<$BlogRSDURL$>
[ Gestabók ]
bók fyrir gesti

Friday, April 28, 2006

Haiku dagsins (lesist upphátt með ljóðrænum tilþrifum)

Á föstudögum
eru allir glaðir í
vinnunni minni.

Tuesday, April 25, 2006

Hafið þið ekki lent í því....

....að símaskömminn hringi þegar þið eruð sofandi. Ég lenti í því um daginn og sá sem var hinum meginn á línunni spurði hvort hann hefði nokkuð verið að vekja mig. Ég laug og sagði að svo væri ekki.

Af hverju í andskotanum laug ég því?? Hann var að vekja mig og mátti hann ekki bara vita það? Er svefn eitthvað til að skammast sín fyrir?? Socially shameful activity??

Eða vill maður bara ekki að hin mannsekjan fái nagandi samviksubit yfir því að hafa truflað hjá manni lúrinn??

Veit það ekki. En þetta er rugl. Það er gott og eðlilegt að sofa og það á enginn að þurfa að biðjast afsökunar eða skammast sín fyrir sinn svefn. Það held ég nú.

Rétt í þessu sat ég á skrifstofunni minni og var að háma í mig hádegisverð með annari og vinna með hinni (ef barnið þitt greinist einhverntímann með þroskafrávik, þætti þér þá ekki vænt um að vita að sálfræðingurinn sem skrifaði skýrsluna um niðurstöðurnar, sjálfan stóradóminn, gerði það með annari hendi og hámaði í sig pasta með hinni??). Allt í einu strunsaði yfirmaður minn inn á skrifstofuna og byrjað að segja mér eitthvað. Snarstoppaði og þagnaði. Horfði á mig ásakandi og spurði mig: "Ertu að vinna á meðan þú borðar?" Ég laug því að svo væri ekki, ég væri bara að skoða netið. "OK" sagði hann og hélt áfram að tala.

Svo sat ég og hugsaði með mér hversu undarlegt það er að ljúga því að yfirmanni sínum að maður sé ekki að vinna, þegar maður er það. Maður á ekki að skammast sín fyrir það að vinna. Ekki frekar en fyrir það að sofa.

Ég ætla að hætta að ljúga um svona heimskulega hluti. Ef einhver vekur mig með símtali fær hann bara að vita það. Jamm, jamm. Kannski læt ég það meira að segja eftir mér að vera nett pirraður útí viðkomandi fyrir að vekja mig. Kannski verð ég brjálaður, jafnvel.

Nei, ætli það. Lýg örugglega bara.

Ég skráði mig í leik þar sem ég get unnið i-pod sem er áritaður af Eiði Smára. Svaka spennó.

Wednesday, April 12, 2006

Ljóð handa ykkur eftir John Hegley....

Outsider art

As a bit of a break for Albert
from the hospital of the mind
I accompanied him to the park for a picnic
and a bit of crayoning enjoyment;
using just the one crayon
he liked to attend to a piece of paper
and meticulously obliterate the surface area.
Some time into the process
a couple who shared Albert's middle age
came sneaking a fascinated peek
over the shoulder of what they took to be
an amateur landscape artist
but found his interpretation of reality
just a little too modern.

Snilld.

Annars er ég farinn austur yfir páskana.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?