<$BlogRSDURL$>
[ Gestabók ]
bók fyrir gesti

Friday, July 22, 2005

Nýtt starf

Eins og ég spáði í síðasta bloggi, inn á milli montsins, þá kem ég ekki til með að endast í sérkennslustjóra starfinu þann tíma sem um var samið. Ég sagði upp í dag.

Ástæðan er sú að ég sótti um og fékk sálfræðingsstöðu á Þjónustumiðstöð Laugardals- og Háaleitis sem er stærsta þjónustumiðstöðin í Rvk og sinnir um 30.000 manns. Þannig að í stað þess að sinna einum leikskóla sinni ég núna 9 grunnskólum og 20 leikskólum.

Þetta er æðislegt. Betri staða sem er hærra í metorðastiganum, talsvert hærri laun og handleiðsla hjá reyndari sálfræðingum. Semsagt, Orri er búinn að finna framtíðarstarf. On to bigger and better things.....

Langaði bara að deila gleðinni með ykkur. Annars er næst á dagskrá að fara í tveggja vikna sumarfrí og ná Neistafluginu fyrir austan og svona.....gaman gaman.

Svo byrjar nýja vinna um miðjan ágúst.

Vei.

Monday, July 11, 2005

Bara svo þið vitið það.....

....Þá eruð þið að lesa blogg hjá löggiltum sálfræðingi. Ekki nóg með það að ég hafi nú öðlast lærdómstitilinn examine candidatus psychologiea til viðbótar við lærdómstitilinn baccolaureus artium, heldur þá hef ég líka fengið plagg frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu sem á stendur að ég hafi samkvæmt lögum um menntun, réttindi og skildur sálfræðinga frá 1971 leyfi til að kalla mig sálfræðing og starfa sem slíkur á Íslandi. Sko mig.

Úskrifaðist meira að segja með fyrstu einkunn. Sko mig. Ég vildi að ég gæti verið hógvær, en það er bara svo erfitt fyrir mann eins og mig.

Ég er að vinna núna sem sérkennslustjóri á leikskólanum Ægisborg. Það er fínt en ég sé mig ekki endast út árið sem ég samdi um að vera þar. Ég er over-qualified í rauninni.........en gaman að vinna þarna, skemmtilegt starfsfólk og yndisleg börn sem ég kenni. Sjáum til.

Svo er ég líka búinn að ráða mig í aukavinnu sem fastapenna hjá Vísindavefnum. Þar mun ég taka að mér að svara spurningum um sálfræði og skild fræði, til að fræða fróðleiksfúsa Íslendinga um fræðigrein mína, sem er náttúrlega stórmerkileg. Sko mig.

Kíkið á Vísindavefur.is. Og fræðist.

Auk þessa er ég að skrifa tvær fræðigreinar til birtingar í viðurkenndum fagtímaritum og hugsanlega að fara af stað með stórt rannsóknarverkefni sem gæti staðið yfir í allt að eitt ár, hugsanlega lengur, ef samningar nást við viðeigandi stofnanir og fyrirtæki. Sko mig.

Jæaæaja. Nóg monnt.

kveðja,

Orri Smárason, baccolaureus artium, examine candidatus psychologiea.
Sálfræðingur

P.S. Héðan í frá mun kosta 5000 krónur á tímann að spjalla við mig. Sendi gíró.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?