<$BlogRSDURL$>
[ Gestabók ]
bók fyrir gesti

Friday, November 26, 2004

I think you ought to know I´m feeling very depressed..........

Já. Hér um ræðir (í fyrirsögn) tilvitnun í einhvern þann eftirminnilegasta bókmenntakarakter sem ég hef komist í tæri við. Hinn eina sanna Marvin, þunglynda vélmennið úr Hitchikers Guide to the Galaxy. Marvin var frumgerð af vélmennum sem áttu að hafa raunverulega persónuleika, alveg eins og mannfólkið (eða hvað?). Eitthvað var frumgerðin misheppnuð þar sem Marvin var afar þunglyndur og ósáttur við lífið og tilveruna. Setningin sem er titill þessa pistils held ég að sé algengasta setning hans út í gegnum bókina. Aðrar klassískar Marvin tilvitnanir eru: "Life! Don´t talk to me about life!" og "Here I am, the brain the size of a planet and they ask me to make tea!" og "I won´t enjoy it"........já hann var fúll. Einu sinni gleymdist Marvin á bílastæði á meðan félagar hans fóru í tímaferðalag um nokkur milljón ár........að nokkrum milljón árum liðnum sóttu þeir Marvin og hann sagði: "The first million years were the worst, and the second million they were the worst too. And I didn´t enjoy the next million years at all. It all went rather downhill from there....."

Einu sinni þegar Marvin var að reyna að sofna þunglyndum óhamingjusvefni þá ákvað hann að semja vögguvísur. Þær eru mjög fallegar og bera titilinn "How I hate the night":

Now I lay me down to sleep
Try to count electric sheep
Good night wishes you can keep
How I hate the night

Now I lay me down to bed
Darkness won´t engulf my head
I can see by Infrared
How I hate the night

Marvin er æðislegur..........hann er þunglyndari en Eyrnaslapi. Hér eru fleiri qoute í Marvin:

"'Let's build robots with Geniune People Personalities,' they said. So they tried it out with me. I'm a personality prototype. You can tell, can't you ?"

"Pardon me for breathing, which I never do anyway so I don't know why I bother to say it, oh God I'm so depressed."

"Life... loathe it or ignore it, you can't like it."

"I only have to talk to somebody and they begin to hate me. Even robots hate me. If you just ignore me I expect I shall probably go away."

"...funny, how just when you think life can't possibly get any worse it suddenly does."

Það er ekki annað hægt en að vera hress eftir að lesa soldið um hann Marvin.

Monday, November 22, 2004

Rökfræði

Alheimurinn er óendanlegur. Þetta er sennilega staðreynd. Það er reyndar huganslegt að hann endi einhversstaðar en hann er samt óendanlegur. Hljómar flókið en er einfalt eins og Stephen Hawking bendir á. Til að mynda er hægt að labba endalaust á yfirborði jarðarinnar án þess að koma á enda hennar, hún er samt klárlega ekki óendanleg. Það gæti verið svipað með alheiminn.

Anyways, þar sem alheimurinn er óendandanlegur má færa rök fyrir því að í honum séu óendanlega margar stjörnur. Þessum stjörnum fylgja síðan óendanlega margar plánetur. Óháð því hversu margir himinhnettir eru til er ljóst að lífverur eru aðeins til staðar á ákveðnum fjölda þeirra. Hversum mörgum skiptir ekki öllu máli. Til að komast að því hversu margar lífverur eru til í alheiminum má deila með fjölda pláneta (óendanleg tala) í fjölda pláneta alheimsins þar sen líf finnst (endanleg tala). Samkvæmt ófrávíkjanlegum lögmálum stærðfræðinnar er niðurstaðan þegar deilt er með óendanlegri tölu í endanlega tölu alltaf óendanlega nálægt núlli, eða til einföldunnar, bara núll. Því er ljóst að meðalfjöldi lífvera á plánetum alheimsins er núll. Með öðrum orðum, það er ekkert fólk til.

Ef þú telur þig sjá fólk eða aðrar lífverur er þér því vinsamlegast bennt á að leita þér hjálpar.



