<$BlogRSDURL$>
[ Gestabók ]
bók fyrir gesti

Tuesday, February 20, 2007

Blóðnasaveiki


E
Ef einhver hefur haft miklar áhyggjur af mér eftir síðasta blogg þá var það nú óþarfi. Föstudagskvöldið mitt var ljómandi skemmtilegt, ég kíkti í heimsókn til Hlynsa B. og við héldum tveggja manna partí og drukkum bjór og rifjuðum upp gamlar rokksögur. Hlustuðum á gömul lög eftir sjálfa okkur og lásum texta sem við sömdum einhvern tímann. Skemmtum okkur rosa vel. Fórum svo í bæinn og urðum stórundarlegir í háttum sökum örvunar á GABA viðtökum og hömlunar á glutamate viðtökum í taugamótum í heila okkar. Rosa gaman bara.

Nokkuð sáttur bara við Eika Hauks í Eurovision. Fyrsta eiginhandaráritun sem ég fékk á lífsleiðinni var hjá Eika Hauks. Hann á að vísu ekki eftir að gera neina merkilega hluti þarna úti í Helsinki en hann er rokkari og svo hef ég vissa samúð með rauðhærðum.

Spurning um að skella sér á Queen show sveitunga minna næstu helgi. Veit það ekki.

Britney bara orðinn sköllótt. Klámráðstefna bara á leiðinni. Anna Nicole bara dauð. Eru ekki allir í stuði?

Thursday, February 15, 2007

Mál með vexti

Síðustu helgi var barnið í pössun yfir nótt í fyrsta sinn og stóð til að nota tækifærið og hafa fjör. Það fór þannig fram að ég drakk 3 bjóra og var sofnaður uppúr miðnætti. Vú fokking hú!

Mér til málsbóta þá hafði ég verið að kenna uppeldisnámskeið allan seinnipartinn og þurfti að halda áfram að kenna það kl 13:00 daginn eftir. Ég meikaði ekki að gera það þunnur.

Á morgun er konan mín að fara í partý (eins og allt eðlilegt ungt fólk á föstudögum...) og elskuleg systir mín hefur boðist til að passa barnið yfir nótt. Það hvarlar að mér að gaman væri að reyna að toppa óstjórnlegt fjör síðustu helgar, jafnvel drekka fjórða bjórinn og vaka til 1:00. En mér er hvergi boðið í partý. Einu sinni var það algjör undantekning ef manni var ekki boðið einhversstaðar í partý um hverja helgi. Oft mörg og maður þurfti að velja og hafna. Tímarnir hafa mikið breyst.

Er einhver þarna úti sem vill show me a good time? Ég er ekki að grínast.

Mikið er þetta dapurlegt blogg. Ó, mig auman.

Monday, February 12, 2007

Hvalir og kvalir

Ég man ekki hvort ég hef bloggað um þetta áður. Ef ekki þá er kominn tími til, ef ég hef áður nefnt þetta þá þolir sagan endurtekningu. Held ég.

Einu sinni í páskafríi. Nokkur ár síðan. Ég og tveir félagar mínir erum að velta fyrir okkur hvernig fara skuli með laugardagskvöld við Norðfjörð. Við fréttum af partýi hjá fólki sem við þekkjum ekkert sérlega vel. Við nennum varla en ákveðum þó að reka þar inn nebbana. Engu svosem að tapa. Partýið er í rólegri kantinum og leiðist okkur framan af. Einhverjir partýgestir eru þó svo skynsamir að þeir gefa okkur áfengi að drekka. Ekki mikið en nóg til að hressa okkur svolítið við. Við komumst á bragðið og ákveðum að fara á barinn til að drekka meira. Einn okkar er svangur og fer inn í eldhús, ræðst á ísskápinn og fyrr en varir er tilbúinn omeletta. Omelettunni er troðið í pappaglas merkt Pepsi og á leiðinni niður á bar nörtum við í hana. Okkur finnst omeletta í pappaglasi vera brilliant lausn.

Á barnum eru fáir. Við drekkum.

Barnum er að loka og ekkert að gera annað en að drekka heim. Ég meina labba heim.

Þegar við göngum framhjá bæjarbryggjunni spyr einn félaginn hina hvort við höfum séð hvalina sem eru á bæjarbryggjunni. Við höfðum ekki séð þá en færumst allir í aukana og heimtum að krókur verðir tekinn á leiðinni og hvalhræin skoðuð. Á bryggjunni eru tvær dauðar hnýsur. Hnýsur eru litlir hvalir, á stærð við væna höfrunga kannski.

Einn okkar fær hugmynd. Við náum í reipi sem við finnum á bryggjunni og flækjum það utan um annan hvalinn. Einn tosar í reipið hinir tveir íta hvalnum. Við hlæjum og hlæjum og hlæjum. Við skiptumst á að toga og íta. Eftir heillangt vesen og brölt er hvalurinn kominn upp á götu. Á aðalgötu bæjarins mitt á milli apóteksins gamla og Steinsins liggur hvalur og gleðin skín af stoltum, dómgreindarskertum fylliröftum. Við liggjum í leini og erum nær dauða en lífi af hlátri þegar bílar sveigja framhjá hvalhræinu, svipur bílstjóranna óborganlegur.

Það fer að rigna eins og hellt sé úr fötu og við ákveðum að labba heim.

Eftir smáspöl sjáum við löggubílinn. Hann er klárlega á leiðinni að okkur. Þeir skrúfa niður rúðuna og spyrja, orðrétt: Hvar funduð þið hvalinn strákar? Við þykjumst ekkert vita. Hval? Nei, við höfum ekki rekist á nein sjávarspendýr í allt kvöld! Við hlægjum og hlægjum og hlægjum. Löggan sér brátt að við erum ekki viðræðuhæfir og nennir greinilega ekki að gera mál úr þessu frekar en við.

