<$BlogRSDURL$>
[ Gestabók ]
bók fyrir gesti

Sunday, January 14, 2007

I have a fever and the only prescription is more cowbell!

Það er komið nýtt ár og er það vel. Ég er mest heimavið um þessar mundir þar sem ég er í orlofi. Það er ljómandi. Af því leiðir að það er lítið sem ekkert að frétta. Þeim mun meiri tíma sem maður hefur þeim mun minna kemur maður í verk. Ég hef verið latur það sem af er 2007. Fyrir utan það að ég hef aðeins einu sinni áður stundað líkamrækt af slíku kappi. Þá hélt ég út í 3-4 mánuði. Nú ætla ég að gera enn betur.

Ef einhverjum langar að heimsækja mig og Einar Smára "Poo-poo machine" Orrason, þá er það auðsótt mál. Við erum heima flestalla daga og getum boðið upp á kaffi, te og þurrmjólk.

Snjór úti. Kalt.

Jack Bauer er hetjan mín. Sérstaklega er ég hrifin af því hvað hann nær að gera mikið á einum klukkutíma. Á milli 8 og 9 drap hann 3 terrorista, sprengdi bíl og reifst við forseta USA. Til samanburðar þá pissaði ég og borðaði skál af kókópussi milli 8 og 9 í morgun. Magnað.

Best að fara að gera ekkert sérstakt.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?