<$BlogRSDURL$>
[ Gestabók ]
bók fyrir gesti

Tuesday, August 16, 2005

Titill

Nú er minns búinn í sumarfríi og byrjaður í nýju vinnunni og það er stuð. Er að bardúsa við að koma mér fyrir í nýju skrifstofunni minni sem er ansi hreint fín og rúmgóð. Skrifstofan mín hefur líka glugga og úr honum er dásamlegt útsýni yfir Aktu Taktu og bensínstöð sem eru hinum meginn við götunni.....já, ekki laust við að kollegarnir fái öfundarglampa í augun þegar þau sjá fína gluggann minn.

Fyrstu dagarnir fara mikið í praktísk mál eins og að tengja tölvuna, fá lykla að hurðunum og komast að því hvernig í fjandanum maður stillir stólbakið á skrifstofustólnum sínum. Síðan er ég mikið á fundum, þar sem skólarnir eru ekki byrjaðir og við sálfræðingarnir höfum ekkert betra að gera en að funda um allt milli himins og jarðar.

Fundir eru bara stórmerkileg fyrirbæri sem virðast aldrei gera það sem þeim er ætlað að gera......reyndar veit ég oftast ekki hvað þeim er ætlað að gera.......en það er rosa mikið af þeim svo þeir hljóta að vera mikilvægir.....svo er gaman að taka þátt í þeim og spjalla um ýmislegt þó maður viti ekki alveg hverju það spjall á svosem að skila, nema spjallið um hvenær sé best að halda næsta fund, þá er ég alveg með á nótunum.....

Það þarf náttúrulega að skipuleggja allt upp á nýtt þar sem Rvk er að taka upp nýtt þjónustukerfi sem enginn veit alveg hvernig á að virka......mig grunar að fundirnir, sumir þeirra að minnsta kosti, eigi að ákveða hvernig nýja kerfið virkar..... best væri að ég fengi bara að ráða því.

Annars er það að frétta að rafmagnstrommusettið mitt er óneitanlega mesta afrek mannkynsins og hefur aldrei neitt ólífrænt veitt mér jafn mikla ánægju, án þess að það sé meint á dónalegan hátt. Ég spila á það á hverjum degi og er betri trommari og mannvera fyrir vikið.

Ég auglýsi eftir hugmyndum sem ég get boðað fundi um......þeir eru endir og upphaf alls....

Einnig, á maður að safna alskeggi?? Vörumerki sálfræðingsins??

Svör óskast.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?