti en öllum hinum......

Spurning dagsins númer 2: Hvar var ballið sem umræddur þáttur fjallaði um?

a. Njálsbúð
b. Sjallanum Akureyri
c. Sjallanum Ísafirði

Djöfull held ég að fólk verði fljótt þreitt á Gleðisveitarspurningakeppni........það verður meiri fjölbreyttni síðar.....ég lofa
Bíll

Ég er nú að brasa í því að kaupa mér bíl. Vonandi gengur það í gegn í dag.........................þá getur strætó bara átt sig.....

Annars er það að frétta að Búálfar tóku upp lag í stúdíó um helgina.......það heppnaðist hreint ágætlega og um fínasta lag að ræða......þar er kafli sem sungin er á tungumáli Búalfa og kom mjög skemmtilega út...

Spurning dagsins er þessi: Hef ég sýnt á mér rassinn í sjónvarpi??

Thursday, March 11, 2004

Ammæli

Ég vil nota tækifærið og óska sjálfum mér til hamingju með afmælið. Orðinn 24 ára. Þetta gat ég.

nú skal bökuð skúffukaka og skreytt með smarties.

ahhhhhh.....hið ljúfa líf.


Tuesday, March 09, 2004

Nýji Elvis

Ég verð að deila þeim gleðifréttum með heiminum að fyrsta plata William Hung er væntanleg 6.apríl næstkomandi. Þetta er snillingurinn sem söng Ricky Martin slagarann "She bangs" svo undursamlega í forkeppni American Idol. Eðalsöngvari og dansinn óborganlegur. Dómararnir voru þó ekki par hrifnir að meistaranum og var hann rekinn úr keppni. Nú hefur hann fengið plötusamning og er að leggja lokahönd á meistarverkið sem heitir "The Real Idol" og mun m.a. innihalda "She Bangs", "Shake your Bon Bon" og "Rocket man". Á disknum verður líka 40mín DVD þáttur, behind the scenes.........ég get ekki beðið!!

Ég verð að enda á minni uppáhaldstilvitnun í meistara Hung sem jafnframt verða spakmæli dagsins: I have no professional training in singing.....
Bloggleti

Ekkert hef ég bloggað í ca. viku. Bæti úr því hér með. Búálfar léku á austfirðingaballi á Players síðasta föstudag og það var gaman. Ég hitti fólk. Mér skildist á þeim að þeim þætti líka gaman. Gott.

Nú er komið upp ósætti innan Sugababes..........mér er alveg sama...

Sá mynd um helgina sem heitir Novocaine og fjallar um tannlækni sem lendir í hremmingum. Skemmtileg mynd. Tannlæknar eru fyrir mér afar skrítið fólk. Ég ætla að verða sálfræðingur. Ég verð sérfræðingur í mannlegu atferli og hugarstarfi. Það er í sjálfu sér áhugavert. En tennur, eru þær í sjálfu sér atyglisverðar? Held ekki. Það þarf því að koma eitthvað meira til........einhver dýpri skilningur á notagildi og nauðsyn tannana......það þarf að finna eitthvað spennandi við tennur.......þetta virðist tannlæknum takast ágætlega.

Eins og Yoda myndi segja: Ofar mínum skilningi það er.

Wednesday, March 03, 2004

Jæja

Á föstudaginn munu Búálfarnir, Súellen og Dúkkulísurnar leika á Players fyrir djammþyrsta austfirðinga. Það held ég að verði mjög gaman. Í fyrra var algjör snilld sem þýðir þegar tekið er mark á tölfræðilegum fyrirbærum eins og aðhvarfi að meðtaltali að það verður ekki alveg jafn gaman núna. Samt örugglega mjög gaman. Ég myndi hvetja fólk til að mæta en veit að þess þarf ekki. Í fyrra komust færri að en vildu.

Svo vantar mig vinnu í sumar. Helvítis leiðindi að þurfa að vinna á sumrin. Maður vill helst fá að gera eitthvað skemmtilegt sem tengist sálfræðináminu og bíður upp á mannsæmandi laun (þó ekki of mannsæmandi því þá skerðast námslánin)........auglýsi hér með starfskrafta mína.....á bloggsíðu.......dapurlegt.

Af hverju má maður ekki bara fá mánuð í sumarfrí og byrja svo aftur í skólanum og útskrifast aðeins fyrr......hvernig væri það nú?? Ég skal hætta að grenja.

megið þið öll ná stigi eigin vanhæfni.

Tuesday, March 02, 2004

Ný mynd


Enn tek ég framförum í viðskiptum við tækninýjungar. Það heitasti í dag eru tvímælalaust svona myndir. Því hef ég sett inn mynd af strák að spila á trommur. Ég spila líka á trommur. Þið sjáið tenginguna.

Í raun er ég ekki að fatta upp á þessu sjálfur heldur er gott fólk á bak við mig sem kennir mér að umgangast nýjustu tækni með svo skilvirkum hætti. Sérstakar þakkir fær Guðný.

Nú hef ég verið beðin um að skrifa pistla í merkilegt rit sem heitir Austurglugginn. Það er erfitt. Spakmæli dagsins á ritstjóri þess ágæta blaðs: Það er erfitt að pissa þegar manni er ekki mál.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?