<$BlogRSDURL$>
[ Gestabók ]
bók fyrir gesti

Friday, May 28, 2004

Með andarteppu í augunum

Langt er síðan ek bloggti. Nú skal ur því bætt. Margt hefr grst siðan siðst vr bloggt. Ek hafr akveðið að skrifa eins og fibbl. Bra ganni. Palace spilr á mrgun ursliteik um urvaldeildarpláss. Spennan er griðarleg. Ek er tekin að strfa á Kleppi. Það er snilld, afar ahugavrt fólk sem þr er að fna. Einnig er prófum lokt. Gekk vl, gekk mjög vl. Fer til Nesk á mrgun. Það ætti að vra gott. Afar gott, jafnvel. Jæja.....

góðr heilsr.

Ri

Monday, May 17, 2004

Sumar

Nú eru prófin búin og þá finnst manni alltaf vera komið sumar. Dásamlegt. Ég á þó eftir að klára að leggja fyrir orðflæðipróf og vinna soldið í þjálfunareiningu í nokkra daga í viðbót, þannig að skólinn er ekki alveg búin þó svo að prófum sé lokið........

Fór í tvö góð partý síðasta laugardagskvöld, fagnaði próflokum, Eurovision og sigri Crystal Palace í fyrri undanúrslitaliknum í play-offs á móti Sunderland. Seinni leikurinn er í kvöld, ég ætla á Ölver og horfa á beina útsendingu....spennan er gríðarleg.....

Byrja að vinna á miðvikudaginn, Kleppur here I come.....

Svo birtist nú samhengsilaus útdráttur af þessu bloggi í Austurglugganum, það er greinilegt að maður verður að passa sig hvað maður skrifar, maður veit aldrei hver er að lesa og hvað hann gerir með það sem hann les, hehehe......gerir það að verkum að kanski hugsar maður áður en maður bloggar í framtíðinni.....og þó.....

Friday, May 14, 2004

Ruv

Ég hef sjaldan verið jafn kátur með að borga afnotagjöldin af RUV og akkúrat núna. Dagskráin er hreint mögnuð. Stjórnarandstöðu þingmenn eru að tala rosa lengi og mikið til að mótmæla lagasetningu um fjölmiðla. RUV er á staðnum með beina útsendingu. Það er málþóf í beinni, æsispennandi stöff!!

Spakmæli dagsins á Bob Marley: "Don´t rock my boat because I don´t want my boat to be rocking". Já, Bob, já.


Wednesday, May 12, 2004

Ahemm

Ég ætla að biðja samkynhneigða og hjúkrunarfræðinga formlega afsökunar, hef að sjálfsögðu ekkert á móti þeim, ég var bara að sýna eins mikla ónærgætni og kostur var, átti að vera svona brandari, skil jú?.....allavegannahér.......ég er almennt á móti nærveru og hlýju, vill helst að fólk komi fram við hvert annað svipað og það kemur fram við ísskápa og hafi í huga styrkingarsögu viðkomandi sem og þá umhverfisskilmála sem eru mest relevant á hverjum tíma. Þannig gerum við heimin að betri stað, ísskáparnir mínir.

Í dag ætlaði ég að vakna kl9 en svaf yfir mig og vaknaði ekki fyrr en kl9:17. þá fór ég í sturtu og notaði nýja sjmpóbrúsan sem ég keypti í bónus í fyrradag. hann er stærri en síðasti sjampó brúsi sem ég keypti en mér fannst hann klárast of fljótt. í sturtunni burstaði ég líka tennurnar og notaði til þess annað tannkrem en vanalega af því að tannkremið sem mér finnst best var búi og þá þurfti að grípa til varatúbunnar. síðan þurrkaði ég mig og klæddi, ákvað að fara ekki í sömu peysu og í gær, hún var samt eiginlega ekkert skítug ég villdi bara breyta til í dag. síðan borðaði ég morgunmat, fékk mér svona hatting brauð sem maður hitar í ofni, meðs smjöri og osti og drakk mjólk með og svo fékk ég mér líka drykkjarjógúrt með jarðarberjabragði......

gott blogg, gott blogg.....skemmtilegustu bloggin eru svona "í dag" blogg....

