<$BlogRSDURL$>
[ Gestabók ]
bók fyrir gesti

Tuesday, June 22, 2004

Undur og stórmerki

Já, rétt er það, ég er að blogga. Loksins. Sumarið er komið og sól í heiði skín. Mitt helsta áhugamál þessa dagana er svefn. Já svefn. já já. Þá meina ég ekki að ég sofi allan sólarhringinn undir því yfirskyni að vera að sinna áhugamáli mínu, þetta er meira svona fræðilegur áhugi. Ég er að lesa bækur um svefnrannsóknir og svoleiðis.....þetta er afar áhugavert stöff.....hér koma nokkrara staðreyndir um svefn:

# Öll dýr jarðarinnar sofa. Jafnvel plöntur sýna ákveðna dægursveiflur og mætti því segja að þær sofi í einhverjum skilningi.

# Letitdýr með tvær tær sofa hlutfallslega mest allra dýra á jörðinni (rúma 20 tíma á dag). Frændur þeirra, letidýrin með þrjár tær, eru mun sprækari og sofa ekki nema um 17 tíma á dag.

# Svefnleysi og þreyta valda fleiri bíl-, flug- og lestarslysum en nokkuð annað. Hlutur áfengis og lyfja sem orsakavaldur óhappa er pínulítill við hlið svefnleysis. Í allt að því 52% allra dauðaslysa í umferðinni er svefnskortur talinn hafa spilað inní.

# Lang flestir sofa of lítið. Hver kannast ekki við fólk sem er alltaf þreytt og sefur í 10-12 tíma um helgar eða í fríum. Þetta fólk þarf að fatta að með þessu er líkami þeirra að senda þeim ákveðin skilaboð, sofðu meira, fíflið þitt. Rafmagnljós og hraði og kröfur nútímasamfélagsins eru að skerða svefn okkar verulega.

# Náttúrulegur svefntími mannsins er oft talin vera um 8 tímar og 15mín á sólarhring. Þetta getur þó verið afar mismunandi á milli fólks. Almennt séð sefur yngra fólk hlutfallslega meira en það eldra.

# Okkur nánustu ættingjar í dýraríkinu sofa talsvert meira en við gerum að jafnaði. Einnig sofa þeir ekki í einni langri lotu hvern sólarhring heldur skipta svefninum upp í tvær styttri lotu dag hvern (heitir biphasic sleep pattern hjá lærðum mönnum). Þegar fólk er fjarlægt frá ofríki vekjaraklukkunnar og kröfum dagslegs líf kemur eftirfarandi í ljós: Það sefur að jafnaði dálítið meira en vanalega og svefn þeirra skiptist upp í tvær styttir lotur á hverjum sólarhring í stað einnar langrar. Við erum skildari öpunum en við höldum.

# Svefnstigin eru 5 og öll þeirra skipta miklu máli fyrir heilsu okkar. Frægast þeirra er REM stigið svokallaða, eða draumsvefn. Okkur dreymir þó einnig á öðrum svefnstigum, en REM draumar eru oftast skýrari, rökréttari og eftirminnilegri en aðrir. Þessi svefnstig eiga sér stað í 90 mín sveiflum yfir nóttina og afar mismunandi hlutföllum. Á þeim er þó nokkurskonar kvótakerfi, ef of lítið er að einu í nótt bætist það upp næstu nótt.

# Það er ekki hægt að sofa ekki. Fyrr eða síðar sofna öll dýr. Þegar rottum er haldið vakandi án afláts deyja þær.

# Við erum ógeðslega góð í því að sofa. Við getum sofið í öskrandi hávaða með augnlokin spennt upp og björtu ljósi blikkað í augun. Förum létt með það, séum við nógu þreytt.

Og ég veit ekki hvað og hvað.....þessar staðreyndir eru bara yfirborðið á yfirborðinu. Þegar maður kafar soldið í þetta verður þetta brilliant stuff.

Allavega. Í umræðinu um mikilvægi þess að borða rétt og hreyfa sig og varast hættur nútímalífernis vil ég biðja ykkur um eitt. Ekki gleyma svefninum. Hann er mikilvægari en allt ofantalið til samans. Uppsafnað svefnleisi heimsins veldur því að fullt af fólki sem skulda líkama sínum kanski tugi klukkutíma í uppsöfnuðum svefnskorti er að keyra bíla og fljúga flugvélum og lækna okkur á spítölum osfrv. William Dement kallar þetta fólk "borederline retarded". Ekki vera þannig. Farðu að sofa!


Friday, June 04, 2004

Austur eða ekki austur?

Í dag reiknaði ég með því að vera að fara heim til Nesk. Svo er þó ekki. Þar hefst í kvöld árgangsmót þeirra Norðfirðinga sem fæddir eru 1980. Eins og ég. Ég verð þó ekki viðstaddur, því miður. Mér þykir það frekar leiðinglegt. Þannig er mál með vexti að vaktaplönin á Kleppi hitta afar illa á að þessu sinni og vegna ýmissa ástæðna er ómögulegt að breyta þeim. Ég sit því heima með sárt ennið. Ég þarf þó að fljúga austur á mánudagskvöldið en ekki af gleðilegu tilefni, þá verður afi minn jarðaður.

Annars er allt gott að frétta......Palace komnir upp og verða úrvalsdeildarlið á næst ári...dásamlegt. Ég þarf að fara í klippingu en nenni því ekki. Lít út eins og ég veit ekki hvað....sem er slæmt. Fer nær örugglega á BUGL í starfsþjálfun í haust og hlakka til. Er kominn vel á veg með að planleggja lokaverkefnið mitt í candinum og vinnan á Kleppi gengur vel. Fór á daginn á námskeið sem allir starfsmenn geðsviðs þurfa að taka sem hét "Viðbrögð við ofbeldi". Þar var manni kennt að yfirbuga fólk sem er til vandræða. Næst þegar mér líka ekki skoðanir einhvers ætla ég að yfirbuga hann. Og hlaupa svo í burtu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?