<$BlogRSDURL$>
[ Gestabók ]
bók fyrir gesti

Friday, March 31, 2006

SUMT FÓLK

Sumt fólk getur sagt svo snilldarlega gáfulega hluti með svo fáum og einföldum orðum að maður er bara heillengi að átta sig á því hvað þeir eru að segja manni mikla snilld.

Hitt er þó því miður mun algengara að fólk noti löng, flókin og fræðilega sándandi orð til að segja nauða ómerkilega og oft á tíðum jafnvel heimskulega hluti. Stundum notar það meira að segja mörg löng og flókin orð til að segja bókstaflega ekki neitt. Ég sit með svona fólki á fundum all the fucking time. Þið þekkið týpuna, þeir sem tala mest en segja minnst.

Ég þoli það ekki þegar ég dett í þessa grifju. Byrja, til þóknast einhverjum sjálfskipuðum sérfræðingum sem ég vill impressa, að tala í öllum flóknu, löngu, geðveikt cool hljómandi orðunum sem ég kann, þó að þau þýði ekkert meiri eða merkilegri hluti en einföld og skýr orð.

Það versta er að þetta virkar. Þegar ég er kallaður til sem sérfræðingur hefur fólk vissar væntingar til þess að ég kunni stór og flókin orð. Ég verð að delivera the goods ef ég vill verða tekinn alvarlega. Bulla eitthvað á fræðilensku í smástund til að ávinna mér traust og status.

Við lítum öll upp til fólks sem hefur meiri orðaforða en við.

Ég þigg ekki ráð frá fólki sem ekki getur impressað mig með margatkvæða orðum sem ég skil ekki. Það er mín lífsregla.

Brálæðislegar stuðkveðjur.
OS

Monday, March 13, 2006

Rannsókn sem ég vildi að ég hefði gert.

Danish scientific experiments where Ecstasy was adminstered to pigs may help to explain depression in humans abusing the drug.
The three-year study conducted at the PET Center at Arhus Hospital in Denmark showed the recreational drug caused depression in laboratory pigs, reported The Copenhagen Post Friday.
The scientists injected pigs with varying doses of Ecstasy to study the effect the drug has on the pigs' brains.
Pigs' brains are similar to human brains.
"We have proven that Ecstasy releases seratonin in the brain, which we know plays a role in depression," said Dr. Aage Kristian Olsen at Arhus Hospital. "Ecstasy users risk depression given its long-term effects on the brain."
The scientists noted that pigs on Ecstasy lost control of their body temperature, an effect also seen in human overdose fatalities, Olsen said.

Dæla e-pillum í svín í þrjú ár. Allt í nafni vísindanna. Djöfull hlýtur að vera gaman að vinna þarna maður.....

Uppáhaldssetningin: Pigs' brains are similar to human brains.

Danir eru klikk!

Friday, March 10, 2006

Einhver snillingur sagði....

Þegar klukkan er orðinn 15:00 þá er bæði of snemmt og of seint að gera nokkrun skapaðan hlut.

Þessi maður hafði rétt fyrir sér. Sérstaklega á föstudögum.

Man núna (googlaði það reyndar, en þykist muna það...) að Sartre sagði þetta. Klár strákur.



Tuesday, March 07, 2006

Hagnýtt stuff!

Sálfræði er, vill ég meina, afar hagnýtt fag. Ég ætla núna að nefna tvö dæmi um gríðarlega hagnýtar rannsóknir á sviði þeirra fræða er kennd eru við sálina (en allir vita að sálin er samsett af fullt af litlum vélmennum....).

Bætir kaffi frammistöðu okkar í verkefnum sem reyna á einbeitingu og vinnsluminni? Já. Nýleg rannsókn bendir til að bestur árangur náist eftir um 200 ml (ca. tveir kaffibollar) af kaffi. Ef það magn er tvöfaldað fer frammistöðunni aftur að hraka og hrakar þá hratt. Hér ber þó að geta þess að auðvelt er mynda koffínþol og verða menn því að bæta við nokkrum millilítrum ef neysla þeirra hefur verið óhófleg í gegnum tíðina.

Er það satt að við hellum meira af vökva í lág og breið glös (feit glös) en há og mjó glös? Já. Og það skiptir engu máli hvort viðkomandi hafi 14 ára starfsreynslu sem barþjónn, allir hella ca 15-25% meira af vökva í lítil og breið glös en há og mjó, þegar þeir eru að reyna að hella jafnt í bæði. Svona getur sálfræði nýst manni á barnum. Ef þið kaupið tvöfaldan af dýrasta whiskyi hússins þá biðjið um að fá það framreitt í lægsta og breiðasta glasi sem finnst. Helst í súpuskál….
Þetta er kjara- og lífsgæðabót veitt ókeypist af vinveittum sálfræðingi

Monday, March 06, 2006

Klukkiddíklukk

4 störf sem ég hef unnið um ævina:

Slyngur sláttumaður hjá Neskaupstaðarbæ
Kolapakkari hjá SVN
Leiðbeinandi í vinnuskóla hjá Neskaupstaðarbæ
Almennur starfsmaður á deild hjá Geðsviði Landspítalans, Kleppi

4 bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur:

Dazed and confused
Monty Python and the Holy Grail
Men in Black (1 og 2)
This is Spinal Tab

4 staðir sem ég hef búið á:

Sæbakki 4, Nesk.
Nesbakki (Að Sellátrum), Nesk.
Sólvallagata 27, Rvk
Huldubraut 1, Kóp.

