<$BlogRSDURL$>
[ Gestabók ]
bók fyrir gesti

Thursday, March 17, 2005

St. Patrick´s day

Verndardýrlingur Írlands, heilagur Patrekur lést þann 17. mars árið 426. Hann var biskup yfir Írlandi í um 30 ár, þó svo að hann hafi ekki tæknilega haft til þess menntun eða réttindi. Hann var óvinur Drúidana og barðist fyrir því að boða kristna trú til heiðingjanna. Gekk víst bara helvíti vel. Keltnesku Drúdirnir handtóku heilagan Patrek mörgu sinnum til að reyna að koma í veg fyrir kristniboð hans en Patti var lúmskur og slapp ítrekað frá þeim.

Hann baukaði ýmislegt um sína ævi hann Patrekur. Vakti menn uppfrá dauðum til dæmis. Eitt sinn hélt hann ræðu sem var svo kraftmikil að hún flæmdi alla snáka burt frá Írlandi og hefur snákur ekki sést þar síðan. Líffræðingar vilja meina að Írland hafi aldrei verið náttúrulegt heimkynni snáka, en þeir eru villutrúarmenn og heiðingjar. Hann notaði líka þriggja laufa smárann til að útskýra heilaga þrenningu fyrir bændum og gengu fylgismenn hann gjarnan um skreyttir smáranum sem tákni hans. Síðan hefur smárinn orðið tákn alls Írlands. Eftir að hann hefði ferðast um allt Írland og sett á laggirnar mörg klaustur, kirkjur og skóla settist Patrekur í helgan stein í County Down. Svo dó hann. Upphaflega var dagur honum til heiðurs kaþólsk hátíð en nú er honum fagnað af fólki af öllum trúarbrögðum með því að klæðast grænu, skreyta sig með smárum og drekka bjór.

Í tilefni dagsins munu Búálfar leika á Stúdentkjallaranum frá 22-01 í kvöld, 17. mars. Ókeypis inn. Skyldumæting!!Tuesday, March 15, 2005

Kvartaldar gamall

Æji hvað það er nú langt síðan ég bloggaði. Það á sér allt eðlilegar skýringar, ég er sveittur í lokaverkefnavinnu núna. Ég hef fjóra þræla sem ég þarf að verkstýra og senda um allan bæ í hina og þessa grunnskóla til að mæla og safna gögnum. Og svo er ég á kafi í að skrifa helvítis inngangin að verkinu. Allt saman er þetta ærin vinna get ég sagt ykkur enda er inngangurinn byggður á vel rúmlega 400 rannsóknum frá útlandinu. Sem betur fer hafa aðrir menn skrifað svokallaðar yfirlitsgreinar þar sem þeir taka saman niðurstöður margra rannsókna og því þarf ég ekki að fara yfir hverja einustu rannsókn sjálfur. Nóg er puðið samt.

Svo er maður bara að fara til London eftir slétta 7 daga eða það sem fróðir menn kalla "viku". Það verður gaman í London. Páskaafslöppun. Takmarkið er að klára inngang verkefnisins fyrir London ferðina og vera búin að sjá þrælunum fjórum fyrir nægum verkefnum áður en ég fer til að dunda sér við á meðan ég er erlendis. Busy vika framundan semsagt.

Síðan varð ég nú bara 25 ára um daginn. Tengdafaðir minn minnir mig ítrekað á að nú sé ég orðinn kvarthundrað ára gamall og kann ég honum bestu þakkir fyrir. Síðasta laugardag voru haldnar afmælisveislur, fyrst var kökuboð, svo matarboð og í kjölfarið átti að vera partý. Það mætti enginn í partýið en fullt af liði crashaði kökuboðið.

Nú er útlit fyrir að ég sé að fara til Gautaborgar í júní á ráðstefnu Evrópusamtakanna um hugræna meðferð. Þar verða ég, Aaron Beck og Dalai Lama allir saman komnir. Hlýtur að vera merkilega samkoma það. Upphafsmaður hugrænnar meðferðar, virtir sálfræðingar héðan og þaðan úr heiminum, hans heilagleiki hinn 14. Dalai Lama, andlegur leiðtogi Tíbeta og Orri Smárason á fjórða bjór.........hljómar eins og gott partý í mínum eyrum.

carpe diem.

Friday, March 04, 2005

Búálfar

Í kvöld munu Búálfar halda upp á sex ára afmæli sitt í Stúdentakjallaranum. 3 Blind Jellyfish and a Dog hita upp. Þar verður stuðið og allir eiga að mæta.

Vísinda- og fræðiritið "Í formi" var að koma inn um lúgunna hjá mér. Því fylgir í dag aukablað um hár, hárhyrðu og hárvörur. Reddar alveg deginum fyrir mér.Tuesday, March 01, 2005

Uppeldsistöðvar fyrir kommúnisma?

Ég var að finna þessa snilldar grein á netinu í Washington Times um það hvernig almennir grunnskólar í USA eru í raun uppeldisstöðvar fyrir kommúnisma. Hættulegar hugmyndir eins og að gefa öðrum með sér, láta þá sem kunna mikið hjálpa þeim sem kunna lítið og áhersla á samvinnu í skólastofunni eru náttúrlega skýrt dæmi um þetta. Hér er þessi snilld:

http://washingtontimes.com/commentary/20050226-101212-8072r.htm

Maðurinn sem skrifar þetta er klárlega bókstafstúrar repúblikani. Það þýðir að hann talar fyrir Jesú og þess vegna má maður ekki vera ósammála honum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?