<$BlogRSDURL$>
[ Gestabók ]
bók fyrir gesti

Monday, February 28, 2005

Allt að ske!

Allt að ske, segi ég. Nú er maður á fullu að vinna í lokaverkefni. Er að velja úr hópi þræla sem ég mun sendi um víðan völl, to do my bidding, muhuhaha. Gott mál.

Var í gær að kynna framhaldsnámið í sálfræðinni fyrir HÍ á Námskynningunni. Fékk rosa erfiðar spurningar sem ég vissi ekki svörin við. Laug bara einhverri steypu í liðið. Nei, smá grín hjá mér.
Ég var faglegur og vitur að vanda, með svörin öll á reyðum höndum. Var nú samt mest í því að segja bara öllum að skoða kynninguna sem BA nemarnir voru með, hún var svo flott og þar var boðið upp á kaffi og meðþví á meðan menn tóku þátt í skynjunartilraunum og eitthvað. Gott stuff.

Svo betlaði ég nú bara eitt stykki Roland V-compact TD-3s rafmagnstrommusett út úr ma og pa í útskriftar og ammælisgjöf. Það er núna á leiðinni til San Fransisco þar sem það verður sett í skip sem siglir með það heim að dyrum til mín. Það verða örugglea samkynhneigðir hafnarverkamenn sem setja það í skipið útí San Fran. Ekki leiðinlegt það.

Nú er ég að af öllum mönnum farinn að hlusta á klassíska músík. Bara svona eitthvað sem ég finn á netinu og svoleis. Veit ekkert hver samdi helminginn af þessu dóti en þetta rokkar ágætlega í og með. Ég reikna með að verða mjög snobbaður í kjölfar þessarar nýu stefnu í tónlistarmálum og afneita allri músík sem óæðra rusli, ef það er ekki alvöru klassík eftir Mozart eða Bach. Já já já, allt annað er bara rusl og popp er frá djöflinum komið.

Örvæntið eigi. Ég skipti um skoðunn um leið og rafmagnstrommusettið kemur. Þá verður það bara diskó.

Einnig, veit einhver um lausa stöðu fyrir sálfræðing?

Thursday, February 17, 2005

Danmörk og dót

Þá er maður kominn him eftir fyrsta World Tour Búálfanna. En dagskrá Búálfar World Tour 2005 leit svona út:

Sonderborg, Denmark. 12/2/2005.

Semsagt langt og strangt tónleikaferðalag.

Vægast sagt var þessi ferð alger snilld. Vægast sagt. Við hlógum nokkurn veginn stanslaust í fjóra daga, enda ekki við öðru að búast í landi þar sem úrvalið af bjór er betra í næstu sjoppu en það er í íslensku ÁTVR búðunum og hægt er að kaupa vænan poka af djúpsteiktri svínapuru til að japla á með ölinu. Dásemd. Við keyrðum Danmörku þvera og endilanga, byrjuðum í Köben, keyrðum yfir allt Sjáland, tókum svo brúna yfir á Fjón og keyrðum yfir alla Fjón, tókum svo brúna yfir til Jótlands og keyrðum ca. hálft Jótland niður til Sonderborg. Þar var dottið í það. Og spilað. Svo tókum við ferðalag yfir til Þýskalands og rötuðum ekki aftur út úr því. Við vorum semsagt "Wild in Germany". Eða "Villtir í Þýsklandi". Það reddaðist fyrir tilstilli vinalegs afgreiðslumans í sjoppu sem bennti okkur í átt að hraðbrautinn til Danmerkur, sem merkilegt nokk, var allt annarsstaðar en þar sem skilti sem stóð á "Danemark" og benti með ör sagði að hún hefði átt að vera. Skemmtilegt.

Í Sonderborg var fín tónlistarverslun sem lánaði og leigði okkur græjur og hljóðfæri til tónlistarflutnings okkar. Þar komst ég í kynni við dásamlegt dót. Roland V-Compact Series TD-3S heitir það. Það er yndislegt. Ég hef alltaf haft fordóma gagnvart rafmagnstrommum. Í mínum huga voru þær "eighties" og gefa frá sér "djú djú" og "ping pong plang" hljóð. En nei. Nei nei. Svo er ekki. Þetta eru mögnuðust afrek mannkynsins þessir dásamlegu plastplattar sem gefa frá sér svo fín hljóð. Svo fín.

Mig langar í svona rafmagnstrommusett. Langar mikið. Hér er hægt að skoða svoleiðis: (http://www.rolandus.com/products/subcategory.asp?CatID=5&SubCatID=22). Mig langar bara í ódýrustu týpuna, geri ekki kröfu um meira...... Roland V-Compact Series TD-3S.

Ég ætla að safna.

Thursday, February 03, 2005

Studentenpolitiken-hausen

Nú getur pólitík verið grútleiðinleg. Fátt toppar þó þær hæðir leiðinda og viðbjóðs og það fyrirbæri sem alvörugefnir menn nefna stúdentapólitík nær árlega. Það er nú meiri vitleysan. Tvær fylkingar hafa ráðið ríkjum í þessari svokölluðu pólitík, Röskva sem er fyrir kommana og Vaka sem er fyrir frjálshyggjupakkið. Þessar fylkingar keppast nú við að hengja upp plaggöt í öllum byggingum HÍ þar sem háskólnemar brosa smeðjulega til annara háskólanema og gefa svo út áróðursbæklinga. Samkvæmt Vöku er HÍ paradís á jörðu en samkvæmt Röskvu er himininn að hrinja. Vaka var semsagt með meirihluta síðasta ár.

Staðreyndin er sú að það skiptir nákvæmlega engu máli hvora helvítis aumingjana þú kýst. Hagsmunir stúdenta eru þeir sömu sama í hvaða átt þú hallast í pólitík. Til að reyna að vera málefnalegar segja fylkingarnar að verið sé að kjósa um "leiðir". Báðar fylkingarnar vilja það sama en ætla að fara mismunnandi "leiðir" að markmiðum sínum. Þetta er náttúrulega tómt bull. Maður er kjósa um fólk. Háskólanemar sem higgja á frama í stjórnmálum eru að æfa sig og hefja sitt framapot. Það er stúdentapólitík og ekkert annað.

Ég binnd þó vonir við nýtt afl sem nefnir sig Alþýðulistann. Þeir eru sammála mér í öllum aðalatriðum og vilja brjóta þetta kjaftæði upp. Þeir vilja einnig tengja aðalbyggingu Háskólans við Þjóðminjasafnið með vatnsrennibraut. Ég styð það.This page is powered by Blogger. Isn't yours?