<$BlogRSDURL$>
[ Gestabók ]
bók fyrir gesti

Monday, March 26, 2007

Plönin

Ég er á leið austur á fyrði næsta sunnudag. Reyndar er ég líka á leið í sumarbústað með tengdarforeldrum og fjölskyldunni á föstudaginn. Þar ætla ég að taka mér frí frá orlofsletinni og slappa rækilega af. Marinerast eins og kjúklingabringa í heita pottinum.

Allavegana. Flug austur á sunnudag. Þar ætla ég að eyða páskaföstunni með foreldrum mínu og fjölskyldu og nærast eingöngu á páskaeggjum og maltöli.

Svo ætla ég að taka þátt í spileríi með nokkrum góðum mönnum um páskahelgina. Til stendur að spila hér um bil öll lög sem írsku katólikkarnir í U2 hafa samið. Það þarf að æfa að kappi fyrir það, náttúrulega. U2 er góð hljómsveit. Þó þeir geti alveg líka verið leiðinglegir. Oftast skemmtilegir. Eða svona.

Saturday, March 24, 2007

Aulýgass

E
ndalaust er hægt að deila um erfðir og umhverfi. Sérstaklega eru sumir kollega minna sem hafa áhuga á þróun og þroska miðtaugakerfis mannskepnunar duglegir við kvabb um þetta. Ég hef heyrt að mörgum þeirra þykir ég vanmeta hinn meðfædda erfðaþátt og ofmeta það sem við lærum af því að fikta við veröldina. Auðvitað hafa þeir, en ekki ég, rangt fyrir sér.

Eftir að E. S. Orrason kom í heiminn hef ég þó, verð ég að viðurkenna, hallast meira að mikilvægi erfða en nokkru sinni fyrr. Mamma hans vill helst ekki vera í sokkum. Ekki hann heldur. Það er meðfætt.

ESO hefur takmarkaðan áhuga á sjónvarpi. Enda bara átta mánaða og skilningur hans á ofbeldinu og kláminu sem sullast yfir heimilið úr imbakassanum takmarkaður. Hann er þó spenntur fyrir öllum nýjungum, eins og barna er von og vísa. Hann horfir því glottandi á sjónvarp í 30 sekúndur eftir að það er kveikt á því. Svo er áhuginn búinn. Á þessu er þó sú undantekning að auglýsingar grípa litla heilann hans algjörlega. Sama hversu upptekinn hann er við daglega iðju sína, svo sem að kúka, detta á hausinn og reyna að borða fjarstýringar, gerir hann alltaf hlé á öllu til að horfa á auglýsingar. Hvernig í ósköpunum honum tekst að greina auglýsingar frá öðru sjónvarpsefni skil ég ekki. Kannski er það mússíkin og fallegu litirnir. Veit ekki.

En málið er að ég var alveg eins. Ég elskaði auglýsingar sem barn. Aulýgass eins og ég kallaði það var meira spennandi en Stundin okkar. Þetta er líka meðfætt.

Einar Smári stendur núna upp við stóra gluggann okkar og horfir glaður á fólk labba framhjá húsinu. Við búum við inngang í stórri blokk og því talsvert margt að sjá. Litli meistarinn hefur klárlega skoðanir á fólkinu sem hann sér. Hann talar við suma, hann hlær að sumum og hann öskrar hreinlega á aðra. Honum finnst þetta ógeðslega gaman.

Í morgun gaf hann mér ágætis hugmynd um hvernig tekið verður á því ef hann byrjar einhvern daginn, hugsanlega í uppreisn og með unglingaveikina, að smakka áfengi. Forsaga málsins er sú að ég dvaldi á bar í miðbæ borgarinnar til hálffjögur í nótt og var því í viðkvæmu ástandi klukkan átta í morgun þegar húsbóndinn á heimilinu heimtaði nýja bleyju og mjólk að drekka. Konan mín var á leið út og því ekki um annað að ræða en að ég, af einskærum hetjuskap og karlmennsku, rifi mig upp á rasgatinu og sinnti afkvæminu. Ég vildi að konana mín vorkenndi mér en hún hló bara að mér. Ég með hausverk, brjóstsviða og ógleði. Grimmar skepnur, konur.

Þetta gerði það að verkum að ég, af einskærum hetjuskap og karlmennsku, varð frekar fúll og vildi hefna mín á einhverjum. Þá fékk ég þá frábæru hugmynd að hefna mína bara á syni mínum þótt síðar yrði. Ef ég verð var við næturbrölt á honum þegar þar að kemur mun ég bara vekja hann snemma daginn eftir og láta hann slá blettinn. Eða moka snjóinn af stéttinni. Eða ryksuga stofuna.

Hefndin verður sæt. Múhhahaha!


Monday, March 19, 2007

Mafakka!

Helvítis Google drasl búið að taka yfir blogger og bölvað vesen orðið að skrá sig inn. Allavega fyrir mig. Ég er alfarið á móti veseni. Svo er ég líka bara latur og það er helsta ástæðan fyrir bloggleysinu upp á síðkastið.

Ég fer að vinna um mánuði fyrr en til stóð því litli labbakúturinn er kominn með leikskólapláss og konan mín vill ekki leyfa mér að hanga heima allan daginn meðan hann er í leikskólanum. Ég hlakka nú barasta til að fara að vinna. Hlakka ekki til að vera útkeyrður og uppgefinn í loka hvers einasta vinnudags en ég hlakka til vinnunar sjálfrar. Núna ætla ég að verða skipulagðari og duglegri við að segja nei þannig að ég geti nú eitthvað sinnt konu og barni meðfram vinnupuði.

Upp á síðkastið hef ég svolítið verið að stússa í Res Extensa sem er nýstofnað félag um hug, heila og hátterni sem kemur m.a. til með að halda úti vefriti. Á resextensa.org er hægt að fræðast um félagið og skrá sig í það en það er ókeypist og öllum frjálst. Nú þegar hefur félagið haldið vel heppnaða ráðstefnu um gagnrýna hugsun og verið að er skipuleggja að gefa þá ráðstefnu út í bókarformi. Fleiri viðburðir eru líka á döfinni og áhugaverðar greinar fara brátt að birtast í stórum stíl á síðunni.

Við Guðný erum að íhuga að flytja til Nesk þegar hún útskrifast. Getur einhver reddað mér góðu djobbi þarna fyrir austan? Kemur allt í ljós.

Annars er ekkert að frétta. Maður er bara chilla með Einari Smára alla daga og er það fjör.

Gott mál.

Leiter mafakkas!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?