<$BlogRSDURL$>
[ Gestabók ]
bók fyrir gesti

Wednesday, April 28, 2004

Speki dagsins

"To be is to do" -Socrates

"To do is to be" -Jean-Paul Sartré

"Do be do be do" -Frank Sinatra

Tuesday, April 27, 2004

Heimapróf

Ég er núna mínu öðru heimprófi á ævinni. Fór í það fyrsta í síðustu viku, þá var það Klínísk taugasálfræði en núna er það Greinig og meðferð hegðunar- og námsörðugleika. Stórskemmtileg fög bæði og hrein unun að fá að sitja heima hjá sér og skrifa langar heimildaritgerðir um hvert svar. Heimapróf eru snilld. Því miður þarf ég líka að fara í 2 venjuleg próf......en sem betur fer hef ég um viku til að lesa fyrir hvort um sig þannig að það ætti að reddast.

Allavega, heimurinn er fínn finnst mér þessa dagana..........Palace að gera magnaða hluti og eftir ömurlega byrjun á tímabilinu hefur sigurgangan óstöðvandi sem Iain Dowie hafði í för með sér komið þeim í hörku baráttu um play-offs.......frábært að fá loksins spennandi endi á tímabili.......

Allavega, þá er ég komin með æði fyrir mexíkóskum mat. Ég er til dæmis akkúrat núna að undibúa tortilla veislu fyrir sjálfan mig og Guðnýu....namminamminamm.......

Allavega, þá vantar mig nokkra þátttaekndur sem eru tilbúnir til að gangast undir um 10mín langt taugsálfræðilegt próf......einu skilyrðin eru að þátttakendur mega ekki hafa orðið fyrir heilaskaða eða þjást af einhvers konar sjúkdómi í miðtaugakerfi........endlega látið mig vita ef ég má leggja fyrir ykkur......aðgerðin er algjörlega sársauklaus og þið verðir að leggja ykkar af mörkum til vísindanna. Sumir gera það best með því að leyfa þeim að skoða sig.

Allavega, bless.

Monday, April 19, 2004

The compilcated futility of ignorance

Já. Þessi setning (sjá fyrirsögn) er úr skáldögunni Hocus Pocus efti Kurt Vonnegut. Samkvæmt sögunni er hún rituð á plagg í safni fyrir "eilífðarvélar" eða "perpetual motion machines". En það eru vélar sem mannskepnan hefur lengi reynt að framleiða með engum árangri. Svoleiðis vélar eiga að geta gengið að eilífu án þess að taka til sín utanaðkomandi orku. Það þarf engan sérstakan eðlisfræðisnilling til að sjá að það er ekki hægt. Eða hvað? Kanski er allt hægt. Nei, annars þetta er ekki hægt.
hérna er góð síða um eilífðarvélar. Samt er fólk enn að reyna. Hið flókna gagnleysi heimskunnar, segi ég nú bara.

Allavega þá er Vonnegut snillingur og sennilega minn uppáhalds rithöfundur. Hann er líka einn af tveimur rithöfundum sem ég er viss um að ég hafi lesið komplett, það er að segja lesið allt sem hann hefur gefið út. Hinn er Douglas Adams og blessuð sé minning hans.

Það minnir mig reyndar á að ég hef ekki lesið Hitchikers guide soldið lengi núna.........spurning um að renna henni aftur í gegn. Hún er örugglega fyndnust í 6 skiptið.
The compilcated futility of ignorance

Já. Þessi setning (sjá fyrirsögn) er úr skáldögunni Hocus Pocus efti Kurt Vonnegut. Samkvæmt sögunni er hún rituð á plagg í safni fyrir "eilífðarvélar" eða "perpetual motion machines". En það eru vélar sem mannskepnan hefur lengi reynt að framleiða með engum árangri. Svoleiðis vélar eiga að geta gengið að eilífu án þess að taka til sín utanaðkomandi orku. Það þarf engan sérstakan eðlisfræðisnilling til að sjá að það er ekki hægt. Eða hvað? Kanski er allt hægt. Nei, annars þetta er ekki hægt.
hérna er góð síða um eilífðarvélar

Saturday, April 17, 2004

Páskafrí

Jæja, þetta er búið að vera langt og gott bloggfrí. Það voru náttlega páskar og svoleiðis. Ég eyddi páskunum heim á Norðfiðri smjattandi á páskaeggjum og stórsteikum að hætti mömmu. Gerist vart ljúfara. Fór í heimsókn til vinna minna sem hafa komið sé upp eigin híbílum.....það var gaman. Einnig gerðist ég bassaleikari í einn dag og leysti Trýtilbuxa bassafant af á Tabula Raza tónleikum sem fóru fram föstudaginn langa. Ég fór létt með það og klúðraði ekki meiru en aðrir hljómsveitarmeðlimir............

Annars er allt að verða klikkað í skólanum núna, fullt að verkefnum að klára og svo byrja ég í prófum í næstu viku...................brjálað...........

mikið er maður eitthvað nú andlaus.........hef ekkert að segja. Það er kanski gott bara. No news is good news.

Monday, April 05, 2004

It was a storm of judgement...

Með þessum orðum hefst snilldarverk Georges Orwell, Animal Farm. Brilliant stykki. Fjallar um dýr á búgarði sem gera uppreisn, hrekja bóndann og taka sjálf völdin á býlinu. Til að byrja með gengur allt vel og þau koma sér upp reglum til að fylgja. Bráðlega fer þó að bera á valdagræðgi og spillingu. Svín eitt að nafni Napóleon hrifsar til sín völdin og fer að breyta reglunum til að þær hennta sér og sínum betur. Brátt fara Napóleon og fylgismenn hans að stjórna með harðri henndi og misnota vald sitt all svakalega.......Mesta snilldin er hvað þessi saga Orwells hefur mikla skírskotun í öll nútíma stjórnmál, hvernig æðstu ráðamenn breyta reglunum til að hennta sér, hvernig þeir réttlæta aðgerðir sýnir og hvernig þeir afvegaleiða almúgann til að eiga auðveldara með að spila með hann......maður veit ekki hvort maður á að hlæja eða gráta þegar Orwell heldur speglinum svo þéttingsfast að manni..... svona er þetta ennþá!! Valdgráðug svín stjórna heiminum og spila með okkur öll!

Hvað sem því líður þá er ég annars bara hress. Ég þakka kærlega afar góðar tillögur að nafngift fyrir nýja bílinn......málið verður sett í nefnd......

Endum þetta eins og við byrjuðum, með tilvitnun í spillta svínið Napóleon í Animal Farm: "All animals are created equal, but some are more equal than others"

This page is powered by Blogger. Isn't yours?