Sú upplifun að vakna þunnur, með slorlykt dauðans í nösunum og grútdrullug, slorug og rennandi blaut föt á gólfinu er slæmt. Að þurfa að útskýra málið fyrir mömmu sinni er verra.


Tuesday, February 06, 2007

Rúsínur

Ég vakti fram á nótt á sunnudagskvöldið og horfði á Super Bowl leikinn. Það voru mistök. Hvað um það, Prince var í stuði í hálfleiknum með gólftusku á hausnum. Fyndið þegar leikurinn var búinn og verðlaunaafhending fór fram þá var eiganda sigurliðsins afhentur verðlaunbikarinn. Ekki fyrirliðinn eða þjálfarinn, neibb, eigandinn. Milli í jakkafötum. Við það tækifæri hélt hann ræðu. Hann minntist fórnarlamba Katrinu fellibyls og þakkaðu almættinu sigurinn. Spanderaði ekki einu orði á liðið sitt eða þjálfarann sem höfðu unnið þrekvirkið. Gott hjá honum.

Tók þátt í stofnun félagasamtaka um daginn. Félagið heitir Res Extensa og fjallar um hug, heila og hátterni. Á að stuðla að umræðum, viðburðum og samstörfum meðal fólks sem fæst við þessi fræðasvið. Það kemur til með að halda úti vefriti og var ég settur í ritstjórn þess. Veit ekki hvort það er til bráðabirgða eða frambúðar. Skal láta alla vita þegar vefsvæðið er komið í gagnið, ég veit þið bíðið öll spennt.

Einnig: ég skal gefa hverjum þeim sem ekki er sálfræðimenntaður en veit til hvers nafn félagsins (Res Extensa) vísar, rúsínu í verðlaun. Bara aumingjar nota google.

Það er búið að kría út pössun fyrir afkvæmið yfir heila nótt næstu helgi. Nú standa yfir viðræður hjá okkur foreldrum hans hvort nýta eigi tækifærið til öldrykkju og fjörs, eða til þess að ná 12 klukkustunda heilum, órofnum svefni. Lýsir vel raunveruleika hins nýbakaða foreldris, djamm og svefn eru oft af skornum skammti. Hvað segið þið, svefn eða fjör?

Ég er hættur að borða nammi nema á laugardögum og borða bara rúsínur í staðinn. Borðaði kassa af rúsínum á fyrstu þremur dögunum eftir að nammibindindið hófst. Það var áhugaverð meltingarfræðileg tilraun. Hef líka stórminnkað gosdrykkju. Það er heilsuátak í gangi. Hef líka aldrei verið jafn duglegur ða hreyfa mig. Svitna eins og svín á hverjum degi, eða nánast. Samt léttist ég ekkert. Hlýt bara að vera að bæta á mig svona gríðarlegum vöðvamassa. Eða þá að líkami minn fylgi ekki þeim lögmálum sem heilsuspekingar predika. Mig hefur oft grunað að svo sé.

Þetta er orðið alveg ágætt.

Rúsínur

Ég vakti fram á nótt á sunnudagskvöldið og horfði á Super Bowl leikinn. Það voru mistök. Hvað um það, Prince var í stuði í hálfleiknum með gólftusku á hausnum. Fyndið þegar leikurinn var búinn og verðlaunaafhending fór fram þá var eiganda sigurliðsins afhentur verðlaunbikarinn. Ekki fyrirliðinn eða þjálfarinn, neibb, eigandinn. Milli í jakkafötum. Við það tækifæri hélt hann ræðu. Hann minntist fórnarlamba Katrinu fellibyls og þakkaðu almættinu sigurinn. Spanderaði ekki einu orði á liðið sitt eða þjálfarann sem höfðu unnið þrekvirkið. Gott hjá honum.

Tók þátt í stofnun félagasamtaka um daginn. Félagið heitir Res Extensa og fjallar um hug, heila og hátterni. Á að stuðla að umræðum, viðburðum og samstörfum meðal fólks sem fæst við þessi fræðasvið. Það kemur til með að halda úti vefriti og var ég settur í ritstjórn þess. Veit ekki hvort það er til bráðabirgða eða frambúðar. Skal láta alla vita þegar vefsvæðið er komið í gagnið, ég veit þið bíðið öll spennt.

Einnig: ég skal gefa hverjum þeim sem ekki er sálfræðimenntaður en veit til hvers nafn félagsins (Res Extensa) vísar, rúsínu í verðlaun. Bara aumingjar nota google.

Það er búið að kría út pössun fyrir afkvæmið yfir heila nótt næstu helgi. Nú standa yfir viðræður hjá okkur foreldrum hans hvort nýta eigi tækifærið til öldrykkju og fjörs, eða til þess að ná 12 klukkustunda heilum, órofnum svefni. Lýsir vel raunveruleika hins nýbakaða foreldris, djamm og svefn eru oft af skornum skammti. Hvað segið þið, svefn eða fjör?

Ég er hættur að borða nammi nema á laugardögum og borða bara rúsínur í staðinn. Borðaði kassa af rúsínum á fyrstu þremur dögunum eftir að nammibindindið hófst. Það var áhugaverð meltingarfræðileg tilraun. Hef líka stórminnkað gosdrykkju. Það er heilsuátak í gangi. Hef líka aldrei verið jafn duglegur ða hreyfa mig. Svitna eins og svín á hverjum degi, eða nánast. Samt lættist ég ekkert. Hlýt bara að vera að bæta á mig svona gríðarlegum vöðvamassa. Eða þá að líkami minn fylgi ekki þeim lögmálum sem heilsuspekingar predika. Mig hefur oft grunað að svo sé.

Þetta er orðið alveg ágætt.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?