4 sjónvarpsþættir sem eru í uppáhaldi:

Simpsons
South Park
Enski boltinn
The Office

4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

Kaupmannahöfn
Mílanó
London
Kirkubæjarklaustur

4 heimasíður sem ég skoða daglega:

Holmesdale.net
Apa.org
Fark.com
Mbl.is

4 máltíðir sem ég held upp á:

Lambakjöt, helst hryggur, með rabbarbarasultu og bökuðum baunum
Hamborgarhryggur, með rabbarbarasultu og bökuðum baunum
Kalkúnn, með rabbarbarasultu og bökuðum baunum
Subway bræðingur, meða pizzasósu og engu grænmeti

4 bækur sem ég hef lesið oftar en einu sinni:

Hitchiker´s guide to the galaxy (Douglas Adams)
Cat´s cradle (Kurt Vonnegut)
The Age of Spiritual Machines (Ray Kurzweil)
Ormar einfætti bjargar prinsessunni fögru (Einhver snillingur)

4 staðir sem ég myndi vilja vera á núna:

Galapagos eyjum (að fíflast í risaskjaldbökum…)
Selhurst Park, Lundúnum
Í göngutúr eftir Kínamúrnum
Machu Picchu

Er þetta ekki fínt bara? Klukka alla sem lesa þetta.

Wednesday, March 01, 2006

Hagkaup

Gekk rétt í þessu út í Hagkaup, Skeifunni, til að kaupa mér skinkuhorn, pepsi max, snickers og drykkjarjógúrt (jarðaber og múslí). Þetta ætla ég að borða í dag. Nú þegar er ég búinn með skinkuhornið og snickersið. Hálfnaður með pepsi. Ætla eiga jógúrtina ef ég verð svangur á eftir.

Á leið i búðina fann ég fyrir einni af mínum minnst uppáhalds kenndum en það er sú sannfæring að vera, rétt í þessu, orðinn geðveikur. Þessi tilfinning vekur alltaf hjá mér nokkurn ugg og kvíða, þó hún komi ekki beint á óvart. Ég á hálfpartinn von á því að vitið yfirgefi mig endanlega um þrjúleytið í dag. Ástæða þess að ég hélt ég væri orðinn klikkaður voru furðurverur sem ég taldi mig sjá. Var ekki viss samt. Þær skutust á milli skúmaskota, földu sig fyrir mér. Sumar bleikar, aðrar grænar. Þeirra á meðal taldi ég mig sjá Osama bin Laden. Líðan mín: slæm.

Nokkru síðar hitt ég þrjár 11 ára gamlar útgáfur af Silvíu Nótt. Einhvern veginn fannst mér það hughreystandi. Ég gæti orðið geðveikur, en svo geðveikur að ofskynjanirnar feli í sér þrjár 11 ára útgáfur af henni verð ég aldrei. Þegar ég kom í búðina voru þar jafnframt fyrirbæri, ellegar gerpi, sem frömdu söng að afgreiðslufólkinu með hryllilegri innlifun. Í söngnum gætti áhrifa Idols og Maríu Carey, enginn tónn án slaufu eða útúrdúrs, þó svo að rödd og sönghæfileikar viðkomandi gæfur ekki tilefni til slíks. Líðan mín: skárri en svolítil ógleði.

Á þeim tímapunkti komst ég að þeirri fínu niðurstöðu að ég væri ekki geðveikur heldur væri mun líklegar að allir aðrir í heiminum væri orðnir alveg snar. Það er vissulega ástand sem ég get unað við. Mér létti mikið. Líðan mín: með ágætum.

Einhvers staðar í fjarska mátti heyra daufan bjölluóm.

Bjöllurnar ágerðust. Færðust nær. Enduðu með því að þegar ég stóð fyrir framan mjólkurkælinn mundi ég að í dag er öskudagur. Það útskýrði æði margt. Það meira að segja gladdi mitt litla hjarta ómælt að krakkar skuli enn klæða sig í búninga og syngja í búðum fyrir nammi. Líðan mín: stórkostleg.

Eitt andartak sá ég eftir því að hafa ekki mætt í grímubúningi í vinnuna. Það andartak leið ótrúlega fljótt hjá.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?