<$BlogRSDURL$>
[ Gestabók ]
bók fyrir gesti

Monday, February 27, 2006

Þá veit ég það....

Fann link á áhugasviðs próf á kjallararottunum. Ég tók það og niðurstaðan er að ég hefði átt að leggja fyrir mig sálfræði. Takk fyrir það.

Reyndar sprengdi ég alla skala og fékk 100% skor í líffræði, heimspeki, mannfræði og sálfræði. Skora líka yfir 90% í félagsfræði og efnafræði.

Svona hef ég nú mikinn áhuga á öllu mögulegu.

Svekktur samt hvað dansinn kom lágur út hjá mér:


You should be a Psychology major!


Biology 100%
Philosophy 100%
Anthropology 100%
Psychology 100%
Chemistry 92%
Sociology 92%
Mathematics 83%
Journalism 83%
Engineering 83%
English 75%
Theater 67%
Linguistics 50%
Dance 42%
Art 25%

Ég tek ekkert mark á þessu. Ætla að segja upp í vinnunni og fara að sinna minni lífsköllun sem er tjáning í gegnum líkamshreyfingar!! Ég er fæddur til að dansa.

Tuesday, February 21, 2006

Ekki reyna þetta á mig.....

25 skemmtilegir hlutir til að gera hjá sálfræðingnum:

Ask to borrow his comb then comb your tongue.

Take random objects in his office and glue them to the floor.

Refuse to co-operate unless he trades his trousers.

Bring pots and pans. Bang them together when he asks a question you don't like.

After everything he says, say, 'And how does that make you feel?'

Point at random things and say, 'Where did you get that?'

Complain that his chair looks more comfortable.

Repeat over and over, 'I'm not hanging out with a bad influence.

Sit underneath your chair.

Stand on your head.

Kill spiders on the wall with your fist. Eat what sticks to your hand and leave the rest sticking to the wall. Draw a circle around it to make sure everyone sees it.

Never stop smiling.

Scream every word.

Repeatedly tell him to look at the ceiling. When he finally does, repeatedly tell him to look at the chair. When he finally does, repeatedly tell him to look at the desk.

Put your shoes on the wrong feet.

Try to seduce him with chocolate donuts.

Try to talk him into sitting on the floor.

Eat his books.

Talk to his leg.

Don't face him when he talks to you. Talk really slowly.

If he offers you coffee, ask him to spill it on your lap.

Make sure you make bottom-prints in his couch.

Tell him you think his secretary is really a man.

Offer him an imaginary biscuit.

Tuesday, February 14, 2006

Workshop....

Alla síðustu viku átti ég að vera á workshoppi (sem er hálfgert námskeið nema lengra og interaktívara....) með breskum sálfræðingi. Því var frestað um nokkra daga vegna þess að umræddur sálfræðingur lenti á spítala. Í ljós kom að hann hefði upp á síðkastið fengið allnokkur heilablóðföll og blæðingar. Sem útskýrði fyrir honum hvers vegna hann var orðinn blindur á öðru auga.....

Gegn læknisráði kom hann til Íslands þremur dögum eftir að hann var lagður inn til þess að nota whatever is left of his brain (hans orð....) til að kenna okkur um fyrirbæri sem heitir ART eða Aggression Replacement Training. Maðurinn er klárlega snillingur....en einnig klárlega ekki alveg normal.

Hann er behavioristi, marxisti, mótorhjólaáhugamaður, aikido þjálfari og Portsmouth aðdáandi. Hann vitnar stöðugt í Che Guevara. Stundum ruglast hann og byrjar að tala við mann á norsku í stað ensku (hann býr í Noregi...). Þá þarf maður vinsamlegast að minna hann á að tala mannamál. Stundum dettur hann í spænskuna, hann var nefnilega á Kúbu um daginn. Eitthvað heilaklikk í gangi hjá honum stundum.....

En maðurinn er snillingur.

Annars er það alveg á hreinu að við erum sauðir ef við sendum ekki Silvíu Nótt í Eurov. Best væri að hafa Geir Ólafs með henni, en það er sennilega ekki hægt. Dramurinn væri að hafa þau tvö, Silvíu og Geir, með Leoncie í bakröddum (hún gæti verið danshöfundur líka...) og lagið samið og útsett af Hallbirni Hjartarsyni. Þá fyrst værum við að gera eitthvað að viti.

Jamm.



Wednesday, February 08, 2006

Vísindavefurinn fjallar um mig....

Nokkrar tilvitnanir í ljómandi fína grein um Orra:

Orrar (Tetrao tetrix, e. black grouse) eru hænsnfuglar (Galliformes) af orraætt (Tetraonidae) líkt og rjúpan, en dæmi um aðra hænsnfugla eru nytjahænur, fasanar og kalkúnar

Útbreiðslusvæði orrans nær óslitið frá Skandinavíu og norðanverðum Bretlandseyjum austur yfir Rússland og Síberíu að Kyrrahafi

Orrar hefja tilhugalífið þegar kemur fram í mars og er það nokkurt sjónarspil

Gæðum heimsins er ekki jafnskipt hjá orrum frekar en öðrum því einn orri getur frjóvgað margar hænur á meðan aðrir komast ekki að

Þegar mökun er yfirstaðin hverfur hænan af leikvellinum og fer að huga að hreiðurgerðinni, en hún sér ein um eggin og útungunina.

Orrinn hefur átt nokkuð undir högg að sækja og hefur víða hrakist í burtu vegna akuryrkju mannsins. Hann hvarf til dæmis af heiðum Jótlands í Danmörku upp úr miðri 19. öld þegar svæðið var rutt og brotið til ræktunar. Orranum hefur líka fækkað mjög á Bretlandseyjum undanfarna öld og er það aðallega vegna eyðingar búsvæða hans.

Ég hef samt mestar áhyggjur af því þegar í lok greinarinnar er hægt að smella á efnisorðahlekki. Einn þeirra hlekkja er "orri". Þar sem ég hef skrifað nokkrar greinar fyrir Vísindavefinn átti ég von að með því að smella á þennan hlekk fengi ég upp allar greinarnar eftir mig. En, nei. Upp kemur hlekkur að greininni: "Af hverju hafa karlmenn geirvörtur?"

This page is powered by Blogger. Isn't yours?