Friday, November 12, 2004

Ég er spámaður

Þegar ég vann á Kleppi hitti ég mann sem átti við geðræn vandræði að stríða. Þessi maður tjáði mér að ég væri spámaður. Á þeim tíma tók ég ekki mikið mark á ummælum þessa manns þar sem hann var ekki í fullkomnum tengslum við raunveruleikann og eyddi mestum sínum tíma á flótta undan tvítóla vampírum. Þessi sami maður sakaði mig einnig um að vera dóttir sín og gyðingur. Ég er hvorugt. En í seinni tíð er ég farinn að hallast að því að ég sé spámaður.

Máli mínu til stuðnings bendi ég á að ég spáði fyrir um stríðíð í Írak, í votta viðurvist, meira en ári áður en það átti sér stað. Einnig spáði ég því að engin gereyðingarvopn myndu finnast, þau voru aukaatriði, USA ætlaði í stríð no matter what.

Einnig spáði ég því strax í upphafi kennaradeilunnar að þessi deila yrði ekki leyst nema með lagasetningu. Núna er sá spádómur að rætast. Einnig spáði ég því að í kjölfar lagasetningar yrði allt vitlaust. Það er einnig að rætast. Í kjölfar lagasetningar spái ég fjöldauppsögnum kennara. Sjáiði til.

Einnig spái ég því að ég fari á útgáfutónleika Solid I.V. á Grand rokk á laugardagkvöldið, eftir að hafa farið í partý og drukkið þar bjór.

Svo spái ég því að ég fari núna og fái mér hádegismat.

Ef einhver vill láta spá fyrir sér getur hann sent mér línu. Sanngjarnt gjald verður að sjálfsögðu tekið fyrir spádóminn og er það óendurkræft þó svo að spádómar standist ekki raunveruleikann. Ef svo fer tel ég að rök mega færa fyrir því að raunveruleikanum skjátlist en ekki mér. Spámaðurinn hefur alltaf rétt fyrir sér, en raunveruleikinn er óáreiðanlegur.

Úgg.

Monday, November 01, 2004

Tannlausar sálir

Ég hef oft verið sakaður um það í gegnum tíðina að vera svolítið nörd. Ég hef átt erftitt með að þræta fyrir það, sennilega alveg rétt bara....

Nördalegasta áhugamál sem ég hef haft var samt þegar ég og annað nörd frá Reyðarfirði leituðum uppi og lásum okkur til skemmtunar léleg ljóð. Já, léleg ljóð. Við höfðum brennandi áhuga á slæmri ljóðlist. Við gerðum í því að leita af vondum ljóðum og lesa. Þetta var mjög gaman. Það er líka ekkert smá mikið til af tilgerðarlegri, væminni og beinlínis heimskulegri ljóðlist. Á tíma gekk áhuginn svo langt að við fórum að semja tilgerðarleg, væmin og heimskuleg ljóð. Það er mjög erfitt að semja ljóð sem er á sama tíma trúverðugt og afskaplega lélegt. Samt tekst það svo mörgum. Aðalmálið er að vera hæfileiklaus og taka sig samt mjög alvarlega.

Á þessum tíma tók ég ástfóstri við þjóðarskáld Úkraínu sem heitir Andryi Shevchenko (eins og fótboltakallinn). Fann bók eftir hann sem full var af gersemum. Það besta við hans ljóð er að ég fattaði aldrei hvað hann var að tala um. Skildi ekki shit. Dásamlegt. Mín uppáhalds tilvitnun í hann er úr epísku ljóði sem ég skildi aldrei neitt í:
" Allar tannlausu sálirnar,
sem eru hræddar við vatnið
og sólina. "

Hver skilur þetta? Hvað er tannlaus sál? Af hverju eru þau hrædd við vatnið og sólina?

Svo margar spurningar, en engin svör. Ég kalla samt fólk oft tannlausar sálir (ýmist til að blóta þeim eða hrósa) og saka það stundum í kjölfarið um að vera hrætt við vatnið og sólina. Fólk skilur aldrei hvað ég er tala um. Enda skil ég það ekki sjálfur.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?