<$BlogRSDURL$>
[ Gestabók ]
bók fyrir gesti

Monday, April 25, 2005

Cacodemonomania


Nú er ég, aldrei þessu vant, að lesa fjári skemmtilega bók. Sem var jú keypt í Englandi. Eða ég er náttúrulega að vinna að lokaverkefninu mínu, sem by the way sér loksins fyrir endan á og ég ætti að geta skilað sáttur og glaður þann 13. maí, en á klóssettinu og uppí rúmi fyrir svefnin og svona glugga ég í þessa skemmtilegu bók. Hún er eftir mann sem heitri Dr. Raj Persaud og er fullmenntaður bæði sem geðlæknir og sálfræðingur. Tvíverknaður ef þú spyrð mig. En bókin hans er góð. Hún fjallar um sjaldgæfar og undarlegar geðraskanir og fleira í þeim dúr, raunveruleg case af fólki sem heldur að það sé tígrisdýr, andsett af djöflinum eða laðast kynferðislega að húsgögnum. Alveg magnað hvað fólk getur klikkast á margvíslegan og skemmtilegan hátt. En að sama skapi getur fólk líka klikkast á alvarlegan og dapurlegan hátt. Stundum bæði. Kannski finnst bara sálfræðingum mannlegar bilanir athyglisverðar. Veit það ekki.

Nú stendur mér hugsanlega til boða atvinna við umsjón með sérkennslu í leikskóla. Það er náttúrulega ekki full sálfræðingsstaða. Launin eru hinsvegar sennilega svipuð því að sem nýbyrjaður sálfræðingur í fullri stöðu fengi til að byrja með. Hins vegar hækka laun sálfræðingsins nokkuð fljótlega í þrepum. En ekki í hinni stöðunni. Sem gæti þó verið allt í lagi þar sem ég væri hvort eð er bara ráðinn til eins árs og gæti svo reynt að finna mér nýja stöðu. Spurningun er hvort maður eigi bara ekki að skella sér á örugga atvinnu í eitt ár strax eftir útskrift, þó svo að maður sé lítillega over-qualified frekar en að bíða eftir stöðu til að sækja um sem kannski kæmi bráðlega kannski ekki og maður væri alls ekki viss með að fá? Hmmmmm....

Hvað finnst ykkur?

Ó, já, titill bloggsins er fræðiheiti þeirrar ranghugmyndar að telja sig andsetinn af djöfli. Mig langar alltaf í kakó þegar ég les það.

Wednesday, April 13, 2005

Feimið fólk slefar meira

Það er svo langt síðan ég bloggaði að ég fann mig knúinn til að hafa fyrirsögn bloggsins í formi fróðleiksmola úr viskukonfektkassa mínum. Ég veit að þið fyrirgefið mér.

Ég fór erlendis um páskana. Undi mér vel í Lundúnum. Uppgötvaði meðal annars að það er enginn skattur á bókum í Englandi og bein afleiðing þess er sú að ég þurfti að leigja fraktvél til að flytja þann bókakost sem ég varð mér út um til landsins. Ég er bókasjúkur og verð að kaupa mér spennandi bækur reglulega. Síðan er allur gangur á því hvort ég nenni að lesa þetta.

Í nýlegum ferðalögum mínu erlendis hefur eitt atriði undantekninlaust farið í taugarnar á mér. Þegar flugvélin lendir í útlöndum virðist hún alltaf lenda eins langt frá flugstöðinni og mögulegt er. Með þeim afleiðingum að hún er nánast jafn lengi að keyra frá flugbrautinni að flugstöðinni og hún var að fljúga á milli landanna. Þetta er pirrandi, maður er lentur og vill komast strax á erlenda bari og fara að kaupa sér bækur, en neinei, maður þarf að dúsa í sætinu heillengi áður en maður kemst úr helvítis vélinni, því hún þarf að keyra 83 kílómetra að flugstöðinni. Fyrsta spurniningin sem ég hafði var: Væri ekki ráð að lenda soldið nær flugstöðinni?? Þá var útskýrt fyrir mér að vegna flugvélumferðar á brautinni og lendingarbúnaðs vélarinnar og af öryggisáðstæðum og ég veit ekki hvaðoghvað varð þetta að vera svona.

Vill nú svo til að ég er vísindamaður og stoltur handhafi næstum því tveggja háskólagráða í vísindagrein. Því setti ég minn afar skilvirka huga af stað við að finna lausn á þessu vandamáli. Það tókst á um sekúndubroti. Í stað þess að láta flugvélar lenda á hjólum, með þeim afleiðingum að nauðsynlegt er að lenda á langri flugbraut víðsfjarri flugstöðvum, ætti að sjálfsögðu að láta þér lenda á risastórum sogskálum. Með þeim hætti gæti hún bara lent nákvæmlega á ákveðnum punkti, til dæmis við hlið bars og bókabúðar. Myndi bara snarstoppa um leið og hún snerti jörðina. Sssmmúúppp!! Ha? Bara snilld þó ég segi sjálfur frá.

Þetta hefði þó þær afleiðingar í för með sér að í skrokk flugvélarinnar þyrfti að vera við störf maður sem hefði það hlutverk að sleikja hinar risastóru sogskálar fyrir hverja lendingu, til að tryggja gott grip. Það væri versta starf í heimi.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?