<$BlogRSDURL$>
[ Gestabók ]
bók fyrir gesti

Tuesday, September 16, 2008

Lítill frændi og leikskólastúss

Jæja, Jóka sys og Willi eignuðust loks ágústprinsinn sinn svokallaða þann 1. september, þannig að drengurinn byrjaði ævina með því að leika rækilega á foreldra sína. Efnilegur. Hann er dásamlegur auðvitað, sefur mikið, drekkur mikið og kúkar mikið. Ekki ósvipaður ónefndum frænda sínum.

Einar Smári er byrjaður á leikskólanum og fílar það í tætlur. Hann var nokkra daga að aðlagast þessu eftir langt og mikið sumarfrí en núna er bara gaman.

Við skötuhjúin skruppum til Rvk þessa síðustu helgi í svonefnda sparnaðar- og bindindisferð. Fórum tvisvar í bíó, út að borða og í helstu verslanir. Gott. Fórum á djammið og hittum fullt af einhverju djöfulsins pakki og var það gaman.

Það er kominn pallur við húsið mitt og er það vel. Þar er hægt að sitja á haustkvöldum og fylgjast með laufunum falla af trjágróðrinum í kring. Og hugsa djúpt.

Í Rvk var farið í heimsókn til Denna og hann sýndi okkur tölvuspil sem heitir Guitar Hero. Ég var ömurlega lélegur í því og fannst það ógeðslega gaman. Við keyptum á endanum svoleiðis á tilboði í Elko. Ég ætla að spila það í kvöld!!

Ég held að Xbox 360 sé stórkostlegasta tækniundur sem mannskepnan hefur skapað. Rafeindahraðlar í Sviss geta ekki spilað Guitar Hero eða PES, eða leyft mér að vera hetja með sverð og skjöld sem berst gegn illum öflum í ævintýraheimi. Það er svo gaman! Xbox er málið. Rafeindahraðlar eru samt alveg fínir sko, sérstaklega ef þeir geta fundið Higgs bóseind. En Xbox hefur vinningin.
Ekki tala við mig um Playstation 3, sem er bara fyrir lítil börn og veimiltítur. Þar eru umbúðir og stórar fullyrðingar í auglýsingum teknar framyfir innihaldið, en því er öfugt farið með Xbox 360.

Missti mig örlítið í einni bókabúð fyrir sunnan og hef því nóg lesefni í bili. Ég er svo veikur maður í bókabúðum.

So it goes.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?