<$BlogRSDURL$>
[ Gestabók ]
bók fyrir gesti

Saturday, January 29, 2005

Litli heilinn

Í dag er heilinn í mér minni en í gær. Ég neytti þvagræsandi efnis í gærkvöldi og minnkaði þar með hlutfall utanfrumuvökva, þar með talið heila og mænuvökva, að slíku marki að taugvefurinn í hausnum á mér dróst saman. Já, heilinn minn skrapp samann og mér er illt í honum.

Við því eru til lyf. Ég tók þau. Ástæðan fyrir þessu öllu saman er sú að árshátíð cand.psych. (lesists kand sukk) nema var í gær. Þar var mikið um dýrðir. Við útskriftarnemar tókum okkur til og buðum kennurum okkar, mökum og handleiðurum til veislu. Snæddum kjúkling og drukkum vín.

Ræðumaður kvöldsins var lífeðlisfræðingurinn Össur Skarphéðinsson. Hann fór á kostum og reitti af sér brandarana. Svaka gaman. Hver vissi að hann væri svona fyndinn?

Í veislunnu var maður sem hefur umfangsmikla þekkingu á íslenskum tónlistariðnaði. Hann sagði mér eftirfarandi gleðifréttir: Hin ástralska ofurgrúbba AC/DC munu koma til landsins í ár og halda tónleika. Ég mæti.

Spurning dagsins: Hvernig er AC/DC stafsett?





Monday, January 24, 2005

Mánudagar til gagnaskoðunar á leiðbeinandahlutfalli grunnskólanna á Reykjarvíkursvæðinu og samanburðar við frammistöðu á samræmdum prófum síðastliðin fimm ár, eða til mæðu.

Besti bloggtitill sem ég hef haft. Nú er ég semsagt að komast á gott skrið í lokaverkefnavinnu. Jájá öll tilskylin leyfi frá fræðsluyfirvöldum eru að rúlla inn um dyrnar og þá er mér ekkert að vanbúnaði. Brjálað stuð og gríðarleg stemning. Síðasta vikan mín í starfsþjálfuninni er jafnframt runnin upp. Sá áfangi að verða búinn og er það vel, þó það hafi verið gaman og ég myndi gjarnan vilja vera í lengri starfsþjálfun, ó já.

Nú verður árshátíð cand.psych nema á föstudaginn og þá verður gaman. ójá. Búálfarnir eru að fara aftur í gang og munum við æfa í kvöld, ótrúlegt en satt, ójá.

Nenni ekki að vera skemmtilegur núna, ónei, enda ber mér enginn skilda til þess.

Bráðum þarf ég að fara í klippingu. ójá. Fékk námslánin mín í dag. Ójá.







Thursday, January 20, 2005

Kjánaprik

Nú er ég búin að vera með gleraugu í rúmlega 10 ár. Ég man ennþá daginn sem ég fékk fyrstu gleraugun. Ég var sannfærður um að allir væru að horfa á mig. Ah, perfectly normal paranoia.

Gleraugun mín hafa lent í ýmsu í gegnum tíðina. Allnokkur hef ég brotið eða beyglað eða gert ónothæf með gáleysi og körfubolta spili. Ein gleraugu duttu í sundur á meðan ég horfði á fréttir í sjónvarpinu. Það kom verulega á óvart.

Um daginn varð ég þó fyrir nýrri gleraugantengdri upplifun. Í fyrsta skipti á þessum 10 árum týndi ég gleraugunum mínum. Það kom verulega á óvart. Ég vaknaði einn góðan veðurdag og fann hvergi gleraugun mín og gat ómögulega munað hvar ég hafði sett þau kvöldið áður. Ég hugsa að ef ég hefði vaknað og séð að það vantaði á mig annan fótinn hefði ég orðið minna hissa og í minna uppnámi en ég varð þegar ég fann ekki gleraugun mín. Ég var felmtri sleginn.

Það versta við að tína gleraugum er að maður þarf að leyta að þeim gleraugnlaus. Og því sér maður ekki rassgat. Ég vakti Guðnýju í algjöru óðagoti. Hún setti í mig augnlinsur sem ég keypti mér á Ítalíu síðasta sumar og hef ekki notað síðan. Fann helvítis gleraugun. Voru í hillu á skrifborðinu. Leið eins og kjánapriki.

Í gær sagði títtnefnd Guðný við mig: Orri, þú verður að fara að hreinsa nefin úr hárinu á þér!

Ég tók hana á orðinu og get stoltur fullyrt í dag að ég er ekki með nein nef í hárinu.


Monday, January 17, 2005

Ansans vandræði...

Var búinn að lofa að skrifa pistil fyrir Austurgluggið en dettur bara ekki baun í hug. Veit ekkert hvað er skemmtilegt að skrifa stuttan pistil um. Þannig að ég blogga bara í staðinn.

Norðfirðingasjó á Broadway um síðustu helgi. Hef lítið um það að segja. Fór snemma heim. Reyndist afar illa fyrir kallaður í bjórþamb og sá þann kost vænstan að taka bíl heim uppúr miðnætti. Hvað um það, þýddi bara að maður slapp við þynnku daginn eftir. Fínt sjó samt.

Gæsir eru klikkaðir og borða bíllykla og lítil börn. Ætti kannski að skrifa pistil um það. Og þó.

Svakadakapaka söfnun á laugardaginn maður. Grilljón skrilljónir til tsunami fórnarlamba. Fínt mál.

Get ekki einu sinni bloggað almennilega. Þvílikt andleysi. Þvílíkt.



Thursday, January 06, 2005

Kominnn heim (hitt heim)

Mér hefur verið bennnnnnt á að ég nnnnoti bókstafinnnn "N" ekki nnnógu mikið í bloginnnnu mínnnnu. NNNNú verður bætt úr því.

Ég er kominn heim til Rvk. Nú er það orðið "heim" líka. Horfði á King Arthur í gærskvöldi. Ég og betri helmingurinn sáum nú alveg í gegnum þá mynd og hvernig hún dylur samkynhneigð riddarana. Riddarar hringborðsins eða riddarar hringvöðvans? Skora á ykkur að skoða þessa mynd og sjá hvort þið takið ekki eftir hómóerótískum undirtón. Það sagði Guðný allavega en kannski er hún bara eitthvað brengluð. Kannski voru þetta bara áhrif hvítvínsflöskunar sem hún stútaði næstum því alveg ein.

Síðan er það komið á hreint að Búalfarnir (lat. Leprochonaus Neskaupstadalius Alcohololaus) munu fara í heimsreisu í næsta mánuði. Við erum að tala um alvöru "World Tour 2005". Heimsreisan mun taka alla helgina 11-13 febrúar og erum við bókaðir á eftirtöldum áfangasöðum víðsvegar um heiminn:

Sonderborg, Danmörku. 12. feb

Mér finnst að við ættum að láta prenta Búalfar World Tour boli.

Svo er kannski verið að stofna nýja hljómsveit. Jájá. Það verður stuðs.

Djöfull voru Palace góðir að vinna Villa. Reddaði alveg jólunum.


This page is powered by Blogger. Isn't yours?