<$BlogRSDURL$>
[ Gestabók ]
bók fyrir gesti

Sunday, August 22, 2004

Frí og ferðalög

Á morgun fer ég í fyrsta sinn á ævinni til Danmerkur. Þar verður staldrað stutt við áður en haldið verður eitthvert lengra út í heim. Það hvefur viljandi ekki verið ákveðið hvert. Það á bara að skoða lággjaldaflélögin og sjá hvert þau bjóða okkur. Síðan verður flogið eitthvað út í buskann......ævintýraferð.

Í gær var Menningarnótt. Búálafarnir spiluðu um daginn og varð það vesen mikið en fínir tónleikar. Stemning hreint með ágætum. Sjálfri Menningarnóttinni varði ég einn heima að spila fótboltaleik í Playstation 2. Nennti ekki einu sinni að standa upp til að horfa á flugeldasýninguna. Lét mér nægja að hlusta á hana. Þið gerið bara átt þessa menningu sjálf, ég þarf hana ekki.....ég þarf bara playstation......

Bloggspeki: á að blogga oft og iðulega og sífellt ausa úr sér allri mögulegri vitleysu eða á að fara sparlega í bloggið, ausa sjaldnar og vanda til verksins. Ég held að ég hafið lennt á einhverju millistigi.......ég geri bæði, stundum. Jájájájá.

Ég hætti að vinna á Kleppi í fyrradag. Tvímælalaust skemmtilegasta, viðburríkasta og lærdómsríkasta sumarvinna sem ég hef nokkurn tíma haft. Maður þurfti oft að minna sig á að þeir atburður sem væru að eiga sér stað væru raunverulegir. Ég var ekki í bíó. Ég var í sjálfri myndinni.

Myndi glaður vinna þarna aftur næst sumar, nema að þá verð ég orðinn Sálfræðingur (takið eftir stóra "S-inu", það geri ég til að leggja áherslu á að um lögverndað starfsheiti er að ræða) og gerði því kröfu um hærri stöðu......

Allavega, standi ykkur einhverntíma til boða að komast á Klepp. Ekki hika við að skella ykkur. Ég ábyrgist að þar munuð þið eiga mjög eftirminnilegan tíma.

Saturday, August 14, 2004

Rufuz

Uppáhaldshljómsveitin mín í öllum heiminum er Rufuz. Ekki síst fyrir þær sakir að ég er í henni. Þrír af mínum bestustu vinum eru nefnilega líka í henni. Þeir eru að vísu í mörgum hljómsveitum með mér en það er eitthvað sérstakt við Rufuz (eða Vent eins og hún hét einu sinni). Sennilega það að við semjum öll okkar lög og texta sjálfir.......við erum að gera nákvæmlega það sem við fílum sjálfir.......það er geðveikt........

Um daginn hélt Rufuz tónleika í fyrsta skipti í mörg ár. Mér fannst það ógeðslega gaman. Það er oft gaman að spila en þegar um er að ræða tónlist sem maður á eitthvað í sjálfur er sérstaklega gaman. Hljómsveitin náði ekkert að æfa fyrir þessa tónleika. Ef einhver hefði sýnt mér lagalistan áður en við fórum á svið og spurt mig hvort ég kynni ennþá öll þessi lög hafði ég sagt: "ekki fuckings séns". En svo þegar á hólminn var komið mundi maður þetta allt. Öll þessi lög komu bara af sjálfu sér og bandið náði afar vel saman þrátt fyrir æfingaleysi. Robbi söngvari sem ekki hafði sungið í ca. 3 ár fór sérstaklega á kostum........krafturinn og fílingurinn hjá honum var frábær, ég hef aldrei séð hann betri........Fyrir mér voru þessir tónleikar það sem Jón Gnarr mudi kalla "golden moment" og myndavélframleiðandi nokkur mundi kalla "kodak moment"...... eða eitthvað....... kanski finnst mér bara svon gaman að spila með Rufuz núna út af því hvað Búálfarnir hafa spilað miklu meira síðustu misseri......það er nefnilega alltaf gaman að breyta rækilega til í músíkinni........

Rufuz tónleikarnir voru haldnir í Blúskjallaranum sem er frekar lítill staður og Rufuz leikur alvöru rokk sem oft fylgir mikill hávaði. Hávaðinn og attítúdið sem fylgir rokkinu er ekki síst það sem gerir Rufuz skemmtilega. Mér fannst Robbi eiga snilldarsetningu í lok tónleikana sem nær vel því viðhorfi sem fylgir góðu rokki. Hann kvaddi fullan sal af áheyrendum þannig: "Þakka ykkur öllum fyrir að koma í kvöld, vona að þið farið öll héðan heyrnarlaus!".......

Rock on!

Monday, August 09, 2004

Neistaflug og heilsubrestur.....

Ég eyddi versló fyrir austan eins og alltaf. Í fyrsta skipti í mörg ár var þó svo mikið að gera í spilamennsku að ég komst lítið á böll og náði aldrei virðingaverðu ölvunarstigi. Við þennan áfengisskort varð líkami fyrir svo miklu áfalli (en það er innbyggt í líkamsklukku mína að gríðarlegt fyllerí eigi sér stað fyrstu helgar ágústsmánaðar ár hvert) að ég hef legið fárveikur heima síðan. Með svo mikinn hita að allir mælar sprungu, hósta sem heyrist til Keflavíkur og svo mikla hálsbólgu að það er sársaukfullt að anda. Guði sé lof fyrir Íbúfen og Strepsils, sem bjarga því sem bjargað verður. Heilsan fer þó ört skánandi núna, enda gat hún ekki versnað. Á tímabili í veikindunum var ég sannfærður um að ég lægi á dánarbeði og bað spússu mína að hringja í prest. Aldrei of seint að taka trú, better safe than sorry, þið skiljið. Hún hélt ég væri að grínast. Sem betur fer missti ég meðvitund vegna ofneyslu á Strepsils (sem ég trúi ekki að sé ekki lyfseðilsskylt, hörkustuff!) áður en ég náði sjálfur í símann til að hringja í prestskvikindið.

Að vísu hef ég verið að borða Strepsils sem Guðný keypti á Filippseyjum. Kanski á vafasömum útimarkaði? Ætli íslenskt apóteks Strepsils sé nokkuð jafn gott stuff? Þarf að gera könnun á því. Ef ekki, geri ég mér ferð til Filippseyja og kem mér upp birgðum. Maður gæti nú orðið veikur aftur........eða bara langað til að lyfta sér upp..........

Eins og hetja hristi ég þó af mér slenið og mætti aftur til vinnu, hress sem aldrei fyrr, í dag. Tók með mér annars konar hálsmola (þar sem fillipíska Strepsilsið er búið) og geymdi það inn á vaktherbergi. Vinnufélagar mínir þekkja greinilega ekki lyf frá sælgæti (sem er hættulegt þegar menn vinna á geðspítala!!) og héldu að ég væri að færa þeim nammi......og átu alla hálsmolana mína! Og ég með hálsbólgu og enga mola........fuff.......

Hvaða tölvuleikur er skemmtilegur? Mig vantar einhvern góðan núna, er búin að fá leið á öllum leikjunum sem ég á.......

Guðný er komin heim og segist hafa keypt Strepsilsið á flugvellinum. Hún segir að þetta séu í raun ekki Strepsils heldur töflur sem heiti Difflam sem hún hafi bara geymt í Strepsils pakka........hún hlær að mér...........gæti útskýrt ýmislegt.......

Hún hlýtur að ljúga þessu..........

This page is powered by Blogger. Isn't yours?