<$BlogRSDURL$>
[ Gestabók ]
bók fyrir gesti

Tuesday, August 29, 2006

Þröngsýnn, þrjóskur og lokaður…

Ég nenni ekki lengur að mómæla fólki sem heldur fram ýmsum hlutum sem ég tel vafasama í besta falli og algjört bull í versta falli. Nokkrar ástæður fyrir því:

1. Það er of mikið til af þessu fólki. Ég gæti bara gert ekkert nema rifist allan daginn, alla daga.

2. Þeir kunna oft illa rökræðulistina, skilja ekki röksemdarfærslur og rökvillur eða hafna því jafnvel alveg að rök skipti einhverju máli. Þar af leiðir að rökræður við þá eru oft tilgangslausar.

3. Maður eignast enga vini með því að benda fólki á villur vega þeirra. Sem er sorglegt því öll gerum við villur og mistök og eigum að vera þakklát þeim sem leiðréttir okkur.

4. Maður er oft kallaður illum nöfnum svo sem þröngsýnn, þrjóskur, lokaður, menntasnobb, besservisser og fleira, því maður er ósammála fólki sem telur sig vera með opinn huga, víðsýnt og fullt af auðmýkt.

Þess má geta að ég tel fullt, fullt, fullt af hlutum falla undir það að vera í besti falla vafasama og í versta falli stórhættulegt bull. Hér eru nokkur dæmi: Trúarbrögð (eins og þau leggja sig…), heilun, heildrænar lækningar, höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð, miðlar, Bowen-tækni, Reiki, vitræn hönnun, sjálfshjálparbækur, póstmódernismi, lyfleisuáhrif, tilfinningagreind, fjölgreindarkenningar, höfrungaorka, innhverf íhugun, neuro-lingustic programming, hómópatar, blómadropar, næringaþerapistar, fæðubótarefni, Davies-kerfið, Atkins-kúrinn, dáleiðsla, sálgreining, nálastungur, eigindlegar rannsóknaraðferðir, stjörnuspeki og margt, margt, margt fleira. Gæti haldið áfram í allan dag.

Þar með er ekki sagt að ég sé á móti eða hafni algjörlega öllu því sem ég taldi upp. Bara að ég efast um það. Ég er efasemdamaður. Ég efast stórlega um sannleiksgildi og gagnsemi alls þess sem ég taldi upp. Það að hafna einhverju algjörlega þýðir að maður sé 100% viss. Ég er ekki 100% viss um neitt. En ég efast stórlega um margt.

Það er ekki vinsælt að vera efasemdamaður. Að spurja óþægilegra spurninga eins og “ hvað hefurðu fyrir þér?” Þó finnst mér gaman að rökræða en mér leiðist skítkast og hártoganir.

En ég hef, sem fyrr segir, gefist upp á að segja eitthvað eða eiga frumkvæði að rökræðum þegar þessir hlutir koma til tals. Sjá áðurnefndar ástæður. Sem dæmi má nefna að ég hitti konu í fyrradag sem talaði af áðdáun um Bowen tækni, grasalækningar og höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð og hafði upp fullyrðingar um ágæti þessara hluta. Ég steinhélt kjafti.

Ef einhver vill rökræða eitthvað þessu tengt er ég meira en til.

Og til að hefna mín: Allir pómóar eru hálfvitar.

Monday, August 21, 2006

Ves En

Lenti í bílavanda í gær. Sprungið dekk. Tók eftir því fyrir nokkrum vikum að það væri að leka loft úr þessu dekki. Mín leið til að takast á við slíkan vanda er að gera ekkert. Ignore it and maybe it will go away. Það mistókst og þegar ég og Guðný og Einar Smári ætluðum að fara í afmælisveislu í gær kom í ljós að framdekkið vinstra meginn var loftlaust.

Ég skipti um dekk eins og karlmanni sæmir en bíllin hjökkti eitthvað undarlega. Sennilega eitthvað stillingaratriði þar sem varadekkið er af allt annari stærð og gerð en hin dekkin. Ég tók því strætó í vinnuna í morgun. Það var gaman.

Einar Smári hjalar og brosir út í eitt, sem er ferlega gaman. Hann skellti sér í bæinn á Menningarnótt, horfði á afa sinn singja í ráðhúsinu og fílaði það furðuvel (sem vekur upp spurningar um tóneyra barnsins...). Þegar flugeldasýningin var að hefjast þóknaðist honum að fá sér blund og svaf hann því í gegnum aðalfjörið.

Hjúkkan sem kemur heim að skoða Einar og vikta hann og svoleiðis hefur ítrekað orð á því að hann sé algjört draumabarn.
Eins og það þurfi eitthvað að koma mönnum á óvart að hér sé yfirburðamaður á ferð.

