<$BlogRSDURL$>
[ Gestabók ]
bók fyrir gesti

Tuesday, June 27, 2006

I like lamp

Það er víst ekki mælt með því að óléttar konur taki stórar ákvarðanir á síðustu mánuðum meðgöngu, þar sem þær eru ekki taldar í nóg góðu jafnvægi til þess. Konan mín sannfærði mig því um að taka þá ákvörðun að kaupa nýjan sófa á heimilið, þar sem hún var ekki fær um að taka þá ákvörðun sjálf.

Hún fór í húsgagnaverslun, fann flottan sófa, auglýsti gamla sófan til sölu, ráðfærði sig við vinkonur og ættingja um ýmis sófafræði, mældi íbúðina í bak og fyrir til að tékka hvort nýtt skipulag gengi ekki upp...og lét mig svo vita um hvaða ákvörðun ég þyrfti að taka í málinu. Að sjálfsögðu keypti ég kvikindið, enda fullfær um að taka svona ákvarðanir, ólíkt sumum.

Í gærkvöldi stóð ég inní stofu og úðaði einhverju sulli úr spreybrúsa á nýja sófann, en kallinn í búðinni sagðu okkur að það væri mikilvægt að setja svona efni á hann. Þegar brúsinn var tómur las ég leiðbeiningarnar og komst að því að þetta efni má aðeins nota utandyra og alls ekki nálægt óléttum konum. Ef það er notað innandyra verður maður víst að nota gasgrímu.

Ég hennti því Guðnýju út (sem betur fer var í öðru herbergi á meðan úðunin fór fram) og hálfum sófanum líka. Opnaði alla glugga og hurðir. En varð sjálfur sennilega þarna fyrir óbætanlegum heilaskaða.

Er í alvöru ætlast til þess að maður lesi svona leiðbeiningar FYRIR notkun? Það reyndar stóð á brúsanum: VARÚÐ lesið leiðbeiningar fyrir notkun.....en hver tekur mark á því?

Ég er sauður. En lampar eru kúl.

Tuesday, June 20, 2006

Að vinna ekki, en fá samt borgað.

Bráðum fer ég í sumarfrí og skilst mér að þá fái ég laun, þó svo að ég vinni ekki neitt. Þar sem þetta er í fyrsta sinn sem ég vinn alvöru vinnu og fæ að taka alvöru sumarfrí er ég verulega spenntur fyrir þessu.

Ekki svo að skilja að ég muni bara flatmaga og slappa af. Nei ,nei. Ég á náttúrulega von á erfingja í byrjun júlí og skilst mér að það þurfi bara svolítið að hafa fyrir þessum krílum, svona fyrstu vikurnar allavega. Ég á eftir að verða öflugur í bleyjunum....

Blessað sumarfríið, sem ég ætla að nota til að eignsat barn og stússa í bleyjum, bliknar þó í samanburði við það sem á sér stað í desember. Eftir sumarfrí fer ég aftur í vinnuna og vann til 1. des. Þá fer ég í fæðingarorlof. Í hálft fúkking ár. Frá desember 2006 til júní 2007 verð ég heimavinnandi pabbi. Með svuntu og uppþvottahanska.

Blessuð sé jafnréttisbaráttan.

Síðan í gær erum við (ég geng í gegnum samúðarmeðgöngu...) kominn á 38. viku, sem þýðir að ef bumbubúinn skellti sér í heiminn í dag teldist hann ekki einu sinni fyrirburi. Ég er ekki ennþá að skilja að inní maganum á Guðnýju sé bara einhver manneskja sem gæti poppað út á hverri stundu. Fríkað. Ætli honum finnist bakaðar baunir góðar?

Við verðandi foreldrar erum frekar upptekinn af þessu barnastússi núna og varla viðræfuhæf um annað. Skrítið....

Thursday, June 15, 2006

Síðan hvenær.....

.....er gróf sálræn pynting skemmtiefni fyrir almenning? Hér vísa ég til tveggja erlendra raunveruleikaþátta. Annar heitir "Solitary" og í honum eru 9 manns lokaðar af, eitt og sér, í einangruðum klefum. Síðan eru þau beitt svenfskerðingu, þau eru svellt og svo eru þau látin leysa stærðfræðidæmi, sitjandi á naglabretti með háværa sírenu í gangi. Og margt fleira í svipuðum dúr. Sá sem endist þessar pyntingar allar saman lengst vinnur.

