<$BlogRSDURL$>
[ Gestabók ]
bók fyrir gesti

Thursday, April 12, 2007

Poo tee weet

Í
gær dó uppáhalds rithöfundurinn minn, Kurt Vonnegut. Hann er einn af tveimur skáldsagnahöfundum sem ég hef lesið komplett, hinn var Douglas Adams og hann dó líka (þó ekki í gær).

Vonnegut var 84. Fyrst las ég Mother Night eftir hann, fannst hún snilld og ákvað að lesa aðra bók eftir þennan mann. Bókin sem varð fyrir valinu var Slaughterhouse 5. Eftir það varð ekki aftur snúið og ég fann mig knúinn að lesa allt sem hann hafði skrifað. Sem ég og gerði.

Fátt fólk hefur haft jafn mikil áhrif á mig, mínar skoðanir og þankagang og þessi gamli keðjugreykingarmaður frá Indianapolis. Við áttum ansi margar góðar stundir saman, sérstaklega eru mér minnistæðar góðar stundir frá fyrsta ári mínu í háskólanámi þar sem ég hafði takmarkaðan aðgang að sjónvarpi og las því Vonnegut út og suður og einnig dásamlegar stundir í baðkarinu að Huldubraut 1, Kópavogi. Þar var gott að fá sér koníakstár og lesa eðalbókmenntir á meðan maður lá í bleyti.

Uppáhaldsbókin mín heitir Cat´s Cradle og er eftir hann.

Sumir voru þeirrar skoðunar að Vonnegut væri svartsýnn rithöfundur og þunglyndi væri fylgikvilli lesturs hans. Þetta fólk fór verulega á mis við kjarnan í Vonnegut, boðskapurinn var alltaf fallegur. Jafnvel væminn. Vinur Vonneguts lýsti einu sinni skriftum hans þannig: He puts bitter coating on sugar pills.

Þear fólk deyr er svosem ekkert hægt að segja að viti. Þetta endurspeglaði Vonnegut í Slaughterhouse 5 með því að skrifa þrjú orð í hvert skipti sem persóna í bókini dó. Orðin voru: So it goes.

Þannig að ég segi bara takk fyrir allt gamli dauði kall. So it goes.



Wednesday, April 04, 2007

U2

Að kveldi næsta föstudags, þess langa, fer fram merkur tónlistarviðburður í Egilsbúð. Ég mun leika á trommur frá miðnætti og langt fram á nótt. Einnig verða á staðnum nokkrir hljóðfæraleikarar og söngvarar.

Um er að ræða U2 tribute kvöld BRJÁNS og ætti það að vera fjör. Allir að mæta.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?