Vinnan kominn á fullt sem er fínt. Finnst oftar en ekki gaman í vinnunni. Fólk er samt óendanlega skrítið. Ekki orð um það meir.

Konan mína gaf mér kippu af bjór í fyrradag. Heppinn ég.

Ég er rólegur og varkár bílstjóri. En ég er ökufantur með barnavagn. Undarlegt.

Friday, August 11, 2006

Hasta la vista, baby!

Þeir sem þekkja mig vel vita að ég skrifaði BA ritgerð um möguleika tölva á að verða meðvitaðar, í sama eða svipuðum skilningi og fólk er meðvitað. Þetta telst á sviði gervigreindarvísinda sem er samsuðusvið sálfræði, heimspeki, taugavísinda og tölvunarfræði.

Niðurstaðan var sú að það væri í það minnnsta fræðilega mögulegt að tölvur verðir einn daginn meðvitaðar. Fræðilega mögulegt. Kikkerinn er sá að það er tæknilega líklegt líka. Tölvur geta öðlast meðvitund og munu líklega gera það, semsagt.

Hér, http://www.opencyc.org/, stendur til að sleppa fyrsta self-aware hugbúnaðinum út á netið.

Hvað myndi Sarah Connor segja?

Bjóðum nýja yfirdrottnara mannkyns velkomna og reynum öll í framtíðinni að vera þægir þrælar.

Tuesday, August 08, 2006

A dietary concern

What is the worst thing about eating vegetables?

The wheelchairs.
Bæ bæ sumar!

Þá er sumarfríið mitt búið og sálfræðiþjónusta Reykjavíkurborgar við börn og unglinga kemst aftur í lag, þar sem ég er mættur í vinnuna.

Það dettur varla af manni brosið þessa dagana. Einar Smári er afar þægilegt barn, grenjar lítið nema þegar hann er verulega pirraður og sefur vel á nóttunni. Hann er farinn að hjala og brosa, sem er náttúrulega það sætasta sem til er í heiminum.

Ég er orðinn vel að mér um brjóstagjöf. Sem er gott. Ég kenni nefnilega uppeldisnámskeið og hef alltaf óttast að fá spurningar frá nýbökuðum foreldrum um brjóstagjöf, þar sem ég hef aldrei vitað rassgat í bala um slíkt. Ekki lengur.

Framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvarinnar benti mér á þegar verið var að skipuleggja vetrarstarfið (og ég vildi eins og alltaf leggja áherslu á fyrirbyggjandi uppeldisnámskeið fyrir foreldra og að meira sé lagt í úrræði vegna hegðunarraskana…) að ég ætti kannski fara varlega í að eyða öllum kvöldum í kennslu uppeldisnámskeiða og eyða meiri tíma í að ala upp eigið barn. Asssssssssgoti góður punktur. Maður þarf að hugsa ýmislegt svona upp á nýtt núna. Maður þarf að passa sig á að missa sig ekki í vinnu, eða annari vitleysu, þar sem maður á konu og barn sem þarf að hugsa heilmikið um. Ný forgangsröðun tekur tíma að síast inn.

Sumarfríið leið mjög fljótt.

Fyndið með þetta barnastúss. Fólk er svo ótrúlega upptekið af þessu. Skoðiði spjallsvæði á vefum eins og barnaland.is og doktor.is, þar snýst allt um meðgöngu og nýbura. Það eru að minnsta kosti 2 tímarit og 1 sjónvarpsþáttur í gangi sem fjalla bara um börn, meðgöngu og uppeldi. Allir eru sérfræðingar með ráð undir rifi hverju. Þvílík vitleysa. Meira að segja á sjúkrahúsinu fengum við Guðný fullt af afar misvísandi ráðum, frá fólki sem á að heita sérfræðingar á þessu sviði.

Það segir manni að flestir eru að gefa ráð út frá því sem þeim finnst en ekki þekkingu á raungögnum.

Við erum sem betur fer háskólagengið fólk með nokkuð ítarlega þjálfun bæði í að safna að okkur upplýsingum og að vega og meta upplýsingar og gögn. Sáum okkur því fært að hunsa meirihluta þeirra ráða sem við fengum og vega og meta sjálf, út frá þeim upplýsingum og forsendum sem við höfum, hvað best sé að gera. Það hefur gengið mjög vel hingað til.

Ég vorkenni sárlega fólki sem ekki eru fagmenn á þessum sviðum og þarf að reiða sig á misvísandi ráð frá hjúkkum, ljósmæðrum, foreldrum, öfum og ömmum, frændum og frænkum og öðrum mishæfum sérfræðingum.

Bestu ráð sem ég get gefið foreldrum er ekki hlusta á neinn. Leitiði upplýsinga og takið ykkar eigin ákvörðun. Ekki kaupa Pampers, Libero eru miklu betri. Libero er létt og nett….

This page is powered by Blogger. Isn't yours?