Hinn heitir "Shock Treatment" og í honum eru þátttakendur látnir dvelja í yfirgefnum geðspítala og þar eru þau látinn undirgangast ýmisskonar "tilraunir og rannsóknir" sem hannaðar eru til að hræða þau og gera þau varnarlaus, hrædd, stressuð og pirruð. Rutger Hauer stjórnar þessum þætti og hann er hrikalega töff.

Ég varð fyrir miklum vonbrigðum og sárindum við það að sjá að skemmtanabransinn skuli leggjast svo lágt að framleiða svona viðbjóð og gera ráð fyrir að almenningur hafi gaman af þessu. Ég varð einnig fyrir miklum vonbrigðum og sárindum með að það að kollegar mínir skuli leggja svona þáttum lið sem ráðgjafar og draga þar með starfstétt mína niður í skítinn.

Mestu vonbrigðin og sárindin eru þó þau að fá ekki að sjá þessa þætti.

Helvítis vesen.

Wednesday, June 14, 2006

Óvissuferð

Það getur verið varhugavert að skella sér í djamm- og drykkjuferðir með vinnunni sinni. Ég hafði því hugsað mér að hafa varan á þegar ég fór í óvissuferð með vinnunni minni síðasta föstudag. Ég gerði ekki ráð fyrir því að fyrstu áhrif áfengis á miðstaugakerfið eru að maður hættir að hafa varan á.

Það var þrusugaman.

Denni vinur minn var í bænum og hann koma og hitti mig seint um kvöldið. Þá var ég aldeilis hress. Svo hress var ég að yfirmaður minn sagði við mig í gær að ég hefði kallað hann hálfvita. Ég mundi nú ekkert eftir því, en þekkjandi sjálfan mig fannst mér það ekki ólíklegt. Enda væru vinir mínir margir hverjir hálfvitar, en alls ekkert verri fyrir það.

Ég og yfirmaður minn krössuðum þrítugsafmælis boð hjá Draupni Rúnari. Það var stuð.

Svo fór ég og hitti Denna. Kallaði hann sennilega hálfvita. Alls ekki illa meint, hann er snillingur líka, sjáiði til. Við röltum um þangað til að ég sá að það voru dyraverðir að henda einhverjum út af skemmtistaðnum Rex. Það fannst mér sniðugt. Ég sannfærði Denna um að það væri gott plan að fara á Rex og láta henda okkur út. Við fórum á Rex, hittum fólk sem könnuðumst við og drukkum Long Island Ice Tea. Gleymdum alveg að láta henda okkur út. En ég man að ég lamdi Denna í hausinn nokkrum sinnum. Hann lamdi mig á móti. Svo hlóum við og hlóum. En var ekki hent út.

Í óvissuferðinni var hvalaskoðun. Hvalir eru ömurlegir.

Ég var stigavörður í spurningkeppni vinnustaðarins og við það að leysa skildur mínar sem slíkur af hendi varð ég illa skorinn af demantshring. Ég hélt á penna sem fúnkeraði sem bjalla, maður þurfti að ná honum til að fá svarréttinn. Kapphlaup um pennan braust út og einhver fleygði sér á pennan með þvílíku offorsi að hópur fólks endaði í hrúgu á gólfinu. Við það fékk ég hárbeyttan (en afar huggulegan…) hring í hálsinn og skarst þónokkuð. Var alblóðugur. Ég sýndi öllum blóðið og fékk verðskuldaða samúð. Konan sem skar mig var frekar miður sín og hringdi í mig mánudaginn eftir ferðina, voða sorry og svona. Að sjálfsögðu hótaði ég henni málssókn.

Ein var sjóveik í ferðinni og ældi.

Svo var stangveiðikeppni. Ég átti í rökræðum við félagsráðgjafa um gæðamun eigindlegra og megindlegra rannsóknaaðferða þegar ég tók eftir að einhver hafði dregið vænan þorsk upp á þilfarið. Ég var, bæ ðe vei, að rústa henni í þessum rökræðum. Ég stökk til og greip þorskinn, spurði hann hvort hann vildi ekki bjór og sullaði svo úr bjórdósinni minni upp í hann. Svo hennti ég honum í sjóinn og sagði að það gengi ekki að hafa svona fulla fiska í bátnum. Engum fannst ég fyndinn. Svo reyndi ég að halda rökræðunum áfram en fékk litlar undirtektir…….