Tuesday, May 11, 2004

Hehehe

Það er svo mikið að gera hjá mér í próflestrinum að ég sé mér ekki annað fært en að blogga oft á dag. Nú var ég að lesa á netinu að tveir ljósmyndarar hafi kært einn meðlim strákasveitarinnar Blue fyrir líkamsárás. Þetta er fyrir mér skilgreiningin á hugrekki. Ef ég yrði laminn af meðlimi í Blue (tala nú ekki um ef mundi berja mig og einhvern vin minn) þá myndi ég ekki segja nokkrum manni frá því. Aldrei! Bara segjast hafa dottið niður stiga eða gengið á hurð. Eða "lítil stelpa með tíkaspena kallaði mig aumingja og ég sagði henni að þegja og hún lamdi mig, hún var örugglega alveg 8 ára" frekar en að segja "Ryan úr Blue barði mig"....nei, það væri bara of mikil niðurlæging.

allaveg, lesa meira........
Hit me with your rythm stick

Jæja, bara eitt próf eftir og það í sálmeinafræði barna og unglinga. Já þau fá sálmein blessunirnar og þá þurfa þau að fá gott fólk til að veita þeim nærveru og hlýju......NEI!!!! Það er bara fyrir hjúkkur og homma! þau þurfa kraftmikla og árásargjarna meðferð! Þau þurfa...........ORRA!!! og rítalín (og stundum haldol, clorpromazine, cipramil, benzodiasepine, zoloft, prozac, l-dopa, barbituates og thorazine líka).

Ég hef áhyggjur af því að svona blogg-rugl dragi úr trúverðugleika mínum sem sálfræðingi í framtíðinni. Myndir þú treysta þessum manni fyrir geðheilsu þinni?

Hegðun er stjórnanleg. Vissuð þið það??

Nú myndi einhver álykta sem svo að ég sé búin að lesa of mikið og þurfi að fara út og fá mér bjór. Rétt til getið. En þetta stendur allt til bóta. Ég er ekki búinn að missa vitið (að eigin faglega áliti), bara gaman að blogga einhverja vitleysu. Á laugardag þegar prófinu mínu er lokið mun ég fara í partý og horfa á Júróvísjón og drekka bjór. Síðan mun ég sennilega fara í annað partý með fleirum verðandi sálfræðingum þar sem próflokum verður fagnað.

Ég hlakka til.


Sunday, May 09, 2004

Eeeeeeeaaaaaaaagggggggggllllllllllsssssssssss

Palace eru komnir í play-offs!! Þrátt fyrir 2-1 tap fyrir Coventry í dag þá voru önnur úrslit afar hagstæð og því tryggði Palace sér 6. sætið og þar með í play-offs. Brian Deane á heiður skilin enda mikill snillingur en hann skoraði jöfnunarmark West Ham gegn Wigan og tryggði þetta fyrir okkur. Dásamlegt. Í undanaúrslitum mætast því Palace og Sunderland annars vega og Ipswich og West Ham hinns vegar. Ég er feginn því Sunderland eru skásti kosturinn. Raunsætt mat er að sigurvegarinn í Ipswich-West Ham viðureigninni fari upp, það eru allavega sterkustu liðinn á pappírunum, en allt getur gerst!!

Sem tribute fyrir hetjurnar verður nú stutt leikmannakynning á byrjunarliði Palace. Þeir sem fylgjat með knattspyrnu ættu því ekki að koma að fjöllum þegar þeir horfa á Palace leiki í úrvalsdeildinni næsta tímabil....hehe.

Nico Vaesen Markvörður. Reyndur og traustur lánsmaður frá Birmingham. Ef Palace fer upp þurfa þeir að tryggja sér þjónustu hans eða annars álíka til frambúðar.

Danny Butterfield Hægri bakvörður. Dugnarðarforkur og baráttujaxl sem keyptur var frá Grimsby. Engin Zidane en stendur alltaf fyrir sínu og er að mínu mati einn af leikmönnum tímabilsins í 1. deildinni. Hetja.

Danny Granville Vinstri bakvörður. Leikmaður með úrvalsdeildarreynslu, hefur m.a. spilað með Chelsea og Leeds. Veikur hlekkur að mínu mati og þarf að fá betri mann í staðinn ef í úrvaldeild er komið.

Tony Popovic Miðvörður. Stór og sterkur Ástralskur landsliðsmaður. Lykilmaður í vörninni og ef Palace fer ekki í upp er líklegt að tilboð frá stærri klúbbum laði hann á brott.

Mikele Leigertwood Miðvörður. Keyptur frá Wimbledon á miðju tímabili. Efnilegur varnarmaður, gæti náð langt þegar hann öðlast meiri reynslu. Jafnvel framtíðar landsliðsmaður.

Aki Riihilahti Varnartengiliður. Öflugur miðjumaður af finnsku bergi brotinn. Bókstafurinn "i" kemur þó ekki nógu oft fyrir í nafni hans að mínu mat. Minn uppáhalds leikmaður og á hann eftir að vekja verðskuldaða athygli á alþjóðavettvangi.

