<$BlogRSDURL$>
[ Gestabók ]
bók fyrir gesti

Monday, May 09, 2005

Útvarspviðtal

Þ
að var viðtal við mig áðan á Talstöðinni, fm90.9, um Douglas Adams, bækurnar hans og nýútkomna Hitchikers guide.... bíómynd. Ákveðinn maður út í bæ sem ég nefni ekki á nafn en fyrsti stafurinn í nafninu hans er Hlynur Benendiktsson, benti þeim á talstöðinni á mig sem sérfræðing í þessum málefnum. Tja, ef ég er sérfræðingur í einhverju þá er það sennilega þetta.

Ég vildi bara láta ykkur vita að þar sem ég er núna frægur sérfræðingur sem er mikið í viðtölum og svoleiðis, þá ætla ég að fá mér nýja og fallegri vini sem hæfa betur þessari nýju stöðu minni.

Veriði sæl.

Thursday, May 05, 2005

42

Ég skellti mér í gærkvöldi á frumsýningu Hitchikers guide to the galaxy. Ég varð að gera það, búinn að lesa allar fimm bækurnar í þessum magnaða þríleik 6 sinnum. Það fyrsta sem maður þarf að átti sig á áður en haldið er á slíka mynd er að enginn mynd mun nokkrun tímann verða jafn góð og bókin sjálf. Enginn, aldrei, ekki séns. Þetta eru of góðar bækur til að bíómynd geti nokkru sinni jafnast á við þær.

Ég var náttúrulega svolítið spenntur fyrir þessu enda mikill aðdáandi Douglas Adams og vill að minningu hans sé sýnd sú virðing sem hún verðskuldar.

Niðurstaða myndarinnar var sú að ég skemmti mér stórkostlega vel. Sögunni var örlítið breytt og hún útfærð til að hennta betur kvikmyndaforminu. Það gekk nokkuð vel upp. Ég hló af öllu sömu bröndurunum og ég hló af í öll skiptinn sem ég las þá. Leikararnir voru nokkuð góðir og skiluð þessu mögnðuð karakterum ágætlega. Semsagt alveg þrususkemmtileg mynd sem hægt er að hlægja af alveg eins og grís......fyrir þá sem hafa lesið bækurnar eru brandararnir flestir ekki nýjir en þeir eru bara svo góðir að þeir standa alltaf fyrir sínu.

Snilldarmynd. Ég ætla að kaupa hana á DVD um leið og ég get. Farið og sjáið hana.

Wednesday, May 04, 2005

Stattu upp

Nú líður að því að nýja platan með Dave Matthews Band komi út en það gerist 10.maí. Verð að segja að ég er nokkuð spenntur. Af hverju? Jújú málið er flókið.

Árið 2000 lést stjúpfaðir Dave Matthews. Sama ár gifti hann sig. Hvort þessir atburðir hafa eitthvað með það að gera veit ég en um þetta leiti varð Dabbi M ansi dapur og datt hressilega íða. Hann var þunglyndur og fullur í nokkra mánuði. Í kjölfar þessa samdi hann nokkur lög sem stóð til að gera plötu úr um sumarið. Þær upptökur gegnur illa og mórallinn á milli bandsins og upptökustjórans var slæmur. Á endanum, þrátt fyrir að tölf lög hefðu verið tekinn upp var hætt við að gef út plötu. Í stað þess kom til sögunnar maður að nafni Glen Ballard sem er ofu- popp upptökustjóri sem hefur fjöldaframleitt marga hittara fyrir FM hnakka í gegnum tíðina. Fyrir tilstilli fégráðugra plötufyrirtækiseigenda sömdu Ballard og Smooth D (eins og Dave vill láta kalla sig) nokkur lög. Þessi lög voru tekinn upp og DMB gaf út sell-out plötuna Everyday. Þar er á ferðinni fín popp plata með ágætum lagasmíðum, það er bara einhvernveginn ekki alvöru DMB plata. Of augljós tilraun til að vera meira mainstream og græða. Reyndar tókst það vel og þessi plata seldist eins og heitar lummur og vann Grammy-verðlaun og hvaðeina. Enn raunverulegir aðdáendur sveitarinnar voru ekki sáttir, í ljós hefur reyndar komið að meðlimir hljómsveitarinnar voru ekki heldur sáttir. Enn þeir kunnu þó að skammast sín og tóku aftur upp gömlu lögin sem hætt var við að gefa út sumarið áður. Árið 2002 komu út platan Busted Stuff sem innihélt þessi gömlu lög. Sú plata var alvöru DMB og innihélt hreina gullmola, en seldist að sama skapi ekki nærri janf vel og Everyday, en aðdáendurnir voru ánægðir. Platan var þó ekki af sama staðli og eldri plötur hljómsveitarinnar og hefur Dave Matthews sjálfur viðurkennt að hljósmveitin hafi ekki gefið út meistarastykki síðan Before These Crowded Streets kom út árið 1998. Nýja platan sem ber heitið Stand Up gerir mig spenntan út af því að hún er unnin með öðrum popp pródúsent sem heitir Mark Hatson og hefur unnið með Arrested Develpoment, Byonce, G-Unit auk þess að vera sprenglærður jazz píanisti. Hljómsveitarmeðlimirnir segja þó plötuna frekar framhald af Before these.... en af Everyday, þó svo að popp pródúsent sé í stólnum og plötufyrirtækið ætli að fari í gríðarlega markaðsetningarherferð eins og gert varm með Everyday en ekki með Busted Stuff. Ég er því spenntur.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?