Þetta var ferlega góð óvissuferð.

Sumt sem ég segi í þessu bloggi er ekki alveg satt. Annað er lygi. En öllu gríni fylgir alvara.

HM er æðislegt. Það er alveg satt.

Thursday, June 08, 2006

Blindir fá Sýn

Nú hefur ekki farið framhjá nokkrum heilvita manni að HM byrjar á morgun. Í gær sagði konan mín við mig “ég hef aldrei séð þig svona miður þín”. Við Guðný höfum verið vinir ævilangt og kærustupar í 5 ár og gengið í gegnum ýmislegt saman, til dæmis dauðsföll í fjölskyldum beggja. En hún hafði aldrei séð neitt fá jafn mikið á mig og atburði síðustu daga.

HM er sýnt á Sýn. Ég er með samning við OgVodafone sem tryggir mér Sýn á sérkjörum. Ég ákvað að virkja þetta tilboð síðustu mánaðarmót. Út af HM, auðvitað.

Ég fór og náði í myndlykil og borgaði fyrsta áskriftarmánuðinn og brosti til starfsfólksins þann 1. júní. Lífið var gott. Sýn átti að afruglast þann 5. júní. HM hefst 9. júní. Ekkert mál.

5. júní: Ég kveiki á sjónvarpinu og stilli á Sýn. Ekkert gerist. Svartur skjár. Þegar líður á daginn og ekkert breytist hringi ég í þjónustuver 365 ljósvakamiðla og krefst skýringa. Kemur í ljós að ég er ekki sá eini sem ætlar að fá sér Sýn fyrir HM. Það er álag á kerfinu og tæknileg vandamál við að kveikja á afruglun hjá nýjum áskrifendum. OK. Á að lagast um kvöldið eða á morgun.

6. júní: Ekkert gerist. Engin Sýn. Íhuga að hringja aftur í 365 en ákveð að þolinmæði sé dyggð. Svo reynist ekki vera.

7.júní: Enn engin Sýn. Ég hringi í 365 ljósvakamiðla. Þau segja að víst sé ég með Sýn. Ég segi: nei, nei. Ó! segja þau þá. Hjálplegt. Samkvæmt þeirra kerfi á allt að vera klappað og klárt en samt virkar Sýn ekki. Þau segjast ætla að gera eitthvað trikk í tölvunni sinni sem oft virkar. Segja mér að hringja ef ekkert gerist á hálftíma. Ekkert gerist á hálftíma. Né á 45 mínútum. Ég hringi aftur. Fæ samband við vinalega stúlku sem leiðbeinir mér í gegnum eitthvað fiff við afruglarann sjálfan. Eftir nokkrar mínútur er hún afar sátt við árangurinn og segir að Sýn eigi að detta inn á næstu 20 mínútum. Eftir hálftíma er engin Sýn komin. Ég hringi aftur og fæ samband við upptöku sem segir mér að þjónustuverið sé lokað.

Á þessum tímapunkti segir Guðný mér að hún hafi aldrei séð mig jafn miður mín.

8.júní: HM byrjar á morgun og ég er ekki með Sýn. Gerið ykkur grein fyrir alvarleika málsins!!! Kaffi er vont, fólk er almennt leiðinlegt, veðrið er ógeðslegt og ég hóta ítrekað að bíta samstarfsfólk sem reynir að tala við mig.

Ástandið er slæmt.

Hringi aftur. Skelf af hræðslu og bræði. Verð mjög æstur þegar það er svarað og góla hástöfum í símann, fatta svo að þetta er símsvari. Bíð eftir sambandi við þjónustufulltrúa. Segi henni alla söguna með ekkasogum og látum.

Hún segir mér að koma með afruglarann. Hann er sennilega bilaður.

Ég þori ekki að vera bjartsýnn.

Tuesday, June 06, 2006

Við erum klikk


"But I don't want to go among mad people," Alice remarked.
"Oh, you can't help that," said the Cat: "we're all mad here. I'm mad. You're mad."
"How do you know I'm mad?" said Alice.
"You must be," said the Cat, "or you wouldn't have come here."

--Lewis Carroll, Alice's Adventures in Wonderland

This page is powered by Blogger. Isn't yours?