<$BlogRSDURL$>
[ Gestabók ]
bók fyrir gesti

Thursday, December 29, 2005

Hvellhræðsla

Ahhhhhh, hvað þetta voru ljúf jól! Dásamleg afslöppun og rólegheit heima í kaupstaðnum við fagra fjörðin. Át mig að minnsta kosti þrisvar í gjörgæsluástand og var um tíma vart hugað líf. Hafði það samt af enda lækningamáttur heimalagaðs rjómaíss, góðrar bókar og vindgangs ómetanlegur.

Þegar ég var lítið gerpi í leikskóla greindi ég sjálfan mig, eins og efnilegum sálfræðingi sæmir, með alvarlega nevrósu sem ég kallaði hvellhræðslu. Lýsti sér þannig að ég var skíthræddur við allt sem sprakk með hvelli. Sérstaklega rakettur og slíkar bombur. Þorði í mörg ár varla út úr húsi dagana í kringum gamlárskvöld. Nema þá helst með húfu og hjálm yfir húfunni og skíðagleraugu. Í þykkri úlpu.

Síðan fékk ég flugeldadellu og sprengdi allt sem sprungið gat í kringum hver einustu áramót. Um tvítugt fékk ég leið á þessu drasli sem ég hef eiginlega ennþá. Horfði t.d. á glæsilega flugeldasýningu í gær og fannst það nett boring bara. Svo eru unglingagerpi í næsta húsi við mig sem finnst klárlega ekkert sniðugra en rakettur og dúndra þeim upp í tíma og ótíma. Sem er ótrúlega pirrandi fyrir introvert eins og mig sem bregður jafn mikið í hvert skipti.

Ah. Annars fer ansi góðu ári að ljúka. Útskrifaðist í ár, fékk starfsréttindin og fékk fyrstu sálastöðuna sem eru allt stóráfangar. Topp ár í rauninni. Topp.

Megið þið, lesendur góðir, vera vel til stuðsins um áramót. Og eiga ljómandi fínt ár í kjölfarið.

Tuesday, December 20, 2005

Húíhúí

Nú nálgast jól. Óð fluga.

Þá fara blöðin að tala um hvað jólin séu nú erfið, hvað þeim fylgi mikið álag og stress og hvaðeina. Fyrir mér eru jólin allt nema álag og stress. Þau eru hvíld og rólegheit og ís. Og matur og bók og kertaljós. Og ís.

Svo fara blöðin líka að tala um hvað súkkulað og áfengi er hollt fyrir mann. Þeir sem drekka reglulega smáa skammta af áfengi ku vera mjórri og hjartabetri en aðrir. Það segja vísindamenn. Tíhí.

Pælið í þessum rannsóknum, samanborið við þá sem ekki drekka og þá sem drekka mikið eru þeir sem drekka í hófi að koma best út. Kemur það í alvöru einhverjum á óvart?

Þekkiði einhvern sem ekkert drekkur og er algjörlega eðlilegur? Nei, fólk sem aldrei drekkur er yfirleitt skrítið, a.m.k sérviturt eða sérkennilegt. Samanburðarhópurinn er því fyrirfram skekktur og ekkert nema eðlilegt að þeir sem drekka í hófi komi betur út en þeir wierdo-arnir.

En súkkulaði er örugglega meinhollt.

Svo var ég að skoða rannsókn frá nýsjálenskum læknum sem voru að skoða áhrif áfengisneyslu á hjartasjúkdóma. Þeir komust að því að hófsöm neysla á áfengi hefði engin áhrif. Til að áfengi hefði nokkur áhrif þarf neyslan að vera í meðallagi!! Tíhí.

Svo las ég snilldar grein um hómeópatíu og þann aragrúa af vísindarannsóknum sem hafa verið gerðar á því fyrirbæri. Niðurstaða auðvitað sú að þetta virkar ekki jack shit. Svo voru hómeópatavesalingar að reyna að malda í móinn og spurðu hvernig í ósköpunum vísindamenn vissu að þetta virkaði ekki. Svarið: Through the miracle of counting.

Ég hló og hló. Best að skella sér í DNA-heilun og á reiki námskeið.

Gleðileg jól. Og ís.

Wednesday, December 07, 2005

Þvagferlegt

Í fyrsta sinn síðan ég man ekki hvenær er ég ekki að fara í nein próf fyrir jólin. Ég hef verið í skóla síðan ég var 3 ára. Þetta er svolítið skrítið. Ekki það að ég sakna prófa neitt sérstaklega.

Afleiðing alls þessa er sú að ég geri mér enga grein fyrir yfirvofandi komu jólanna þó svo að hafa nú þegar veislustýrt einu jólahlaðborði og reddað mér jólafríi til skreppa heim til möms og pabbs.

Halló? Síminn var að hringja...

Annars er ég rosalega mikilvægur. Bara svo það sé á hreinu. Ég sit í hvorki fleiri né færrum en 4 þverfaglegum teymum og 3 fagteymum. Ef einhver veit ekki hvað þverfaglegt (þvagferlegt?) teymi er eða fagteymi þá er sá hinn sami alveg totally last year....

Svo er ég kominn með nema. Candidatsnema frá háskólanum í Árósum (eða Oúús, eins og það er borið fram...). Í tíu vikur þarf hún að þola ofurstjórn mína og gerræði í nafni starfsþjálfunar. Ef hún hlýðir ekki fær hún ekki starfsleyfi sem sálfræðingur. HAHAHA! Núna er hún að taka til í skápnum mínum.....ekki vanþörf á. Og mat mitt að enginn ætti að fá að starfa sem sálfræðingur sem ekki getur organizað einn skáp svo vel sé. Nema kannski ég.

Nei, auðvitað fær hún the best damnn handleyðslu og starfsþjálfun sem nokkur sálfræðingur hefur fengið. Um leið og skápurinn er orðinn góður.

Kveðja,

Páll (dulnefni)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?