Micheal Hughes Sóknartengiliður. Afar reyndur og skemmtilegur miðvallarleikmaður. Hefur mikla sköpunargáfu og er einnig lipur með knöttinn. Einn af þessum mikilvægu mönnum, ef hann á góðan leik á liðið góðan leik.

Wayne Routledge Hægri kantur. Undrabarnið í liðinu. Aðeins 18 ára gamall U-21 landsliðsmaður fyrir England. Snöggur og lipur kantmaður sem hefur auga fyrir marktækifærum.

Julian Gray Vinstri kantur. Fyrrverandi mest hataði maður liðsins. Er þó sennilega hæfileikaríkasti leikmaðurinn, var keyptur frá Arsenal þar sem hann komst ekki í lið. Hefur komið aftur úr útlegð og á stóran þátt í velgengi liðsins. Fer þó sennilega til stærra liðs ef Palace fer ekki upp.

Neil ShipperleyFramherji. Fyrirliði liðsins, ennda reyndur og kraftmikill. Ekki mesti markaskorari í heimi en gefur alltaf 110% í alla leiki og er sterkur í loftinu. Hefur sannað sig í úrvalsdeildinni.

Andy JohnsonFramherji. Markakóngur liðsins með rúmlega 30 mörk þetta tímabilið. Kom sem skiptimynt frá Brimingham þegar C. Morrison fór þangað og hefur slegið í gegn. Er gríðarlega snöggur og vinnusamur. Ef hann fer að nýta færin sín betur verður hann skeinuhættur í úrvalsdeildinni. Enn einn leikmaðurinn sem verður örugglega ekki í 1.deils á næsta ári sama hvar Palace verður.

Þetta er bara byrjunarliðið fleiri snillingar eru náttlega í liðinu. Mitt mat er að ef liði fer upp þarf að kaupa markmann, v.bakvörð, miðvörð og framherja.......semsagt minnst 4-5 sterka leikmenn......ef við förum ekki upp tel ég að við missum allavega 3-4 lykilmenn til stærri klúbba. Mikið í húfi.

En sennilega förum við ekki upp þetta árið. Þó 25% líkur........

Friday, May 07, 2004

Próf

Skemmtileg tilfinning þegar maður er kominn á ákveðið stig í prófundirbúningi og fattar, "ég get hætt að læra núna". Þetta er ekki endilega sú tilfinning að maður sé viss um að maður viti allt heldur bara að fatta að meður reddar engu úr þessu. Ef ég er búin að klúðra þessu þá er ég búin að klúðra þessu, því verður ekki bjargað úr þessu. Ef ég kann þetta ekki núna, þá er of seint að læra það. Góð tilfinning. Þá er gott að skella sér í grillveislur. Einnig er mikilvægt að hvíla miðtaugakerfið fyrir próf til að minnka sprengihættu þegar á hólminn er komið .

Skegg eru algeng meðal sálfræðinga. Ég er ekki með skegg. Hvað skal gera?

Ég er semsagt að fara í próf í fyrramálið í "Framhaldsnámskeiði í afbrigðasálfræði". Búin að sitja í viku og pæla í mati og meðferð við ýmisskonar afbrigðilegheitum. Afar ánægjulegt.

Nei, held ég sleppi skeggi. Ég má ekki við því.

Thursday, May 06, 2004

Bækur og bíómyndir

Ég var að fá þær gleðifréttir að framleiðsla á Hitchikers Guide to the Galaxy- THE MOVIE, er hafinn. Ég hlakka til. Fyrir ykkur sem ekki eruð nörd, þá er HHGG þríleikur í fimm pörtum eftir rithöfundinn Douglas Adams, sem dó óvænt fyrir um tveimur árum. Í stuttu máli fjalla allar fimm bækurnar um hinn seinheppna Arthur Dent sem kemst af því nokkrum mínútum áður en jörðin er sprengd í tætlur að besti vinur hans er geimvera og að hægt er að húkka sér far með UFO-um, sem þeir gera og upphefst þá drepfyndið og afar skemmtilegt ferðalag Arthurs og félaga um tíma og rúm. Allt verkið er snilldarlega skrifað og alveg öskrandi, æpandi, pissa-á-sig fyndið. Ég hef lesið allar fimm bækurnar (og eina smásögu sem er í raun hluti af sögunni) að minnsta kosti fimm sinnum og ég ætla að lesa þetta allt aftur (og örugglega aftur og aftur).

Nú hefur semsagt verið ákveðið að búa til bíomynd um herlegheitin, sennilega verður myndin byggð á fyrstu bókinni, sem er bara snilld. Í hlutverki Arthur Dent mun verða gaurinn úr Office Space, sem heitir Martin Freeman eða eitthvað álíka........ég veit ekki hvernig mér lýst á það.......mjög mikilvægt að hann nái góðum breskum hreim til að túlka góðan Arthur......upphaflega átti Hugh Grant að leika Arthur, það hefði verið gott upp á hreiminn enn ég veit ekki með lúkkið......

