<$BlogRSDURL$>
[ Gestabók ]
bók fyrir gesti

Monday, June 20, 2005

Lasinn

Nú er ég lasinn og er það frekar ömurlegt. Byrjaði að vera lasinn á 17.júní og er búinn að vera lasinn síðan. Er ennþá lasinn í dag og verð örugglega líka lasinn á morgunn. Ömurlegt.

Annars er umfjöllun um lokaverkefnið mitt í Mogganum í dag. Allir að tékka á því. Svo ætla þeir að fylgja þessu eftir fá og viðbrögð hjá einhverjum "aðilum" við þessum niðurstöðum og svoleiðis.....vona bara að það verði ekki drullað yfir þetta hjá mér. Þá neyðist ég til að drulla á móti.

Svo vill Andy Johnson fara frá Palace. Slæmt.



Sunday, June 05, 2005

Allt að ske

Síðasta fimmtudag, um klukkan 17:10, kláraði ég fimm ára háskólanám. Skilaði lokaverkefnakvikindinu og fór heim í bað. Léttir. En þó skammgóður vermir þar sem nú er tekinn við óþolandi bið eftir lokaeinkuninni. Sem er ekki enn kominn, en átti að koma í allra síðasta lagi þann 3.júní. Í dag er 5.júní. Ég talaði við kennarann og kom í ljós að hún skilaði inn einkunninni síðasta fimmtudag. Þannig að ég er í rauninn að bíða eftir því að eitthvað gerpi, sem er sennilega í helgarfríi núna, drullist til að uppfæra vefsystemið hjá Háskólanum með upplýsingum um nýjustu einkunnir. Megi hann éta skít.

Svo er maður að flytja. Er nú til heimilis að Huldubraut 1, 200 Kóp. Leiðinlegt að flytja maður.

Svo er maður byrjaður að vinna. Er sérkennslustjóri á leikskólanum Ægisborg. Hef þar yfirumsjón með öllu sem varðar "sérstöku" börnin í þeim leikskóla, held utan um greiningarferlið, skipulegg, endurmet og fylgi eftir sérkennslu þeirra og veiti ráðgjöf um daglega umgengni og námsskrá. Nokkuð spennó. Er þó bara annar maðurinn í sögu veraldar sem er ráðinn í þessa sérkennslustjóra stöðu inní leikskóla og þarf soldið að vera að auglýsa sjálfan mig svo að maður sé nú nægilega vel nýttur. Þarf basically að búa stöðuna mína svolítið til sjálfur, sem er á sama tíma skemmtilegt og fáranlega erfitt, maður þarf talsvert að berjast við "jahhh, við höfum bara alltaf gert þetta svona" hugsunina......sem ræður ríkjum í íslensku skólakerfi. Annars er nýja vinnan bara fín.

Svo var ég aftur í útvapsviðtali á Talstöðinni, í þetta skiptið í beinni útsendingu til að tala um lokaverkefnið mitt. Það var nokkuð gaman, ég vona að þessar niðurstöður vekji einhverja athygli, mætti alveg vera meira um gagnrýna umræðu á íslenskt menntakerfi........

Svo þarf maður að fara að sækja um starfsleyfi hjá Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu svo maður geti kallað sig sálfræðing í símaskránni......

Svo er það Iron Maiden á þriðjudaginn. Scream for me Iceland!!

Jæja, best að fara að taka upp úr kössum.....

This page is powered by Blogger. Isn't yours?