Einnig er alltaf vandkvæum bundið að breyta bókum í bíó. Tókst þó afar vel með Lord of the rings....en það var líka huge dæmi. Ég hef nokkrum sinnum lent í því að lesa bækur sem síðan er breytt í myndir og er árangrinn mjög misjafn. Ég var sennilega eini maðurinn í heiminum sem hafði lesi Independence Day sem bók áður en myndin kom.....Einnig las ég K-Pax löngu áður en sú mynd kom, en það varð snilldar mynd og Kavin Spacey var frábær sem Prot.....Minn uppáhalds rithöfundur (ásam Douglas Adams) er sennilega Kurt Vonnegut og hafa allavega verið gerðar 3 myndir eftir hans bókum. Ég hef séð tvær þeirra, Breakfast of Champions sem var ekki ein af hens betri bókum (samt alveg góð, bara hár standard) og frekar slöpp mynd, einnig sá ég Mother Night sem var algjört meistarastykki sem bók og góð mynd. Einnig hefur Slaughterhouse 5 verið gerð af mynd en hana hef ég ekki séð. Sagan segir þó að sú mynd sé frábær þó ekki sé nokkur leið að sú mynd sé jafn góð og bókin þar sem hún er eitt af stórvirkjum bókmenntasögunnar. Ef einhver hefur ekki lesið hana þá er hann afglapi.

vá hvað maður getur verið duglegur að blogga þegar maður þarf að vera að læra undir próf. Í tilefni þess að það er fimmtudagur og það er verið að gera mynd uppúr HHGG ætla ég nú að vitna í Arthur Dent þar sem situr á bar í hádeginu í enskum smábæ og besti vinur hans er segja honum að heimurinn sé að fara að enda:

"Did I do anything wrong today or has the world always been like this and I´ve to wrapped up in myself to notice" Arthur said. Ford gave up. He just said, "Drink up".
He added, pefectly factually, "The world´s about to end"
"This must be Thursday" said Arthur to himself, sinking low over his beer. " I never could get the hang of Thursdays."

Monday, May 03, 2004

Speki dagsins

"I've got no money, I've got no hope, I've got no self-respect. Everything's back to normal".

-Charles Bukowski

Sunday, May 02, 2004

Fótbolti rúlar

Það ríkir gleði í hjörtum Palace aðdáenda núna. Eftir ömurlega byrjun á tímabilinu hefur liðið tekið sig verulega á og vart tapað leik núna í nokkra mánuði. Í gær unnum við Walsall 1-0 og markið skorarði mesti kenttspyrnusnillingur sem heimurinn hefur séð síðan ég lék í 3.flokki Þróttar Nes. Enginn annar en Andy Johnson sem hefur skorað 31 mark á tímabilinu og er að ég held markahæstur í 1.deild. Nú er svo komið að C.Palace þarf aðeins eitt stig til í lokaleiknum gegn Coventry til að tryggja sér play-off sæti, eitthvað sem ég hefði aldrei trúað í upphafi tímabils. Gleði, gleði. Glad all over!

Meistari Ólafur Arnar telur upp á magnaðri bloggsíðu sinni liðsmenn 3.flokks Þróttar og rifjar upp nokkur ferðalög þess magnað hóps. Þetta var á þeim tíma sem ég kom með kombakk í fótboltanum. Náði nú ekki miklum árangri, hafði þótt efnilegur markmaður í denntíð en kom með kombakk sem striker, man þó eftir að hafa skorað jöfnunarmark fyrir b-liðið á móti Haukum í æfingaferðinni sem Ólafur ræðir um. Ég hafði stórskemmtilegan stíl, var latur framherji. Hjálpaði ekki til við ómerkilega hluti eins og vörn heldur hékk frammi og stóð kjurr. Hreyfði mig aðeins ef ég sá nokkurn möguleika á því að ég gæti skorað. Aðferð sem virkaði furðuvel og mér tókst oft að skora, þó ég gerði lítið annað......

Síðan þá hef ég eingöngu haldið mig við tölvuleikjafótbolta. Þar háir mér ekki líkamlegt atgerfi mitt og árangurinn því mun betri þar. Talandi um líkamlegt atgerfi þá fór skokkhópurinn Krummi í sína fyrstu skokkferð um daginn. Tekið var létt skokk með göngu í bland. Ég var með harðsperrur í tvo daga á eftir og er ennþá jafn feitur. Veit ekki hvort þetta borgar sig......

This page is powered by Blogger. Isn't yours?